Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 16

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 16
Katrín Edda Svansdóttir - sölumaður í þjónustuveri RVR V 62 22 B Skrifstofuvörur á janúartilboði Bréfabindi A4, 5cm og 8cm kjölur. 148kr. Mopak ljósritunarpappír, 5x500 blöð í ks. 1.240kr. ks. Á tilboði í janúar 2007 Bréfabindi, ljósritunar-pappír, merkipennar, töflutússar og veggklukka Merkipennar, 898kr. pk. bláir, svartir, rauðir og grænir, 12 stk í pk. Við minnum ríkisstofnanir og sveitarfélög á eftirtalda rammasamninga: RK 02.15: Ritföng og skrifstofuvörur. RK 02.01: Ljósritunarpappír. ÚTSALA70 Allt að afsláttur % Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl.11-16 Úrval ljósa á frábæru verði! „Til þess að þetta gangi þyrfti upphæðin að vera tífalt hærri, en við erum ekki til- búnir að gefast upp fyrr en í fulla hnefana,“ segir Guðmundur Hall- dórsson, formaður Hekluskóga, sem stofnaðir voru með því mark- miði að draga úr gríðarlegri jarð- vegseyðingu sem orðið hefur í nágrenni Heklu. Verkefnið hefur staðið yfir í tvö ár og segir Guð- mundur að ríkið hafi styrkt það um fjórtán milljónir á ári. Það sé þó engan veginn næg upphæð. Hann segir svæðið við Heklu sér- lega viðkvæmt, uppblástur sé mikill og vikurstrókar sem þar myndist í hvassviðri geti valdið miklum skaða. Eftir að skógur hvarf af svæðinu fyrir tæpum tveimur öldum hefur uppblástur verið mikill og er nú eyðimörk að myndast á svæðinu og segir Guð- mundur þetta ógna öllu vistkerfi svæðisins. Ef gjóskufall verði úr Heklu séu birki- og víðiskógar það sem helst verndi landið fyrir frek- ari skaða en hann segir þegar orð- inn. Því telur hann afar brýnt að landgræðslunni við Heklu verði haldið áfram. Til þess að svo megi verða hefur Guðmundur farið af stað með nýstárlega hugmynd. Hann segir að vonir standi til að fyrirtæki geti komið að landgræðslunni með styrkjum. Útbúnir yrðu trjálundir, merktir fyrirtækinu, sem þau gætu svo nýtt sér og hlúð að. Trjá- lundirnir gætu svo sáð sér og grætt sár landsins með tímanum. „Við viljum endurheimta gamla birkiskóginn sem þarna var, farið hefur verið í svipuð verkefni ann- ars staðar í heiminum en Heklu- skógar eru langstærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Upp- hæðin frá ríkinu dugir því fyrir fáu öðru en stofnkostnaði,“ segir Guðmundur. Eysteinn Jónsson, aðstoðar- maður Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra, segir að vilji sé fyrir því að styrkja verkefnið enn frekar hjá ráðuneytinu og unnið sé að því. Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri ríkisins, segir mjög brýnt að hefta gróðureyðinguna. „Ég held að allir séu sammála sem þekkja til hve brýnt það er að halda þessu starfi áfram en til þess að svo megi verða er ljóst að mun hærri upphæð þarf að veita í verkefnið,“ segir Sveinn. Eyðimörk um- hverfis Heklu Tífalda þarf það fjármagn sem nú er veitt í Heklu- skóga. Verkefnið er sagt afar brýnt til að binda jarð- vegsfok við Heklu, sem ógnar lífríkinu á svæðinu. Hekluskógar eru lang- stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Upphæðin frá ríkinu dugir því fyrir fáu öðru en stofnkostnaði. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, hyggst fara ítarlega yfir Glaðheimamálið svokallaða á næsta bæjarstjórn- arfundi. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórninni, hefur sakað fulltrúa meirihlutans um að hafa brotið stjórnsýslulög með því að hafa leynt gögnum sem bárust til bæjarins frá bæjaryfirvöldum í Garðabæ og vörðuðu meintar alvarlegar afleiðingar áætlaðrar uppbyggingar í Glaðheimum á umferðarmál. Á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld sagði Gunnar bæjar- stjóri Guðríði „forherta“ í að „halla réttu máli“ um Glaðheima og boðaði langa ræðu um efnið á næsta bæjarstjórnarfundi, sem halda á 6. febrúar. Löng ræða um Glaðheimamál Kínversk stjórnvöld segjast ekki munu hvika frá hinni svonefndu einbirnisstefnu, þrátt fyrir að ráðherra fjölskyldumála viðurkenndi að stefnan ætti að hluta sök á þeirri óheillaþróun að mun fleiri sveinbörn fæðast í landinu en stúlkur. Ráðherrann, Zhang Weiqing, sagði að fjölmennir árgangar væru nú komnir á barneignaraldur og því gæti stefnt í mannfjölgun- arsprengingu ef slakað yrði á barneignatakmörkunum. Í aldarfjórðung hafa borgarbúar í Kína ekki mátt eignast fleiri en eitt barn og sveitafólk ekki fleiri en tvö. Ekki hvikað frá einbirnisstefnu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, segir að Samfylkingin hafi tekið þá skýru afstöðu að virkja ekki jökulárnar í Skaga- firði. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi á Kaffi Króki á Sauðárkróki á þriðjudagskvöld sem fréttavefurinn Skagafjordur. com greinir frá. Ingibjörg lét í ljós þá skoðun sína á fundinum að ekki væri ráð- legt að fara í meiri stóriðjufram- kvæmdir á næstu árum og að hag- kerfið þyrfti tækifæri til þess að kæla sig niður eftir þenslu síðustu ára. Ingibjörg varaði Skagfirðinga við því að setja virkjun inn á aðal- skipulag. „Samfylkingin hefur tekið afstöðu til þess að ekki verði ráðist í það að virkja jökulárnar í Skagafirði. Það á ekki að virkja hér til þess eins að selja orkuna áfram yfir á stóriðjusvæði. Komi til sértækra úrræða sem kalli á aukna raforku heima í héraði má alltaf taka málið upp að nýju. Sé hins vegar virkjun sett inn á skipu- lag er erfitt ef ekki ómögulegt að snúa til baka“, sagði Ingibjörg Sól- rún. Tillaga skipulags- og byggingar- nefndar Skagafjarðar, um að virkj- unarsvæði í jökulám Skagafjarðar væri tilgreint í aðalskipulagi, var samþykkt af fulltrúum Samfylk- ingar í sveitarstjórn haustið 2006. Þeir segja afstöðu Ingibjargar Sól- rúnar ekki koma á óvart, enda sé hún í samræmi við stefnu flokks- ins. Samfylkingarfólk hafi ekki viljað útiloka virkjun ánna en ekki sé sértaklega sóst eftir því. Vill ekki virkja Náttúruverndarsam- tökin Greenpeace fullyrða að hval- kjöt seljist ekki í Japan og dæmi séu um að það sé selt sem hunda- matur. Birgðir af hvalkjöti hafa aukist um tvö þúsund tonn frá árinu 2004, samkvæmt tölum sem Greenpeace hefur aflað sér frá japönskum stjórnvöldum. Frode Pleym, talsmaður Greenpeace, segir að birgðasöfn- unin sanni að öll rök fyrir hval- veiðum Íslendinga séu brostin. Markaðurinn sé mjög takmarkað- ur og kjötið sé selt í skólamötu- neyti og einnig í hundamat. Hann telur engin rök fyrir því að halda hvalveiðum áfram og sala hvala- afurða skili því einungis smá- aurum miðað við tapið af því að hefja hvalveiðar. Samtökin benda á mótmæli hvalaskoðunarfyrir- tækja og mögulegan skaða sem hvalveiðar geta valdið slíkri ferðaþjónustu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir það þvætting að hvalkjöt sé óseljanlegt og fari í hundakjöt. „Við höfum skoðað markað fyrir hvalkjöt í Japan mjög vel og þessi vara selst þar á háu verði.“ Jón bendir á að tvær vertíðir séu í hvalveiðum í Japan og þá séu veiðar stundaðar af stór- um verksmiðjuskipum sem séu lengi á sjó. „Þá er mikið til af kjöti og á þeim stutta tíma er kílóverð afar hátt, svipað og á túnfiski. Ekkert bendir til annars en að auð- velt verði að selja hvalkjöt héðan.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.