Fréttablaðið - 25.01.2007, Síða 35

Fréttablaðið - 25.01.2007, Síða 35
Marc Jacobs sem oft er nefnd- ur „grunge“-gúrúinn, opnar nýja þemaverslun í London í byrjun tískuvikunnar í London sem hefst 12. febrúar. Samtímis verður dömulínan ásamt fylgihlutum, kynnt til sögunnar í verslunarkeðjunni Selfridge á meðan öll hönnunarlína Jacobs er á boðstólum í þemaverslununni. Marc Jacobs er kannski þekkt- astur fyrir sinn sérstaka „grunge“- stíl í bland við stílhreinan einfald- leika ásamt því að endurskapa hönnun Louis Vuitton tískuhússins árið 1997. Marc Jacobs er mikið uppáhald stórstjarna á borð við Stellu Tenn- ant, Liv Tyler, Charlotte Ramp- ling, Sophiu Coppola og Jennifer Lopez. Hann er fæddur í New York árið 1963 og ólst upp hjá ömmu sinni sem kenndi honum að prjóna. Amma hans prjónaði lokaverkefn- ið hans frá Parsons School of Design árið 1984, en með þeirri línu vann hann hin þekktu hönnun- arverðlaun Perry Ellis Golden Thimble Award. Hann byrjaði strax að hanna undir eigin nafni og var ekki lengi að ná toppnum í hönnunarheimin- um. Árið 1988 var hann ráðinn af Perry Ellis og fékk þar gælunafn- ið „grunge“-gúrúinn fyrir hönnun sína árið 1992. Jacobs hætti hjá Ellis ári síðar og hóf að hanna undir eigin nafni á ný árið 1994. Árið 1997 endurskap- aði hann hönnun Louis Vuitton, en einbeitir sér nú að eigin línu. www.marcjacobs.com Marc Jacobs opnar búð í London Sígild litasamsetning í heldur óvenjulegum útsetningum. Portúgalski fatahönnuðurinn Felipe Oliveira Baptista var meðal þeirra sem sýndu verk sín í París nú á dög- unum, en þar fer fram hver tískusýningin á fætur ann- arri um þessar mundir. Felipe er meðal rísandi stjarna í tískuheiminum um þessar mundir, en hönnun hans þykir óvenjuleg og áræðin. Hann leikur sér mikið með form og setur þannig saman flíkur sem virka einfaldar í fyrstu sýn en eru það ekki þegar betur er að gáð. Hestar virðast hafa átt sinn þátt í að veita þessum framúrstefnulega hönnuði innblástur fyrir næstu vor- og sumarlínu hátískunnar í París, en undarleg höfuð- föt og skófatnaður sem minnir á hófa var meðal þess sem fyrirsætur á hans vegum báru þegar þær tipluðu niður pallana síðastliðinn mánudag. Svarthvítar hetjur NÝ SENDING GLÆSIBÆ S: 553 7060 Skór & fylgihlutir GLÆSIBÆ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.