Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 31

Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 31
Ákveðið hefur verið að skipta upp fyrirtækinu Kreditkort hf. og færa útgáfu greiðslukorta og þjónustu við þau yfir í nýtt dóttur- félag. Breytingin verður kynnt nánar af hálfu fyrirtækisins í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins er ákvörðunin tekin að frumkvæði eigenda fyrirtækisins og gerð með hliðsjón af samkeppnisreglum. Sérstaða Kreditkorts hf. meðal greiðslumiðlunarfyrirtækja hefur verið útgáfa eigin greiðslukorta, en eftir breytinguna keppir fyrir- tækið ekki lengur við bankana og fleiri í útgáfu þeirra. Bankastofn- anir hafa um árabil gefið út kort sjálfar. Þannig gefur Visa ekki út greiðslukort. Samkeppnisyfirvöld eru með greiðslukortamarkaðinn til skoð- unar og þá sérstaklega yfirburða- stöðu Kreditkorts hf., sem er með MasterCard á sínum snærum og Greiðslumiðlunar hf, sem er með Visa, en ekki er vitað hvernær henni muni ljúka. Kreditkort hf. er í eigu Glitnis banka sem á yfir helming í fyrir- tækinu, Landsbanka Íslands sem á um fimmtung og svo sparisjóð- anna. Glitnir og Kaupþing sömdu í sumar um skipti á eignarhlut sínum í Greiðslumiðlun og Kredit- korti. Kreditkorti hf. verður skipt upp Stofnað verður dótturfélag til að annast útgáfu og þjónustu vegna greiðslukorta. Glitnir hefur gengið frá samning- um um útgáfu skuldabréfa að upphæð 500 milljónir evra, sem jafngildir tæplega 45 milljörðum íslenskra króna, á föstum vöxtum sem nema 4,375 prósentum, með gjalddaga árið 2010. Fram kemur í tilkynningu bankans til Kauphallar að þetta sé fyrsta opinbera skuldabréfa- útgáfa Glitnis í evrum frá því í júní 2005. Íslensku bankarnir hafa til þessa að mestu látið vera að sækja fjármagn á Evrópu- markað með þessum hætti eftir þær sviptingar sem urðu á mörk- uðum fyrri hluta síðasta árs, utan tæplega 12 milljarða króna útgáfu Kaupþings í Sviss fyrr í þessum mánuði. Umsjón með skuldabréfa- útgáfu Glitnis var að þessu sinni í höndum ABN Amro og Deutsche Bank, en nær tvöföld umfram- eftirspurn var eftir bréfum í útboðinu. „Í viðtökunum sem þetta skuldabréfaútboð fær felst mikil hvatning,“ segir Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Glitnis, og telur umræðu um íslenskt efnahagslíf í meira jafnvægi en áður. Glitnir gefur aftur út bréf í Evrópu Novator, fjárfestingarfélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fengið bandaríska fjárfest- ingarbankann Lehman Brothers til ráðgjafar um hugsanlega sölu á öllum hlutum félagsins í búlg- arska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC, sem var einkavætt fyrir þremur árum. Ákvörðun liggur ekki fyrir um hvort hluturinn verði seldur. Áhugi fjárfesta á BTC mun hafa aukist eftir að Búlgaría gekk í Evrópusambandið um síðustu áramót en við það var fjármögnun til fyrirtækjakaupa í landinu auð- veldari en áður. Novator á hluti í fjölda síma- fyrirtækja víða í Evrópu, meðal annars í Póllandi, Grikkland og í Finnlandi. Þá átti félagið tékk- neska símafélagið Ceske Radio- kommunicace, CRa, en seldi hann undir lok nóvember í fyrra. Hluturinn í BTC, sem Novator tryggði sér fyrir tveimur árum, er stærsta eign fjárfestingafé- lagsins í símafyrirtækjum í Evr- ópu. Verðmæti þess hefur fimm- faldast frá einkavæðingu og nemur markaðsvirði þess nú um 1,7 milljóna evra, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að verðmæti hlutar Novators í símafyrirtækinu hlaupi á tæpum 99 milljörðum íslenskra króna. Novator skoðar sölu á BTC Fjárfestingarbankinn Lehman Brothers gefur Novator ráð varðandi tilboð.Króatíska samheitalyfjafyrir-tækið Pliva hefur lagt fram kæru á hendur HANFA, fjármálaeftir- liti Króatíu. Pliva upplýsti um málið í gær og segir kæruna lagða fram í kjölfar athugasemdar HANFA um að fyrirtækið hafi haldið verðmyndandi upplýsingum frá hluthöfum á tímabilinu 13. til 17. mars síðastliðinn. Upplýsingarnar vörðuðu bréf Actavis til fyrir- tækisins sem þá stefndi að kaupum á því, sem Pliva segir að hafi ekki falið í sér formlegt til- boð og því ekki borið að upplýsa um það strax. Formlegt boð hafi borist 17. mars og þá frá því greint ásamt þeirri staðreynd að stjórninni þætti það óviðunandi. Pliva segist fylgja tilmælum HANFA og upplýsa þá sem kunna að hafa selt bréf sín á umræddu tímabili um niðurstöðu eftirlits- ins. Actavis reyndi fjandsamlega yfirtöku á Pliva, en laut í lægra haldi fyrir bandaríska lyfjarisan- um Barr Pharmaceuticals í slagn- um. Pliva kærir HANFA Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is • Póstsendum um allt land Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 og sunnud. 12–16 Mótorhjólakerra 751, ver› áður 89.900 kr. Nú 67.900 kr. Daxara 238, ver› áður 238.000 kr. Nú 177.900 kr. Daxara 239X4, ver› áður 339.379 kr. Nú 253.900 kr.aútsa la
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.