Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 93

Fréttablaðið - 25.01.2007, Page 93
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA TOPP5.IS PANAMA.IS FRÁBÆRLEGA FYNDIN OG SNIÐUG GAMANMYND... Þ.J. -FBL Mynd eftir Óskarsverðlaunahafann Clint Eastwood. FRÁ LEIKSTJÓRA BATMAN BEGINS OG MEMENTO MÖGNUÐ OG TÖFRANDI SPENNA SEM HELDUR ÞÉR Í HELJARGREIPUM HUGHJACKMAN CHRISTIANBALE SCARLETTJOHANSSON MICHAELCAINE / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI THE CHILDREN OF MEN kl. 8:30 - 10:30 B.i.16 THE CHILDREN... VIP kl. 5:30 FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal. kl. 3:20 - 5:40 Leyfð HAPPY FEET M/-Ensk tal kl. 3:20 Leyfð SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal. kl. 3:20 Leyfð BABEL kl. 5:30 - 8 - 10:50 B.i.16 BABEL VIP kl. 8 - 10:50 Leyfð FORELDRAR kl. 4 - 6 - 8 - 10 Leyfð THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 STRANGER THAN FICTION kl. 5:40 - 8 - 10:30 Leyfð FORELDRAR kl. 6 - 8:30 - 10:30 Leyfð THE PRESTIGE kl. 6 - 8:15 - 10:40 B.i.12 STRANGER THAN FICTION kl. 10:30 Leyfð FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal. kl. 5:50 Leyfð HAPPY FEET M/-Ensk tal kl. 8:10 Leyfð NIGHT AT THE MUSEUM kl. 8 - 10:15 Leyfð KÖLD SLÓÐ kl. 8 B.i. 12 THE PRESTIGE kl. 10:15 B.i. 12 BABEL kl 8 B.i.16 THE PRESTIGE kl 8 B.i.12 Háskólabíó FORELDRAR kl. 6 - 8 - 10 Leyfð BABEL kl. 6 - 9 - 10:30 B.i.16 THE PRESTIGE kl. 8 B.i.12 THE HOLIDAY kl. 5:30 B.i. 7 FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 B.i. 16 DÉJÁ VU kl. 8 B.i. 12 THE DEPARTED kl. 10:30 B.i. 16 EF ÞÚ VILT FÁ SKILNING .... ÞARFTU AÐ HLUSTA FRÉTTABLAÐIÐ H.J. MBL AÐALLEIKARARNIR FARA Á KOSTUM FRÁ ÞEIM SÖMU OG GERÐU VERÐLAUNAMYNDINA BÖRN Skráðu þig á SAMbio.is Verðlaunamyndirnar eru í SAMbíóunum GOLDE GLOBE BESTA MYND ÁRSINS 7ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA3TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA5TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA2TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA2TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA1TILNEFNING TIL FBL Nýjasta plata Benna Hemm Hemm, Kajak, er nú fáanleg í vínylútgáfu. Með útgáfunni fylgir sjö tommu plata þar sem sænski tónlistarmaðurinn Jens Lekman tekur lagið með Benna Hemm Hemm. Lekman, sem hefur gefið út tvær plötur, hefur notið töluverðra vinsælda undanfarið. Spilaði hann m.a. á síðustu Iceland Airwaves- tónlistarhátíð. Með vínylútgáfunni fylgir með plakat sem var sér- hannað fyrir útgáfuna. Kajak hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki popptónlistar. Verðlaunin verða afhent hinn 31. janúar næst- komandi. Vínylútgáfa af Kajak Tónlistarkonan Björk Guðmunds- dóttir mun koma fram á Glaston- bury-hátíðinni í Bretlandi í sumar. Stígur hún á svið föstudagskvöld- ið 22. júní. Þessi mikilsvirta hátíð er önnur hátíðin sem Björk hefur boðað komu sína á því stutt er síðan hún samþykkti að koma fram á Coachella-hátíðinni í Bandaríkjun- um. Björk er að leggja lokahönd á nýja plötu þar sem hún vinnur með þekktum nöfnum á borð við Timba- land og Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons. Syngur á Glastonbury Tónlistargagnrýnandinn Árni Matthíasson er að verða fimmtugur. Af því tilefni blæs hann til mikill- ar veislu á þriðjudag þegar hann býður vinum og sam- starfsmönnum upp á eyrna- konfekt að hætti hússins. „Þetta er nú ekki frægasta liðið en þetta er fólk sem mig langaði til að sjá,“ segir tónlistargagn- rýnandinn Árni Matthíasson, sem hyggst bjóða upp á tónlistarhlað- borð á Nasa hinn 30. janúar. Til- efnið er ærið. Árni er fimmtugur og tuttugu ár liðin síðan hann hóf að skrifa um tónlist fyrir Morg- unblaðið. Þær hljómsveitir sem heiðra Árna með nærveru sinni eru meðal annars Ghostigital, Benni Hemm Hemm, Mínus og rokk- risaeðlurnar í Ham. „Þetta verð- ur reyndar hálfgerður tónlistar- gjörningur enda hef ég parað hljómsveitirnar tvær og tvær saman til að heyra eitthvað nýtt,“ útskýrir hann. Árna telst til að yfir sjö þús- und greinar um tónlist liggi eftir hann. Og er þá aðeins dregið úr. „Fyrsta viðtalið sem ég tók var við Sykurmolana Einar Örn og Þór Eldon á lítilli knæpu í mið- borg Reykjavíkur. Mjög eftir- minnilegt því hljómsveitin hafði nýverið gefið út smáskífuna Ammæli,“ segir Árni. Þar að auki hefur tónlistar- gagnrýnandinn verið formaður dómnefndar á Músíktilraunum svo lengi sem elstu menn muna. „Mér finnst bara ekkert skemmti- legra en að heyra eitthvað nýtt. Þetta verður einhver árátta. Að finna nýjar hljómsveitir er ein- hver sérstök upplifun.“ Tónlistargjörningur í fimmtugsafmælinu Ef Norah Jones væri ekki sjálf að gefa út plötu þessa dagana myndi ég hiklaust mæla með þessari dömu hér með erfiða nafnið, Madeleine Peyroux, til þess að fylla upp í skarðið. Erfitt að segja hvort þetta sé létt popp undir djassáhrifum, eða djass undir léttum poppáhrifum. Tilfinningin er a.m.k. sérstaklega afslöppuð og útsetningar ber- strípaðar. Einhver reyndi að ljúga því að mér að Madeleine syngi eins og Billie Holiday, en það er fjarri lagi. Hún er miklu keimlíkari nútíma djasssöngkonum, sem syngja letilega og lýtalaust. Eins og ég get ímyndað mér að freðin Idol-stjarna myndi hljóma í kvöldmessu á sunnudagskvöldi. Eitthvað sem aldrei væri hægt að segja um Lady Day, en það var akkúrat meingölluð rödd hennar sem færði henni sjarmann ódauð- lega. Madeleine syngur svo sannar- lega fallega, sérstaklega í jóla- lega laginu River (sem fær að „láni” stef úr Jingle Bells), þar sem hún fær skosku vinkonu sína K.T. Tunstall til halds og trausts. Ég myndi þó aldrei segja að hún sé með auðþekkta, hvað þá eftir- minnilega rödd. Það er svolítill kántríkeimur í túlkun hennar, sem fer vel við þetta gítardrifna djasspopp. Flest lögin á plötunni eru töku- lög, og Madeleine vandar valið. Hún fer ágætlega með Tom Waits-lagið Looking for the Heart of Saturday Night sem og Serge Gainsbourg-lagið La Javanaise. Útgáfu hennar af Charlie Chapl- in-laginu Smile fannst mér þó ekkert varið í. Kannski þess vegna sem það er síðast. Hennar eigin lagasmíðar falla svo vel inn í heildina. Þetta er afskaplega ljúf plata sem ég get ekki ímyndað mér að geti mögulega farið í taugarnar á nokkurri lifandi manneskju, nema kannski hörðustu Waits- aðdáendum sem vilja helst ekki heyra neinn annan flytja hans lög. Djassað popp eða poppaður djass Jonny Quinn, trommari Snow Patrol, missir af væntanlegri tón- leikaferð sveitarinnar um Evrópu og Ástralíu vegna handleggs- brots. Quinn brotnaði þegar hann var að leika sér á snjóbretti í Ölpun- um. Hefur hann fengið vin sinn Graham Hopkins, sem hefur spil- að með Therapy og Cranberries, til að hlaupa í skarðið. Tónleika- ferðin hefst 4. mars og er farin til að fylgja eftir hinni vinsælu plötu Eyes Open. Brotnaði á snjóbretti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.