Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 86

Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 86
Frábærlega leikin mynd sem kemur í kjölfar Barna og gefur þeirri mynd lítið eftir. Áhrifarík mynd sem á fullt erindi við samtímann. Kvikmyndagerð í hæsta gæðaflokki. Krefj- andi mynd sem lætur engan ósnortinn. Veitir ekkert af því að sjá hana oftar en einu sinni. Martin Scorsese var til- nefndur til Óskarsverð- launa fyrir The Departed á þriðjudaginn. Þetta er sjötta tilnefning Scorsese sem besti leikstjórinn en þrátt fyrir það hefur hann aldrei hampað styttunni eftirsóttu. Hann er þó síður en svo eina dæmið um brenglað gildis- mat Akademíunnar. Óskarsverðlaunin eru og hafa allt- af verið umdeild en í gegnum tíð- inna hefur þó aldrei verið meira deilt um nokkurn verðlaunaflokk en besta leikstjórann. Þeir sem finna Óskarnum flest til foráttu benda iðulega á leikstjóraverð- launin sem skýrasta dæmið um að verðlaunin séu stór brandari sem hafi ekkert með gæði eða hæfi- leika að gera enda er það ill- skiljanlegt að þungaviktarmenn eins og Alfred Hitchcock, Charlie Chaplin, Orson Welles og Stanley Kubrick, hafi farið í gröfina án þess að hljóta verðlaun fyrir sín bestu verk. Þessir fjórir, svo einhverjir séu nefndir, hafa með myndum sínum haft ómæld áhrif á minni spámenn í bransanum og þegar vel er að gáð gefur listinn yfir þá leikstjóra sem ekki hafa hlotið Óskarsverð- launin listanum yfir sigurvegar- ana lítið eftir. Kapalsjónvarpsstöðin Turner Classic Movies gerði skoðana- könnun á meðal breskra áhorf- enda sinna árið 2005 um hver væri besti leikstjórinn sem aldrei hefði hlotið Óskarinn. Þar leiddi Hitchcock listann en Scorsese kom í kjölfarið með Stanley Kubrick á hælunum. Hitchcock fékk sex tilnefning- ar á árabilinu 1941 til 1961, meðal annars fyrir ekki ómerkari mynd- ir en Rebecca, Rear Window og Psycho. Þegar horft er til risa eins og Hitchcock og manns sem á að baki jafn magnaðar myndir og Kubrick hlýtur allt val Akademí- unnar að gengisfalla en á þeim bænum er lenska að friða sam- viskuna með því að veita afskipt- um meisturum heiðursverðlaun á gamals aldri. Þetta á til dæmis við um Hitchcock, Kubrick, Welles, How- ard Hawks og Robert Altman. Scorsese er hins vegar ekki dauð- ur enn og á því enn möguleika á langþráðum leikstjóraverðlaunun- um en er þessa stundina í sporum Hitchcocks með sex tilnefningar. Hvort The Departed skili honum betri árangri en Psycho gerði Hitchcock kemur í ljós í lok febrú- ar. Akademían beindi blinda auganu að Scorsese með eftirminnilegum hætti árið 1991 þegar hún tók Kevin Costner og Dances with Wolves fram yfir Scorsese og Goodfellas. Þarna var Scorsese mættur með eina af sínum allra bestu myndum en mátti horfa á eftir styttunni til Costners og ofmetinnar myndar sem hefur ekki staðist tímans tönn. Costner var í kjölfarið hampað sem miklu efni og framtíð hans virtist björt. Það kom svo á daginn að hann er vonlaus leikstjóri sem hefur ekki skilað af sér almennilegri mynd frá því hann hampaði Óskarnum. Tapið fyrir Dances with Wolves er eitt grófasta dæmið á seinni árum um vafasamt gildismat Akademí- unnar þó að fáir hafi kippt sér upp við það á sínum tíma að Scorsese skyldi lúta í lægra haldi fyrir Costner. Þetta er þó hvorki í fyrsta né síðasta skiptið sem falsspámað- ur er tekinn fram yfir meistara í faginu og þessi saga mun halda áfram að endurtaka sig svo lengi sem Óskarsverðlaunin verða veitt. Ingjaldsfíflið er eftirminnilegt Flestir eru á því að Martin Scorsese muni loksins hampa Óskarsverð- laununum fyrir bestu leikstjórn þegar verðlaunin verða afhent í næsta mánuði. Hann er nú tilnefndur fyrir glæpamyndina The Departed. Scorsese er minn maður og ég held með honum en samt held ég að það færi best á því að hann fengi verðlaunin ekki að þessu sinni. Fari svo að Akademían sjái loks aumur á honum væri sterkast hjá honum að afþakka heiðurinn. Best væri einfaldlega að hann sleppti því að mæta í Kodak-höllina en með því að láta sjá sig er hann að kyssa vönd þeirra sem hafa niðurlægt hann fimm sinnum. Scorsese var ekki tilnefndur fyrir Taxi Driver en hlaut tilnefningar fyrir Raging Bull, The Last Temptation of Christ, Goodfellas, Gangs of New York og The Aviator. Allt stórfínar myndir ef frá er talin Gangs of New York, sem verðskuldaði varla tilnefningu á sínum tíma. The Departed er fantagóð mynd en samt telst hún ekki til bestu verka leikstjórans og þó hann þrái verðlaunin heitt er eitthvað bogið við það ef hann þarf að þiggja þau fyrir mynd sem stendur Goodfellas og Raging Bull að baki. Þá verður ekki horft framhjá því að að þessu sinni etur Scorsese kappi við Alejandro González Iñárritu og Babel. Mynd Iñárritu er stórvirki og Scorsese hlýtur að taka við verðlaununum með nokkru óbragði í munni fari leikar svo að Akademían ákveði loks að stinga dúsu upp í hann. Babel er betri og sterkari mynd en The Departed. Um það þarf vart að deila og eftir að hafa sjálfur þurft að lúta í lægra haldi, með sín bestu verk, fyrir minni spámönnum getur Scorsese vart hugnast að hafa verðlaunin af leikstjóra sem er líklegur til þess að hafa álíka mikil áhrif á kvikmyndagerð á fyrri hluta 21. aldar og hann hafði sjálfur á seinni hluta þeirrar tuttugustu. Fái Scorsese verðlaunin nú eftir allt sem á undan hefur gengið, og í ljósi þess við hvern er að etja nú, er í raun um álíka málamyndun að ræða og að þiggja heiðurs- óskar á áttræðisaldri. Brenglað gildismat Akademí- unnar liggur fyrir og er öllum ljóst sem vilja sjá það þannig að það er miklu flottara að vera í flokki með Hitchcock, Kubrick og Orson Welles. Sagan er eini marktæki dómarinn í þessum málum og það er því ekki stórmennum sæmandi að míga utan í Akademíuna. Gefðu hyskinu því bara langt nef Marty minn og segðu „nei, ómögulega takk“. „Nei, ómögulega takk“ Barna- og fjölskyldummyndin Charlotte‘s Web verður frumsýnd í Sam-bíóunum annað kvöld. Mynd- in byggir á samnefndri og víðles- inni barnabók og fjallar um lítinn grís, Wilbur að nafni, sem ung stúlka bjargar frá slátrun og tekur að sér að býlinu sínu. Í hlöðunni kynnist Wilbur kóngulónni Char- lotte sem tekur hann upp á sína arma. Dag einn komast Wilbur og Charlotte að því að grísinn þykir ekki á vetur setjandi og hefst þá kapphlaup við tímann þar sem Charlotte reynir með vef sínum að stafa skilaboð til mannanna og forða honum frá glötun. Dakota Fanning leikur stúlkuna sem bjargar grísnum í upphafi en fjölmargir heimsþekktir leikarar ljá dýrunum á býlinu rödd sína. Fremst í flokki fara Julia Roberts, sem talar fyrir Charlotte, Steve Buscemi, Oprah Winfrey og Robert Redford. Grísinn og kóngulóin EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS... WWW.GRAS.IS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.