Fréttablaðið - 25.01.2007, Síða 56

Fréttablaðið - 25.01.2007, Síða 56
 { húsbyggjandinn } 12 „Það er mjög merkjanleg aukning á byggingu íbúðarhúsnæðis hér á Húsavík og ég held að það sé fyrst og fremst vegna bjartsýni íbúa hér á svæðinu,“ segir Þórólfur Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri verk- takafyrirtækisins Norðurvíkur á Húsavík. „Fólk hefur miklar væntingar vegna umræðu um atvinnuupp- byggingu hér í bænum og sú bjart- sýni skilar sér í aukinni eftirspurn eftir húsnæði.“ Norðurvík hefur nýlega reist stórt raðhús í bænum og segir Þórólfur að þær íbúðir hafi selst á mjög skömm- um tíma. Fyrirtækið fæst þó ekki bara við smíði íbúðarhúsnæðis held- ur sér fyrirtækið um alhliða smíða- vinnu. „Við erum núna að vinna að byggingu Gljúfrastofu í Ásbyrgi fyrir Umhverfisstofnun. Þar er verið að endurbyggja fjárhús og hlöðu sem verða upplýsingamiðstöð og sýningarsalur.“ Norðurvík er einn- ig að reisa nýtt pósthús á Húsavík sem tekið verður í notkun 17. júní næstkomandi. „Þetta er gjörbreytt aðstaða fyrir Póstinn hér í bænum. Aðgengi fyrir póstbíla er allt betra og starfsmannaaðstaða rýmri.“ Það starfa um 25 manns hjá fyr- irtækinu og segir Þórólfur fjölgun starfsfólks hafa haldist í hendur við aukin verkefni. „Við höfum auk þess að vinna hér á nærsvæðinu einnig unnið töluvert á Austurlandi,“ segir Þór- ólfur. Hann segir að fyrir utan húsa- smíðar bjóði fyrirtækið einnig upp á smíði eldhúsinnréttinga og sé hægt að koma með eigin hugmynndir til Norðurvíkur sem framkvæmi þær. „Við höfum smíðað mikið úrval eld- húsinnréttinga og erum að selja um allt land.“ -öhö Aukin eftirspurn Þórólfur Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Norðurvíkur á Húsavík, segir aukna eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Húsavík og ástæðan sé bjartsýni fólks á svæðinu. Fyrir- tækið vinnur nú að byggingu nýs pósthúss í bænum sem tekið verður í notkun í sumar. Metnaðarfull hönnun virðist teygja sig inn á öll svið heimilisins og er áhersla lögð á minnstu smáatriði. Rofar og innstungur eru meðal þess sem tekið hefur miklum stakka- skiptum hvað hönnun varðar og er ekki lengur bara um hvítt plast að ræða fyrir rofana. S. Guðjónsson í Kópavoginum selur vörur frá Gira sem er í senn einföld rofahönnun og tæknilegur rafbúnaður fyrir heimilið í heild sinni. Tæki og einingar í Gira-vöru- línunni eru til í miklu úrvali og eru yfir 40 gerðir til. Gira-kerfið getur samhæft allt rafkerfi hússins, bæði innandyra og utan og til að mynda er hægt að kveikja öll ljós í húsinu með einum takka. Samsetningar- möguleikar virðast vera endalausir og með uppsetningu einnar mið- stöðvar hægt að stýra öllu í húsinu, og þegar farið er úr húsi er hægt að slökkva öll ljós, slökkva á eldavél, ræsa þjófavörn og jafnvel draga fyrir gluggana eða setja upp sólar- vörn, allt með einu handtaki. Aftur á móti er Gira líka fyrir þá sem vilja einfaldlega hafa fallega rofa á veggjunum eða skipta um ítölsku innstungurnar (ticion) sem leynast víða í húsum og eru til vandræða vegna þess að til þess að nota þær þarf millistykki. - keþ Rofar fyrir nútímaheimili laugavegi 47 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is Brauðristar- gæðaeftirlit J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl.is • S ÍA Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma. Rowlett ristar hratt, vel og nákvæmlega og er fljót að borga sig upp því þú kaupir eina og átt hana svo alla ævi. Rowlett brauðristar fást í mörgum stærðum, með og án samlokugrindar. Þær hafa verið handsmíðaðar í 60 ár og hvert einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæðaeftirlitið með öllu þessu ristaða brauði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.