Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 13

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 13
 Stefnuræða George W. Bush Bandaríkjafor- seta í gær hlaut blendnar viðtökur. Það sem hann sagði um nauðsyn þess að draga verulega úr notkun á olíu og bensíni hlaut þó mun betri viðtökur heldur en áform hans um að fjölga í bandaríska herliðinu í Írak. Það á bæði við meðal þingmanna á Bandaríkja- þingi og hjá stjórnmálamönnum víða um heim. „Hugmyndin um loftslags- breytingar er loksins komin á varir hans,“ sagði Barack Obama, ein helsta stjarna Demókrata- flokksins og einn þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forsetakosn- ingunum árið 2008. „Það var löngu orðið tímabært,“ bætti hann við. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðist hafa fyllst bjartsýni á þróun umhverfismála eftir að hafa hlýtt á Bush flytja ræðuna, en ýmsir sögðu Bush þó engan veginn hafa talað nægilega skýrt. „Þetta hefði getað verið enn betra ef hann nefnt hvað banda- rísk heimili og fyrirtæki þurfa að gera,“ sagði til dæmis Connie Hedegaard, umhverfisráðherra Danmerkur. Íraksáformin mættu hins vegar sterkri andstöðu, einkum frá demókrötum á Bandaríkjaþingi, sem vinna að því að fá þingið til að samþykkja ályktun gegn því að fjölga hermönnum í Írak. Jafnvel repúblikaninn Chuck Hagel, sem hefur lýst stuðningi sínum við þessa ályktun, sagði í gær: „Við verðum öll að vita hvað við erum að gera áður en við sendum 22 þúsund Bandaríkjamenn í viðbót í þessa kvörn.“ Í stefnuræðunni hvatti Bush þingmenn til þess að gefa Íraks- áformum sínum tækifæri áður en þeir hafni þeim. Í staðinn bauð hann demókrötum samvinnu í innanlandsmálum. Með ræðunni tókst honum þó ekki að sannfæra demókrata um Íraksmálið en þeir vildu meira tala um það heldur en hitt sem þeim fannst jákvætt í ræðunni. „Þótt forsetinn haldi áfram að horfa framhjá vilja þjóðarinnar munum við ekki horfa framhjá misheppnaðri stefnu þessa for- seta,“ sögðu demókratarnir Nancy Pelosi, þingforseti fulltrúa- deildarinnar, og Harry Reid, sem er leiðtogi demókrata í öldunga- deildinni, í sameiginlegri yfirlýs- ingu sinni. Stefnuræðan hlýtur blendn- ar viðtökur Bush tókst ekki að sannfæra andstæðinga sína um nauðsyn þess að senda fleiri hermenn til Íraks. Yfir- lýsingar hans um orkumál og andrúmsloftið hlutu mun betri viðtökur, bæði heima fyrir og erlendis. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, átti í gær og fyrradag fundi með forseta Indlands, dr. A.P.J. Kalam, og Soniu Gandhi, leiðtoga Kong- ress-flokksins. Á báðum fundunum sögðu Kalam og Gandhi að það væri ríkur vilji þeirra að efla og styrkja tengslin við Ísland og efna til samvinnu á mörgum sviðum, svo sem í orkumálum, vísindum, tækni og viðskipt- um. Forseti Íslands þakkaði forseta Indlands fyrir þann ríka og einlæga áhuga sem hann sýndi samstarfi Íslendinga og Indverja. Sonia Gandhi þakkaði Ólafi Ragnari fyrir vináttu hans við Indland. Forseti fundaði með Indlandsforseta Björgunarsveitin Dag- renning á Hólmavík var kölluð út um klukkan fjögur í gærdag vegna þakplatna sem voru að losna af skemmu við bæinn Fell í Kollafirði. Bálhvasst var á svæðinu og þegar björgunarsveitarmenn komu á stað- inn var þakið fokið af skemmunni og hafði lent um 150 metra frá bygg- ingunni. Skemman sjálf sprakk síðar í veðurofsanum. Björgunarsveitarmenn komu í veg fyrir fok með aðstoð bænda, auk þess sem þeir rifu niður veggi sem eftir stóðu. Á Felli í Kollavík er ekki búskapur en þar er rekið heim- ili fyrir fatlaða einstaklinga. Þeir voru að heiman. Skemma fauk í Kollafirði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.