Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 82

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 82
Kl. 20.00 Tónleikar í Laugarborg, Eyjafjarðar- sveit. Þórunn Ósk Marínósdóttir víóluleikari og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari flytja íslensk samtímaverk eftir Þórð Magnússon, Hafliða Hallgrímsson og Kjartan Ólafsson. Tónleikarnir verða endur- teknir í Listasafni Íslands næstkom- andi laugardag kl. 17.30. ! Uppi varð fótur og fit þegar fjölfræðingurinn og tón- listarmaðurinn Dr. Gunni fékk styrk úr leiklistarráði í fyrra til að vinna söng- leik fyrir börn. Félagi hans í þeim ráðagerðum var leikarinn góðkunni Felix Bergsson. Leið og beið og kvisaðist að nýi söngleikurinn væri byggður á alræmdri barnaplötu Dr. Gunna, Abbababb, sem geymdi meðal annars Prumpulagið. Síðan frétt- ist að nýja verkið færi á fjalirnar í Hafnarfirði. Nú er hið sanna komið í ljós: leikflokkur Felix, Á senunni, og Hafnarfjarðarleikhúsið standa saman að nýjum söngleik fyrir börn. Söngleikurinn Abbababb byggir á frábærri barnaplötu Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, Dr. Gunna, sem kom út árið 1997 og seldist í þúsundum eintaka. Meðal þekktustu laga eru Prumpu- lagið fyrrnefnda, Systa sjóræn- ingi, Herra Rokk og fýlustrákur- inn og Rauða hauskúpan. Lögin eru hvert og eitt litlar sögur sem standa sjálfstætt en geta líka myndað skemmtilega heild. Abbababb gerist í lok sumars, einhvern tímann í kringum 1975, meðan allir krakkar voru úti að leika sér. Aðalkarakterarnir eru börnin í leynifélaginu Rauðu haus- kúpunni. Þau dreymir um að kom- ast á forsíðu Moggans fyrir að koma upp um hrikalega glæpi. Þe- gar dínamít fer að hverfa úr vinnuskúrum í nágrenninu fara dularfullir hlutir að gerast og æsi- spennandi atburðarás fer af stað. Þá reynir á Rauðu hauskúpuna, Herra Rokk og vini þeirra í hverf- inu... Listamenn sem koma að verk- efninu eru þekktir: Sigurjón Kjart- ansson leikur Herra Rokk, Jóhann G. Jóhannsson, Álfrún Örnólfs- dóttir og Orri Huginn Ágústsson leika krakkana í Rauðu hauskúp- unni, Atli Þór Albertsson og Sveinn Þór Geirsson leika stóru strákana og Jóhanna Friðrika Sæmunds- dóttir leikur Systu sjóræningja. Hljómsveitina skipa auk dr. Gunna, Birgir Baldursson og Elfar Geir Sævarsson. Jón Skuggi skap- ar hljóðmyndina. Leikmynd er verk Lindu Stefánsdóttur, Lárus Björnsson hannar lýsingu og bún- ingar eru hugarsmíð Dýrleifar Ýrar Örlygsdóttur og Margrétar Einarsdóttur. Sigríður Rósa Bjarnadóttir hannar gervi. Leik- stjóri söngleiksins Abbababb er María Reyndal. Og meira er í vændum: Geisla- diskur með tónlistinni í sýning- unni er tilbúinn. Á plötunni eru 16 skemmtileg lög. Birgir Baldurs- son og Dr. Gunni stjórnuðu upp- tökum. Heimasíða sýningarinnar er www.abbababb.is. Fram- kvæmdastjóri Abbababb er Felix Bergsson. Frumsýning er ákveðin 11. febrúar og þá er bara bíða spenntur. Skáldafélagsskapurinn Nýhil stendur fyrir upplestrarkvöldi í Stúdentakjallaranum við Hring- braut í kvöld. Skáldin þreyja þorrann líkt og aðrir landsmenn og munu nokkrir „súrsaðir og sviðnir kjammar“ troða upp og lesa ljóð sín og verða þar bæði óvæntir nýliðar sem og annálaðir góðkunningjar Nýhil- samsteypunnar. Á lista afreksfólksins má finna Gísla Hvanndal Ólafsson, Þórdísi Björnsdóttur, Ingólf Gíslason, Unu Björk Sigurðardóttur, Örvar Þóreyjarson Smárason og Björk Þorgrímsdóttur. Dagskráin hefst kl. 20.30. Aðgangur að samkomunni er ókeypis og eru ljóðaunnendur og annað andans fólk hvatt til að mæta. Þrælar þorrans Hljómsveitirnar Vicky Pollard, Út-Exit, Gordon Riots og Foreign Monkeys leika á vegum Fimmtu- dagsforleiks Hins hússins í kvöld. Foreign Monkeys eru sigurveg- arar Músíktilrauna árið 2006. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er allir 16 ára og eldri velkomnir. Að venju er frítt inn. Fimmtudagsforleikur Hins hússins er tónleikaröð sem er hugsuð sem vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára til að koma tónlist sinni á fram- færi jafnframt því að fá reynslu í því að sjá um tónleika. Tónleika- raðirnar byggja á þeirri hug- myndafræði að: útvega aðstöðu og tækjabúnað til tónleikahalds og búa með því til vettvang í sam- starfi við ungt tónlistarfólk þar sem að það getur öðlast reynslu í því að halda tónleika og koma tónlist sinni á framfæri. Fimmtudags forleikurinn Styður við menningarlífið Stórskemmtileg sýning um kostulega konu! Ólafía Hrönn í ham! Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Ekki missa af... 2400 ára snilld! Merkilegur menningarviðburður! Stórbrotin uppsetning! b akkyn jur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.