Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 88

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 88
Fyrir nokkrum árum tók ég þátt í afar sérkennilegri smökkun. Prófaðar voru rétt um tíu áfengar gosblöndur og var markmiðið ekki einungis að sannreyna gæði drykkjanna heldur ekki síður að skeggræða hvaða áhrif þessir drykkir myndu hafa á neyslumenninguna. Þetta var á þeim árum sem sala á áfengum gosblöndum margfaldaðist á ári hverju og ekkert virtist stöðva framrás þeirra. Þeir sem tóku þátt í smökkuninni voru flestir komnir yfir þann aldur sem drykkirnir eru miðaðir að (lesist: voru ekki í markhópnum) en engu að síður kom það mér á óvart hversu eindregin niðurstaðan var; fólk skildi hreinlega ekki hvernig sumt af þessu dóti seldist því annan eins hroða höfðu menn vart smakkað. Nú virðist sala gosblandanna hafa náð toppnum og neysla eykst sáralítið milli ára. Ekki græt ég þá þróun því mér hefur alltaf verið fremur illa við þessa drykki sem mér hefur virst vera framleiddir í þeim eina tilgangi að koma áfengi ofan í þá sem annars geta vart komið því niður, oftast sökum aldurs og þroskaleysis bragðlauka. Við undirbúning greinar um hitaeiningafjölda í áfengum drykkjum hugsaði ég með mér að nú væri lag að benda fólki á óhollustuna í bölvuðum gosblöndunum! En sú Þórðargleði varði skammt því það kom mér á óvart að þótt vissulega séu engir hollustudrykkir þarna á ferðinni þá eru hitaeiningarnar ekki nema svona áttatíu prósentum fleiri en í sambærilegu magni af bjór! Hélt það væri margfalt en það er víst notað talsvert af gervisætuefnum í blöndurnar ... Á netinu má finna ýmsar síður þar sem hitaeiningafjöldi áfengra drykkja er tiltekinn. Áfengir drykkir eru misjafnlega hitaeiningaríkir en þó sýnist mér að munurinn á milli einstakra vörumerkja í viðkomandi flokkum sé hverfandi. Fyrir fólk í megrun er það Bjarmalandsför að hefja leit að diet léttvíni eða vodka light, slíka drykki er ekki að finna. Veldur því sú einfalda staðreynd að jafnan koma yfir níutíu prósent af hitaeiningum í áfengum drykkjum úr alkóhólinu sem þeir innihalda. Og hingað til hefur engum tekist að búa til hitaeiningasnautt alkóhól. Önnur hitaeiningarík efni í áfengum drykkjum eru þrúgusafinn í vínum og kornmjöðurinn í bjórum. Léttvín inniheldur afgangssykur sem ekki breytist í alkóhól við gerjun og nemur hann frá tveimur til þremur grömmum í þurrum vínum og upp í tíu til tuttugu grömm í til dæmis sætum þýskum hvítvínum. Þau innihalda hins vegar mun minna alkóhól en flest hvítvín og er því heildarhitaeiningafjöldinn svipaður eða minni jafnvel. Hefðbundin sætvín (desertvín) sem eru í senn sæt og með hátt hlutfall af alkóhóli innihalda hins vegar mun fleiri hitaein- ingar. Meiri munur er á bjórnum. Venjuleg bjórflaska inniheldur álíka margar hitaeiningar og vínglas. Svokallaðir „light“ bjórar innihalda um þriðjungi færri hitaeiningar og alkóhóllágur bjór allt að helmingi færri. Hitaeiningar í áfengum drykkjum Fíkjur geta verið ráðgátur fyrir leikmenn. Rúnar Gíslason hjá Kokkunum veisluþjónustu þekkir þó leyndardóminn og gaf Frétta- blaðinu góð ráð um notkun ávaxt- anna. „Fíkjur eru í raun og veru ekki líkar neinum öðrum ávöxt- um,“ segir Rúnar, sem borðar þær eins og epli. „Það þarf ekkert að fletta hýðinu af, bara bíta í.“ Rúnar segir fíkjur vera afar vinsælan fylgifisk villibráðar. „Þá gerir maður oft marmel- aði eða sultu úr þeim. Fíkjurn- ar eru skorn- ar í grófa ten- inga, sett- ar í pott með sykri og kannski einum dropa af ediki. Svo er þetta soðið niður, bara ekki of lengi,“ segir hann. Einnig má búa til afspyrnugóða eftirrétti úr ávöxtunum. „Það er hrikalega gott að gera karamellu á pönnu, skera fíkjurnar í báta, skella út í og bera fram með ís,“ segir Rúnar. „Svo má líka baka þær. Þá sker maður smá stykki ofan af, gerir kross í með hnífnum og þrýstir kjötinu aðeins upp, eins og maður gerir með bakaða kart- öflu. Svo er brúnum hrásykri stráð í sárið og fíkjurnar bakaðar í ofni.“ Fíkjur geta þó verið mjög mis- jafnlega þroskaðar, að sögn Rún- ars. „Sumar eru grænleitar, en þær eru bestar svona bláleitar að utan,” segir Rúnar. Með fíkjur í fyrirrúmi Athugaðu... ...að það eru ýmis ráð til hafir þú saltað matinn of mikið. Prófaðu að setja hráa af- hýdda kartöflu út í réttinn. Hún ætti að draga í sig saltið á meðan rétturinn eldast. Lét ekki glepjast af lifur í dulbúningi Birta Ósk Gunnarsdóttir er önnum kafin kona. Hún hefur þó afskaplega gaman af að halda matarboð þegar tími vinnst til. „Ég vinn hjá 3 Sagas entertain- ment, og er framkvæmdastjóri Footloose núna. Ég er líka í skóla að læra markaðsfræði og alþjóð- viðskipti, og svo er ég nuddari. Ég sinni því svona stundum um helg- ar,“ sagði Birta. Það er því varla að furða að hún kunni að meta auð- velda og fljótlega rétti. „Mér finnst voða gott að fá mér salat með kjúklingi eða eitthvað svoleiðis þegar ég er ein,“ sagði Birta. „Hins vegar hef ég mjög gaman af að halda matarboð,“ bætti hún við. Birta er hrifin af fiski, og þá sérstaklega lúðu. „Af þessum venjulegu fisktegundum finnst mér lúðan langbest, en svo finnst mér humar líka góður,“ sagði hún. Hún segist á stundum reyna til- raunastarfsemi í eldhúsinu, og til dæmis læddust bananarnir fyrir slysni í uppskriftina sem hún deil- ir hér með lesendum. „Ég borða banana nú ekki hráa, mér finnst þér ekki góðir. En ein- hvern tíma átti ég til banana og var að malla þennan fiskrétt. Það kemur svo gott sætt bragð af þeim sem blandast svona við þetta sterka,“ sagði Birta. Hvað grænmetið í uppskriftinn varðar segist hún yfirleitt grípa það sem til er í ísskápnum. Eins er það smekksatriði hve lengi réttur- inn fær að standa í ofninum. „Lúðu þarf bara rétt aðeins að steikja og hún er fljót að eldast inni í ofnin- um. Maður fylgist bara með ostin- um, hann á náttúrulega ekki að vera brenndur. Í rauninni er allt í fatinu tilbúið, þetta blandast bara saman í ofninum,“ sagði Birta. Réttinn má bera fram með sal- ati og brauði, en Birta segir hann þó það matarmikinn að því megi vel sleppa. Sjóðið hrísgrjónin og setjið í eldfast mót, skerið lúðuna í bita og veltið upp úr hveiti með sítrónu- pipar, salti og pipar. Steikið paprik- una, hvítlaukinn og laukinn á pönnu og snöggsteikið lúðuna rétt aðeins. Setjið lúðubitana yfir hrísgrjónin. Setjið smá rjómaost, hreinan eða með kryddblöndu, á pönnuna svo úr verði smá sósa og hellið síðan yfir fiskinn og grjónin. Skerið bananann í þunnar sneið- ar, raðið yfir allt saman og síðast en ekki síst, stráið rifnum osti yfir. Bakið í ofni þar til osturinn er bráð- inn. F í t o n / S Í A
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.