Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 22

Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 22
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hafliði Skúlason stundar nám í golfvallarfræðum við Elmwood College í Skotlandi. Í síðustu viku hlaut hann viðurkenningu frá The Royal and Ancient Golfclub of St. Andrews sem er einn virtasti golf- klúbbur heims. Fyrir skömmu ákvað félagsfræð- ingurinn Hafliði að breyta aðeins til. Hann sagði upp starfi sínu við útflutning og markaðsmál, stóð upp frá tölvunni og skellti sér í nám til Skotlands. Í dag sér hann ekki eftir þeirri ákvörðun enda blómstrar hann í golfvallarfræð- unum. Svo mikið að á dögunum hlaut hann hæstu viðurkenningu sem Royal and Ancient golf- klúbburinn veitir á hverju ári. „Þetta er náttúrlega golfklúbb- ur golfklúbbanna og þar af leið- andi mikill heiður að hljóta viður- kenningu þaðan,“ sagði Hafliði þegar blaðamaður Fréttablaðsins sló á þráðinn til Skotlands. Klúbb- urinn styrkir ýmis verkefni víða um heim sem tengjast golfíþrótt- inni og á hverju ári hljóta útvaldir nemar í golfvallarfræðum styrk. „Allir nemendur fá umsóknar- eyðublöð og geta sótt um styrk- inn. Í umsókninni þarftu að svara alls kyns flóknum spurningum og leggja fram 500 orða greinargerð. Svo er valið úr umsóknunum og nokkrir boðaðir í viðtal í klúbb- num hjá þriggja manna nefnd,“ segir Hafliði, sem var heldur betur hissa þegar í ljós kom að hann hefði hlotið styrk og ekki bara einhvern styrk heldur stærsta styrkinn sem í boði var. „Það voru veittir tveir svokallaðir UK-styrkir upp á 1.500 pund sem komu í hlut Íra og Skota en styrk- urinn sem ég hlaut var upp á 2.500 pund og kallast European schol- arship,“ segir Hafliði og viðurkennir að hann sé dálítið montinn með sig. „Ég er rosalega ánægður með þetta. Þeir sem ég hef talað við hamast við að benda mér á að peningarnir séu algjört aukaatriði í þessu. Royal and Ancient golfklúbburinn er mjög virtur og þetta er viðurkenning sem ég á eftir að búa að lengi, mun lengur en peningarnir end- ast. Þarna liggur líka heilmikil vinna að baki. Það er ekki eins og ég hafi unnið þetta í happdrætti eða þeir hafi séð aumur á mér af því ég er blankur Íslendingur,“ segir Hafliði og hlær. Viðurkenningarathöfnin fór fram um síðustu helgi í einu helg- asta musteri golfsins – Klúbbhúsi Royal and Ancient golfklúbbsins í St. Andrews. Hafliði segir að það hafi verið afar sérstakt að koma inn í bygginguna enda fær ekki hver sem er að stíga fæti þar inn. „Aðeins meðlimir klúbbs- ins fá að koma inn í húsið svo þetta var svona eins og að fá inn- göngu í Páfagarð. Klúbburinn hefur verið starfræktur frá árinu 1754 og þarna inni er að finna sögu golfsins næstum eins og hún leggur sig. Þetta er klúbburinn sem setti golfreglurnar sem allir klúbbar í heiminum fara eftir,“ segir Hafliði, sem klæddist að sjálfsögðu skoskum búningi við viðurkenningarathöfnina. „Ég leigði mér dress fyrir tilefnið,“ segir hann og bætir því við að skotapilsið sé einstaklega þægi- legur klæðnaður. „Ég held að þróun síðbuxna hafi verið mikið feilspor og skil ekki hvers vegna karlmenn létu hafa sig út í að taka þátt í henni.“ Hafliði er ánægður með námið í Elmwood College enda er skól- inn einn sá besti í heiminum þegar kemur að golfvallarfræð- um. „Skotarnir kunna þetta og námið hefur verið mjög skemmti- legt. Við lærum í rauninni allt sem hægt er að læra um golfvelli, allt frá fræðum um áburð og jarð- veg upp í sögu golfvallanna,“ segir Hafliði, sem sér fram á starfsframa á þessum vettvangi þegar heim er komið. „Það eru ekki margir Íslendingar með þessa menntun og ég held áfram að vinna fyrir Golfklúbb Kópa- vogs og Garðabæjar þegar ég kem heim. Það er alveg nauðsyn- legt að breyta til annað slagið og það væri óskandi að fleiri hefðu kjark til að gera eitthvað svona.“ Hlaut hæstu viðurkenningu klúbbsins Hjá LCN naglaskólanum er ekki einungis boðið upp á nám í nagla- ásetningu á íslensku heldur geta erlendir nemendur einnig fengið kennslu á rússnesku, þýsku og ensku. „Það er mikið af útlending- um í landinu og við höfðum áhuga á að bjóða þeim upp á kennslu í þessu fagi,“ segir Linda Sig. Aðal- björnsdóttir, framkvæmdastjóri skólans og eigandi snyrtistofunn- ar Heilsa og fegurð. Hugmyndin að kennslu fyrir erlenda nemendur er komin frá Anastasiu Pavlova sem starfar á stofunni hjá Lindu. Anastasia er rússnesk en hefur búið hér á landi í þrettán ár. Hún er snyrti-, nagla- og förðunarfræðingur og ekki nóg með það heldur talar hún líka íslensku, þýsku, ensku og rúss- nesku reiprennandi. „Mig langaði að gefa fleira fólki tækifæri á að læra þetta fag. Ég þekki margar erlendar konur hér á landi og veit að margar hafa áhuga á að læra eitthvað gagnlegt en koma sér ekki í það vegna þess að kennslan er á íslensku,“ segir Anastasia, sem þekkir það vel sjálf að flytja á milli landa. „Pabbi minn var sendi- herra og ég hef búið í ýmsum lönd- um. Ég er rússnesk en er fædd í Austurríki. Við bjuggum líka í þýskalandi í mörg ár og ég hef líka búið í Bandaríkjunum. Svo kom ég hingað til Íslands þegar pabbi gerðist sendiherra hér,“ segir Anastasia, sem er nú þegar komin með tvo rússneska nemendur. Eftir útskrift frá naglaskólan- um hefur nemandinn rétt á að kalla sig naglafræðing og Linda segir að námið gefi mikla mögu- leika. „Nemendur útskrifast með diplóma sem er viðurkennt um allan heim. Með það í höndunum færðu vinnu sem naglafræðingur á hvaða snyrtistofu sem er eða getur sett upp þitt eigið fyrirtæki. Þetta er því gott tækifæri fyrir erlendar konur sem langar að koma sér af stað í atvinnulífinu,“ segir Linda. Naglaásetning á rússneskuMARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttu Stöðvar 2 alla virka daga Fjölgum útlendingum Hvar skyldu þau nú vera? Vökulir laganna verðir Fyrsta sinn í splitt á báðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.