Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 50

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 50
 { húsbyggjandinn } 6 Lýsingin á heimilinu skiptir mjög miklu máli og er eitt af því sem huga þarf að þegar nýtt hús er byggt. Lumex er lampaverslun og ráðgjafafyrirtæki þar sem ráðgjöfin felst í þekkingu á þeim lömpum sem fyrirtækið hefur til sölu. Starfsmenn Lumex hafa mikla reynslu í hönnun lýsingar. „Algengustu spurningarnar varð- andi lýsingu í dag eru annars vegar um innfellda halogen-lýsingu, díóðu-lýsingu sem er oft notuð sem næturlýsingu eða ratlýsingu og óbeina lýsingu þar sem notast er við flúrperur eða díóður,“ segir Charlotta Björk Steinþórsdóttir sem er tækniteiknari hjá Lumex. Hún segir talsvert hraða þróun hafa átt sér stað í stýringum sem tengjast m.a. lýsingu heimila. „Þar efst á baugi má nefna kerfi sem heitir Funk bus. Einnig starfrækjum við hjá Lumex teiknistofu sem tekur við stærri verkum,“ segir Charlotta. Fyrirtækið býður upp á hönn- un á úti- og innilýsingu en þetta á bæði við um nýbyggingar sem og eldri byggingar. „Það sem við þurf- um til að geta unnið okkar vinnu eru annars vegar grunnmyndir af húsunum eða íbúðunum. Best er að fá þær á tölvutæku formi en ef þær eru ekki fáanlegar er hægt að notast við útprentaðar grunnmyndir,“ segir Charlotta þegar spurt er um það ferli sem viðskiptavinir gagna í gegnum. „Viðskiptavinurinn getur annars vegar komið á staðinn og farið yfir byggingu hússins með sölumanni, lofthæð og óskir um lýsingu. Sölu- maðurinn kemur þeim skilaboðum síðan til teiknara sem gerir grunn- inn kláran fyrir lýsingarhönnuðinn. Næsta skref er síðan að lýsingar- hönnuður hannar lýsinguna eftir óskum og þörfum hvers og eins.“ Þegar þessu er síðan lokið tekur sölumaður teikninguna og gerir sölutilboð sem viðskiptavinurinn fær með teikningunni. „Teiknari klárar að útfæra teikninguna og hefur samband við kúnnann,“ segir Charlotta. Viðskiptavinurinn fær sent ein- tak í tölvupósti eða getur komið og fengið útprentun á verkinu. Allt þetta ferli tekur að meðaltali tíu virka daga og kostnaður vegna þess er allt frá 7.345 krónum. - egm Lýsing í nýbyggingum Fyrirtækið Lumex býður upp á hönnun á úti- og innilýsingu. Charlotta Björk Stein- þórsdóttir tækniteiknari segir talsverða þróun hafa átt sér stað í þessum efnum. Sífellt eru gerðar meiri kröfur til ljósastýringa á heimilum en Funk- Bus kerfið nýtur mikilla vinsælda. Einfalt er að forrita Funk-Bus og allar breytingar eftir að kerfið er komið upp. Funk-Bus hefur margt að bjóða og má þar meðal annars nefna að hægt er að slökkva öll ljós á heimilinu á leiðinni út og kveikja á mismunandi ljósum þegar heim er komið. Í kerfinu eru sendar og móttakarar. Sendar eru hreyfiskynjarar, veggsendar og handsendar í formi fjarstýringar eða lyklakippu. Upplýsingar af reykjafell.is Eins og úrvalið og möguleikarn- ir eru núna ættu allir að fá þann eldhúsvask sem þeim hentar best. Algengastir eru þeir úr stáli, enda eru þeir sterkir og endingargóðir. Ný efni hafa þó verið að ryðja sér til rúms, eins og silgranít og corian. Silgranít er sterkara efni en stálið og er framleitt í nokkrum litum. Corian er efni sem hægt er að móta hvernig sem er, og algengt er að fólk láti smíða vask og borðplötu úr Corian-efninu. Alltaf eru það einhverjir sem sækjast eftir að hafa vaskana undir borðplötunni til að vaskurinn verði ekki eins áberandi, á meðan aðrir sækjast eftir stórum vaski sem lætur mikið fyrir sér fara. Postulínsvaskar sem notaðir voru hér mikið áður fyrr eru að mestu leyti horfnir, og eru sérpantaðir að utan ef fólk sækist eftir þeim. Gallinn við postulínsvaskana er sá að það brotnar mikið upp úr þeim, enda eldhúsvaskar oft undir miklu álagi. Búið vel um uppvaskið Hvað er Funk-Bus?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.