Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 43

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 43
Kartöfluættin er í þriðja sæti þeirra plöntuætta sem mannkynið ræktar til matar. Í fyrsta sætinu er grasættin með allar sínar korn- tegundir og í annað sætið fer ertublómaættin með ótal baunategund- ir. Korn, baunir og kartöflur er undirstaða hins daglega brauðs fyrir meginþorra alls fólks í heiminum og um 98% alls ræktunarlands fer undir þennan jarðargróða. En það eru ekki bara kartöflur sem máli skipta í kartöfluættinni. Til hennar teljast líka mikilvægar matjurtir eins og eggaldin, paprika og tómatar. Og reyndar mun fleiri tegundir, svo sem tóbak, sem ekki verða gerðar hér að umtalsefni. Hér fara á eftir nokkur orð um tómata í framhaldssöguformi, því rýmið er tak- markað. Þegar Spánverjar gerðu sig heimakomna í Nýja-heiminum gættu þeir grannt að lifnaðarháttum heimamanna þar og ekki síst að því hvað innfæddir lögðu sér til munns. Fyrr en varði hafði Spánverjun- um tekist að ná saman góðum lista af matjurtum sem óþekktar voru Evrópumönnum á þeim tíma. Og það var ekki nóg með það, heldur fengu þeir sýnishorn af öllu og fluttu til ræktunar í heimalandinu austan Atlantshafs. Eina af þessum jurtum fengu þeir hjá Aztekum, jurtkenndan hálfrunna með rauðum berjum á stærð við þrastaregg. Aztekar kölluðu plöntuna „xitomatl“ en berin „tomatl“ – svona skrif- að án þess að „ellið“ sé borið fram. Azteka-nafnið þýðir eiginlega bara „þessi frískandi safaríku“ og forskeytið „xi“ – framborið „sjí“ er tilvísun á plöntuna sem tómatarnir vaxa á. Flóknara er það ekki! Tómat-nafnið eins og við notum það er sem sagt komið úr aztekamáli, nánar tiltekið Nahuatl-mállýskunni, og hefur fleytt kerlingar inn í flest tungumál veraldar og mun líklega sitja fast í íslenska orðaforð- anum það sem eftir er, öllum að meinalausu vonandi. Uppruni tómataræktunar er ekki alveg augljós. Eins og kartaflan og paprikan voru tómatar til í mörgum gerðum þegar Spánverjar komu að. Margt virðist benda til að ræktun á tómötum hafi byrjað á ýmsum stöðum, nokkurn veginn sjálfstætt. Útbreiðsla tegundarinnar sem er meginuppistaðan í genamengi ræktaðra tómata nær frá Mexíkó til háfjalladala í Perú og fer í gegn um útbreiðslusvæði annarra náskyldra tegunda sem hún blandast auðveldlega. En upprunalega er um tvær deilitegundir að ræða. Á norðursvæðinu, þ.e. í Mexíkó, bera tómatplönturnar stóra klasa með smágerðum, allt að því hnöttóttum tómötum. Þaðan eru „kirsiberjatómatar“ komnir. Í Perú bera klasarn- ir stærri og ögn ílengri tómata, þeir eru af „plómugerðinni“. Um allt svæðið þarna á milli voru til tómatar af margvíslegri stærð, lögun og lit. En stórir tómatar sem líktust „bufftómötum“ munu líka hafa verið komnir fram sem stökkbreyting í ræktuðum tómötum á því svæði sem nú er Panama og Hondúras áður en Spánverjar komu til sögunn- ar, en þessir tómatar komu ekki inn í ræktunarsögu alls heimsins fyrr en öldum síðar. Tómatarnir sem Spánverjar komu fyrst með til Evrópu árið 1520 voru „kirsiberjatómatar“ og í fyrstu voru þeir einkum ræktaðir til skrauts og sýningar, enda þótt vel væri staðið að því að kynna þessa nýju guðsgjöf. Fólk var tregt til að borða framandi ávöxt af plöntu sem hafði orð á sér að vera vera ögn eitruð eins og þær tegundir sömu ættkvíslar sem menn þekktu í Gamla-heiminum. En í nýlendum Spánverja var tómötunum tekið höndum tveim umsvifalaust. Ítalir höfðu orðið sér úti um tómatfræ strax í upphafi sextándu aldar og fóru lengri leiðina, því þeir fengu fyrst gula tómata frá Tyrklandi, hvernig svo sem Tyrkirnir komust yfir þá. Á Ítalíu ríkti ekki sami ótt- inn við hið ókunna. Ítalirnir nefndu tómatana „pomi di oro“, gullepli, eftir gula litnum og síðan hafa allir tómatar heitið „pomodoro“ á ítölsku, hinn tyrkneski uppruni hafði slitið tengsl við tómatnafnið. Ítalir voru orðnir meistarar í tómatamatseld á tiltölulega stuttum tíma. Og að sjálfsögðu bárust þeim líka rauðir tómatar vestan frá Spáni ásamt uppskriftum að því hvernig væri best að matreiða þá: Fyrsta matreiðslubókin með tómatréttum kom svo út í Napólí árið 1692 og er sögð undir sterkum spænskum áhrifum. Við þessi tímamót má segja að saga tómatanna í nútímanum hefjist. Meira um það í næsta pistli. Gerið góð kaup, mörg húsgögn undir kostnaðarverði, full búð af nýjum vörum á tilboði. Útsala 10-70% afsl. 39.900 kr 13.500 kr Frá 16.900 kr 34.000 kr PARKET & GÓLF ÁRMÚLI 23 108 REYKJAVÍK SÍMI: 568 1888 FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.