Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 90

Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 90
Hlustendaverðlaun FM 957 voru afhent með pompi og prakt í Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld. Hljómsveitin Jeff Who? var sigurvegari kvöldsins með þrenn verð- laun. Jeff Who? fékk verðlaun sem hljómsveit ársins, nýliði ársins og fyrir lag ársins, Barfly. Magni Ásgeirsson fékk tvenn verðlaun; annars vegar sem söngvari ársins og hins vegar fyrir tónleika árs- ins, Rockstar-tónleikana í Höll- inni, sem hann hafði veg og vanda af. Stúlknasveitin Nylon fékk tvenn verðlaun; fyrir myndband ársins við lagið Closer, auk þess sem Klara Ósk Elíasdóttir var kjörin söngkona ársins. Loks var plata Sálarinnar hans Jóns míns, Undir þínum áhrifum, valin plata ársins. Heiðursverðlaun FM 957 hlaut skemmtikrafturinn Laddi, sem varð sextugur á dögunum. Hugh Hefner, útgefandi Playboy, segist ekki hafa áhuga á að birta myndir af Kelly Osbourne í tíma- ritinu. „Ég sé það ekki gerast í framtíðinni. Við breytum mynd- unum okkar ekki nógu mikið til þess að það geti gerst,“ sagði hann. Ekki er langt síðan Kelly sagð- ist hafa mikinn áhuga á að láta taka nektarmyndir af sér fyrir Playboy en svo virðist sem þær vonir séu nú orðnar að engu. Kelly ekki í Playboy Einn af upptökustjórum rappar- ans 50 Cent, Dave Shayman, fannst látinn á heimili sínu í New York. Talið er að hinn 26 ára Shayman hafi framið sjálfsvíg, enda átti hann við þunglyndi að stríða. Shayman, sem var einnig þekkt- ur sem Disco D, tók m.a. upp lagið Ski Mask Way á hinni vinsælu plötu 50 Cent, The Massacre. Hann hafði einnig unnið með Kevin Federline að hans fyrstu plötu. Upptöku- stjóri látinn Clive Owen, sem síðast lék í fram- tíðarmyndinni Children of Men, mun að öllum líkindum leika banda- ríska rannsóknarlögreglumanninn Philip Marlowe í nýrri mynd. Margir leikarar hafa farið með hlutverk skáldsagnapersónunnar Marlowe, þar á meðal Humphrey Bogart sem lék kappann í mynd- inni The Big Sleep árið 1946. Einnig má nefna þá Dick Powell, Robert Mitchum og Elliott Gould. Myndin með Clive Owen verður byggð á einum af bókum Raym- ond Chandler um Marlowe. Owen leikur Marlowe „Það er ekkert komið á hreint, ekki ennþá,“ segir Búi Bendtsen, annar stjórnandi morgunþáttarins sáluga Capone. Samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins eru hann og Andri Freyr Viðarsson að skoða þann möguleika að stofna nýja útvarpsstöð. „Þetta er mikið mál,“ bætir Búi við og vill sem minnst segja. „Þetta er á frumstigi“, útskýrir hann. Þeim félögum var sem kunn- nugt er sagt upp á gamlársdag þegar útsendingum XFM og Kiss FM var hætt. Búi segir að þessi ráðstöfun hafi komið flatt upp á þá og að aðdáendur þáttarins hafi látið vel í sér heyra. „Þeir vilja fá okkur sem fyrst í loftið,“ bætir Búi við og segir þá róa að því öllum árum að ráða bót á þessum skorti. „Þetta eru enn bara þreif- ingar enda mikið mál að koma á fót heilli útvarpsstöð,“ segir Búi. Hann fer þó ekki í felur með að þeir séu að athuga hvort þetta sé raunhæfur möguleiki og útilokar ekki að ef útvarpið gangi ekki upp komi sjónvarp til greina. Andri Freyr sagðist vera spenntur fyrir þessum hugmynd- um en vildi lítið tjá sig. „Já, hvað, það er ekki eins og maður hafi ekki gert þetta áður,“ segir hann kokhraustur. Bloggarinn Ómar Valdimarsson lét í veðri vaka á heimasíðu sinni að félagarnir væru komnir í samband við fjár- sterka aðila en Búi vísaði því alfar- ið á bug. Capone í útvarpsrekstur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.