Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 76

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 76
nám, fróðleikur og vísindi Munnleg saga þykir áhrifa- rík aðferð innan sagnfræði. Frásagnir og endurminn- ingar óbreytts fólks þykja ljúka sagnfræðingum upp nýjar gáttir að skilningi að sögunni en ritaðar heim- ildir þykja fremur horfa til sögu valdastéttanna. „Við erum að fara af stað með þessa miðstöð því okkur hefur fundist brotalöm á ákveðnum þætti í okkar menningu. Við höfum lagt mikla áherslu á að varðveita ritaðar heimildir en þær munnlegu hafa fengið að sitja á hakanum,“ segir Guðmund- ur Jónsson sagnfræðingur, einn þeirra sem koma að opnun Mið- stöðvar munnlegrar sögu. Mið- stöðin verður opnuð við hátíðlega athöfn í Landsbókasafni Íslands á morgun um klukkan þrjú. Guðmundur segir miðstöðina ætla að beita sér fyrir söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðl- un á munnlegum heimildum sem snerta sögu lands og þjóðar. Hann segir munnlegar sögur helst ólík- ar þeimrituðu að því leyti að þær miðli fremur sögu alþýðunnar en valdhafanna. Munnlegar heimild- ir gefi fólki tækifæri til að nálg- ast söguna á nýjan og oft óvæntan hátt, því í henni fái raddir alþýðu- fólksins að hljóma, sem allt of sjaldan heyrist í opinberum sagnaritum. „Mikil vakning varð meðal sagnfræðinga í kringum 1970 á munnlegri sögu og hefur hún notið hylli víða um lönd síðan. Einhverra hluta vegna hefur hún þó aldrei náð almennilegri fót- festu hér á landi,“ segir Guð- mundur en nefnir sem líklega skýringu að lítið hafi verið lagt stund á samtíma sögu hér á landi. Guðmundur hvetur fólk til að senda upptökur sem það telur eiga erindi við miðstöðina. Upp- tökurnar verði færðar yfir á staf- rænt form og frumeinktakið sent til eigendanna aftur. Við opnunina verður tekin í notkun vefsíðan munnlegsaga.is. „Okkar von er að þetta megi verða til þess að rödd alþýðufólks og skilningur þess á sögunni fái frekar að heyrast,“ segir Guð- mundur. Í tilefni af opnun Miðstöðvar- innar verður haldið norrænt mál- þing um munnlegar heimildir í húsnæði Odda, Háskóla Íslands, á laugardaginn. Nánari upplýsing- ar má finna á vefsíðu Háskólans. Alþýðuraddirnar hljóma „Það hefur ekki verið horft á kenn- ara sem leiðtoga á námskeiðum hér á landi og því fannst okkur áhugavert að snerta á þeim fleti. Báðar erum við nefnilega sann- færðar um að þessi stétt gegni leiðtoga hlutverki þótt það sé van- metið,“ segja Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir og Edda Kjartans- dóttir, verkefnisstjórar SRR símenntun hjá Kennaraháskóla Íslands. Eiríksína og Edda hafa báðar starfað við kennslu og stjórnun og segja þær reynslu sína af þeim störfum ýta enn frekar undir þá kenningu þeirra að kennarastarfið sé vanmetið leiðtogastarf. Úr þessu vilja þær bæta og í samræð- um þeirra á milli kviknaði hug- myndin að námskeiðinu „Býr leið- togi í þér“ sem þær eru nú að fara af stað með. Eiríksína segir að dregið hafi úr áhrifum kennara á eigin störf að undanförnu þar sem þeir séu undir stöðugum kröfum og leið- beiningum frá margs konar sér- fræðingum sem telji sig hafa fund- ið upp leiðarvísi að skólastarfi. Þær Edda og Eiríksína segja námskeiðinu ætlað að efla áhrifa- mátt kennara og gera þá að frekari gerendum í starfi sínu. „Við erum ekki að hnýta í þau störf sem kenn- arar vinna nú þegar heldur viljum við einfaldlega gera fólki og kenn- urum ljóst að kennarastarfið er leiðtogastarf og á að vera metið sem slíkt,“ segir Eiríksína að lokum. Kennarar vanmetir leiðtogar Umbætur í innflytjendamálum Gítarnámskeið - Einkatímar r Sími 581-1281 gitarskoli@gitarskoli.is • www.gitarskoli.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.