Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 84

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 84
Framlag Sinfóníuhljómsveitar Íslands til Myrkra músíkdaga að þessu sinni er glæsilegir tónleikar þar sem kynnt verða fjögur verk eftir jafnmörg tónskáld. Sveitin flytur, ásamt einleikurunum Guðrúnu Birgisdóttur og Marti- al Nardeau, verk eftir Karól- ínu Eiríksdóttur, Herbert H. Ágústsson, Erik Mogensen og Örlyg Benediktsson. Hljómsveitarstjóri er Roland Kluttig. Tónlistarunn- endur kannast við verk Karólínu Eiríksdóttur en hún hefur starfað ötullega að sköpun sinni um árabil. Nýlega frumsýndi Íslenska óperan verk hennar Strengja- leiki en að þessu sinni verður konsert á efnisskránni sem Karolína samdi sérstak- lega fyrir ein- leikarana, hjónin Martial Nardeau og Guðrúnu Birgisdótt- ur. Hafa þau átt farsælt samstarf við tónskáld- ið sem áður hefur samið verk fyrir þau, bæði dúó- og einleiksverk. Herbert H. Ágústsson stundaði tónlistarnám í Graz og var horn- leikari í Fílharmoníuhljómsveit- inni í Graz á árunum 1945 til 1952 en þá kom hann til Íslands og gerð- ist fyrsti hornleikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Verkið „Conc- erto breve“ samdi Herbert árið 1965 en Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verkið fyrst árið 1971. Örlygur Benediktsson hóf tón- listarnám í Hafralækjarskóla, lærði síðan hjá tréblásarameistur- um Tónlistarskólans í Reykjavík og að því loknu hóf hann nám í tón- fræðadeild skólans. Framhalds- nám sitt stundaði hann við rúss- nesku Ríkiskonservatoríuna í St. Pétursborg. Tónverk hans „Eftir- leikur“ er fyrsta verkið sem Sin- fóníuhljómsveit Íslands flytur. Tónleikarnir hefjast að vanda kl. 19.30 í Háskólabíói. Í tilefni Myrkra músíkdaga Fjórar ungar konur úr tveimur ólíkum löndum deildu vist í Arn- hem við nám í samningu list- dansa í ArtEZ-skólanum. Tvær þeirra voru íslenskar, menntaðar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands, hinar komu frá Ísrael. Þeim var falið það verk að setja saman hugmynd að danssýningu og datt þá í hug að leiða saman tvo ólíka heima. Hugmyndinni var vel tekið en það var ekki fyrr en komið var að skilnaðarstund að upp rann ljós; innrásin í Líb- anon stóð sem hæst. Nú eru þær komnar hingað til lands allar fjórar og á föstudag og laugardagskvöld verða þær með sýningu: Víkingar og gyð- ingar kallast hún og er sett saman úr þremur dansverkum og einni stuttmynd. Sér til liðsinnis hafa þær stöllur ellefu unga tónlistar- menn úr skóla FÍH. Verkin eru ólík: Margrét segir eitt þeirra afstrakt, annað hafa beina tilvís- un í hryðjuverk. Þau standi nær leikverkum og myndverkum í rými en beinlínis dansi. Þær stöllur, Margrét Bjarna- dóttir, Sara Sigurðardóttir, Annat Eisenberg og Noa Shadur náðu vel saman. Þeim var ljóst hvað hlutskipti þeirra voru ólík: stelp- urnar frá Ísrael rifjuðu upp þá daga þegar þær urðu að fara í skólann með gasgrímur í poka meðan Persaflóastríðið stóð sem hæst. Þó þær næðu vel saman var heimur þeirra ekki einn - eða bjuggu þær þrátt fyrir það sama heiminn. Margrét segir að verkefnið hafi orðið til með stuðningi verk- efnis Evrópusambandsins - Ungt fólk í Evrópu. Hún er hvergi bangin að koma heim og taka upp þráðinn við frekari dansasamn- ingu þegar þessari lotu lýkur. Þær Saga ætla að reyna að vinna saman að frekari verkefnum. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort þær komast með vinkonum sínum til Ísrael til að sýna þar. Það er erfiðara að finna fjár- magn til sýninga þar en hér. Þær voru svo heppnar að komast í samband við Hafnarfjarðarleik- húsið, en þar standa nú yfir æfingar á tveimur verkum, Abbababb, barnarokksöngleik dr. Gunna og Felix Bergssonar og verki sem byggir á Drauma- landi Andra Snæs. Skammt er í frumsýningingu á Abbababb og var danssýningu þeirra vin- kvenna skotið inn. Einungis eru fyrirhugaðar sýninga á föstu- og laugardagskvöld. Gyðingar og víkingar Samkeppnin eykst enn milli háskólanna í landinu og eru menn teknir að merkja sér ný svið: í gær var tilkynnt að Háskólinn á Bif- röst, Íslenska óperan og Félag íslenskra hljómlistarmanna kæmi að stofnun Rannsóknaseturs í menningarfræðum við Háskólann á Bifröst. Við setrið skulu stund- aðar rannsóknir á sviðum sem tengjast listgreinum og öðrum sviðum menningar. Á Bifröst hafa menn um tveggja ára skeið staðið fyrir meistaranámi í menningar- og menntastjórnun með það að markmiði að þjálfa stjórnendur í mennta- og menningarlífi. Á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan farið var af stað með þetta nám hefur fjölbreyttur hópur fólks úr menningar- og listalífi, skólakerf- inu og fleiri sviðum samfélagsins stundað þetta nám á Bifröst og útskrifuðust fyrstu nemendurnir í fyrra. Menningarstarfsemi er veigamikill þáttur í íslensku sam- félagi og skilar verulegum efna- hagslegum og andlegum verðmæt- um og er tónlistin skýrt dæmi um slíkt. Hefur nýráðinn rektor á Bif- röst, dr. Ágúst Einarsson, lagt sig fram um að kanna framlegð og umfang menningarstarfsemi og flutt um það erindi víða, síðast á aðalfundi Bandalags íslenskra listamanna í Borgarnesi um síð- ustu helgi. Frekari rannsóknir á þessum sviðum eru nauðsynlegar til að efla listgreinar enn frekar. Stofnaðilar skuldbinda sig til að leggja setrinu lið eftir föngum, með ráðgjöf, aðstoð, kennslu eða á annan hátt. Segir í yfirlýsingu þeirra að rannsóknir skuli taka mið af íslenskum og erlendum aðstæðum og niðurstöður rann- sókna skulu birtar á aðgengilegan hátt og vera grundvöllur umræðu um menningarmál í íslensku sam- félagi. Rannsóknasetur stofnað „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.