Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 62

Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 62
Baujan er aðferð til að stjórna eigin líðan. Nú er komin út bók um hana eftir Guðbjörgu Thoroddsen. Guðbjörg hefur sjálf byggt upp og þróað aðferðir sem hún nefnir Baujuna og kennt þær um alllangt skeið. Bókin sem hún hefur nú gefið út er framhald af þeirri vinnu og nafnið er táknrænt því baujur eru leiðarljós og vegvísar. Með lestri bókarinnar getur hver og einn tileinkað sér þá þekkingu sem þarf til að styrkja sjálfsör- yggi sitt og vellíðan að sögn Guð- bjargar. Vegna mikillar eftirspurn- ar segir hún fyrirhugað að þýða Baujuna á ensku svo hún verði til- tæk fleirum en Íslendingum. Guðbjörg er leikaramenntuð og segir það hafa komið sér til góða við að finna upp Baujuna. „Leikar- inn þarf andlega og líkamlega slök- un til að geta kastað sér í hvaða hlutverk sem er og jafnframt að vera í stöðugu sambandi við til- finningaróf sitt. Þetta lærði ég að heimfæra upp á daglega lífið. Þegar hugurinn er í jafnvægi og við erum í góðum tengslum við til- finningar okkar kemur innbyggt lækningakerfi okkur til hjálpar ef eitthvað bjátar á,“ útskýrir hún. Guðbjörg dvelur nú í Kenía í Afríku. Þar hefur hún haldið kennslufyrirlestra um Baujuna og einnig tekið að sér einstaklinga sem þurfa á hjálp að halda. „Fólk hér í Afríku er áfjáð í sjálfsstyrk- ingu enda eru erfiðleikar þess meiri en nokkrum manni eru holl- ir,“ segir hún og nefnir sem dæmi munaðarlausa 12 ára stúlku á heim- ilinu Diani Childrens Village sem hefur búið við afar erfið skilyrði á sinni stuttu ævi. „Foreldrar hennar og bróðir dóu úr eyðni og hún hraktist stað úr stað. Stundum í stöðugri límvímu til að gleyma sorgum dagsins, ofbeldi og vanlíð- an,“ segir Guðbjörg og heldur áfram. „Eftir kennslufyrirlestur fyrir starfsfólk heimilisins var ég beðin að setjast niður með stúlk- unni til að kanna hvort Baujan gæti orðið henni til hjálpar. Eftir fimm stutta fundi með henni er hegðun og líðan hennar gjörbreytt og hún horfir nú glöð og vongóð til fram- tíðarinnar.“ Baujan sjálfshjálparbók verður til sölu í allnokkrum bókabúðum en fólki er einnig bent á heimasíðu Baujunnar, www.baujan.is. Baujan virkar á Íslandi og í Afríku Tvær mínútur í örbylgjuofni drepa 99 prósent sýkla á upp- þvottaburstum. Matareitrun er algengari en marg- ir telja. Hún er sjaldnast alvarleg en þeim mun oftar óþægileg. Ein af uppsprettum baktería sem valda matareitrun eru uppþvotta- burstar og -svampar. Tveggja mínútna bakstur í örbylgjuofni drepur 99 prósent sýkla sem lifa á þessum áhöldum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Það eru ekki örbylgjurnar sem valda dauða bakteríanna heldur hitinn. Best er að hafa áhöldin örlítið blaut til að auka áhrifin og minnka líkur á að kveikja í þeim. Hitunin drepur meðal annars saurgerla á 30 sekúndum og drep- ur algjörlega ýmsar Bacillus-bakt- eríur sem erfitt getur reynst að losna við. Eldhúsáhöld í örbylgjuna Hvernig mannslíkaminn stjórnar hreyfingum sínum er ráðgáta. Nú hafa frændur vorir Danir flækt þessa gátu enn frekar. Danskir vísindamenn hafa komist að því að í mænunni fyrirfinnast handahófskennd boð. Hingað til héldu vísindamenn að slík boð væri einungis að finna í heilanum sjálfum. Vöðvum er stjórnað af þúsund- um taugafrumna sem með rafboð- um gera nákvæmnishreyfingar okkar mögulegar. Þrátt fyrir að sama hreyfingin sé endurtekin nákvæmlega eru allt önnur tauga- boð í gangi í hvert skipti. Það að boð í mænu séu ekki mekanísk heldur handahófskennd vekur upp spurningar um hvort einhvers konar hugsun sé að finna í mænunni. Hugsun í mænunni 90% heimila ná Sirkus TV á ADSL kerfinu, Breiðbandinu, Digital Ísland en einnig er hægt að ná Sirkus TV með venjulegu UHF loftneti www.minnsirkus.is/tv
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.