Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2007, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 25.01.2007, Qupperneq 94
Króatía vann í gær sigur á Dan- mörku, 28-26, í 2. riðli. Leikurinn var æsi- spennandi og var jafnt, 25-25, þegar skammt var til leiksloka. Sem fyrr reyndist Ivano Balic betri en enginn í þeirri stöðu og tryggði hann sigurinn. Króatía, Spánn og Ungverja- land eru öll með fjögur stig í riðlinum en hin liðin þrjú án stiga. Frakkland vann öruggan sigur á Pólverjum þrátt fyrir að hafa verið marki undir í hálfleik. Lokatölur 31-22. Þá vann Grænland sinn fyrsta sigur á HM með góðum 34-25 sigri á Áströlum. Ísland stendur vel að vígi í milliriðli HM eftir frábæran sex marka sigur, 36-30, á sterku liði Túnis. Frábær varnarleikur og markvarsla Rolands Vals Eradze í síðari hálfleik vann leikinn fyrir Ísland. Logi Geirsson var frekar óvænt í byrjunarliðinu en hann æfði ekk- ert daginn fyrir leik vegna togn- unar í ökkla. Það var ekki að sjá á honum að ökklinn væri að pirra hann því Logi lék frábærlega. Fyrri hálfleikur byrjaði vel hjá íslenska liðinu sem mætti mjög ákveðið til leiks og tók strax frum- kvæði í leiknum. Túnisum óx ásmegin mjög fljót- lega og íslensku strákarnir réðu mjög illa við hraðann í Túnislið- inu. Þeir komust yfir, 6-8, eftir níu mínútur og þá tók Alfreð þjálfari leikhlé og setti í kjölfarið Roland Eradze í markið. Það breytti litlu því vörn Túnisa var búin að skella í lás og íslensku strákarnir voru í verulegum vand- ræðum með að finna göt á vörn þeirra. Á sama tíma var íslenska vörnin í miklum vandræðum. Alfreð skipti mörgum mönnum af bekknum og ýmislegt var reynt enda Túnisarnir við það að stinga af. Mest náðu þeir fimm marka forystu, 13-18, en íslenska liðið kom til baka síðustu tíu mínútur hálfleiksins og munurinn var ekki nema þrjú mörk í leikhléi, 16-19. Alfreð gerði taktískar breyt- ingar á varnarleiknum í leikhléi og byrjaði að klippa miðjumann- inn Mgannem úr leiknum í stað þess að einblína á skyttuna Hmam. Það virkaði, því fát kom á sóknar- leik Túnisa. Strákarnir gengu á lagið og jafnt og þétt unnu þeir upp forskot Túnisa. Vendipunktur varð þegar Guð- jón Valur jafnaði, 24-24, en þá voru nítján mínútur eftir af leiknum. Íslenska liðið fylltist gríðarlegum krafti og sjálfstrausti í kjölfarið og breytti engu þótt liðið missti tvo menn af velli skömmu síðar. Ísland komst samt yfir, 26-25, og strákarnir litu aldrei til baka. Leikur Túnisa hrundi algjörlega og strákarnir okkar hreinlega keyrðu yfir þá og lönduðu sætum sex marka sigri, 36-30. Leikur strákanna í gær var frá- bær og liðið sýndi enn og aftur þann gríðarlega karakter sem ein- kennir það. Þeir buguðust ekki við mótlætið og efldust við hverja raun. Sóknarleikurinn var yfir- vegaður og leikmenn ótrúlega skynsamir í leik sínum. Allir voru til í að stíga upp og strákarnir gerðu það hver á fætur öðrum. Það var alltaf sjálfstraust til að skjóta. Strákarnir sem komu af bekknum lögðu einnig þung lóð á vogarskálarnar og breiddin sem lengi hefur verið kvartað yfir hefur svo sannarlega verið til staðar í síðustu leikjum. Varnarleikurinn og markvarsl- an í síðari hálfleik unnu þó leikinn og ef þetta lið nær að hafa þessa tvo hluti í lagi vinnur það hvaða andstæðing sem er enda er sóknar- leikurinn enginn hausverkur. Þær stáltaugar sem liðið hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum í erfiðum stöðum vita á gott. Strákarnir standa gríðarlega vel að vígi í riðlinum og með álíka frammistöðu í framhaldinu eru þeim allir vegir færir á þessu móti. Tvö dýrmæt stig unnin Valur Fannar á leið aftur til Fylkis Með sigrinum á Túnis í gær náði íslenska landsliðið í tvö dýr- mæt stig í baráttunni um sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar. Stigin voru þó engan veginn auð- sótt og var það ekki fyrr en á síð- asta stundarfjórðungnum sem liðinu tókst að komast yfir og snúa leiknum sér í hag. Íslenska liðið hóf leikinn á 6-0 vörn sem kom mér nokkuð á óvart. Fyrir fram taldi ég skynsamlegast að spila 5-1 vörn með Guðjón Val fljótandi fyrir framan. Frammistaða varnarinnar var mjög slök í fyrri hálfleik og þá sérstaklega hægri vængur henn- ar sem og miðjan. Helstu leik- menn Túnis, Hmam og Mgannem, komust upp með að skora nánast hvenær sem þeir vildu. Það var oft á tíðum hálf furðu- legt að horfa á framgang varnar- innar í fyrri hálfleik og leikmenn virkuðu allt að því áhugalausir. Til marks um áhugaleysið fékk íslenska liðið ekki einn einasta brottrekstur og varla að leikmenn væru orðnir sveittir. Niðurstaðan því nítján mörk fengin á okkur í fyrri hálfleik. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins í seinni hálfleik. Greinilegt var að menn hafa vitað upp á sig sökina enda komu þeir mun ákveðnari til leiks. Vörnin varðist framar og betur tókst að trufla sóknarleik Túnis. Það tók þó sinn tíma að komast inn í leik- inn, ekki fyrr en á síðustu fimm- tán mínútunum sem fyrr segir. Þá fyrst tókst okkur að snúa leiknum okkur í hag og breyttum stöðunni úr 25-26 í 36-30. Erfitt er að meta frammistöðu einstakra leikmanna, sem var mjög köflótt. Góður stígandi var í leik Rolands eftir að hann kom inn á snemma í fyrri hálfleik. Hann varði alls fimmtán skot. Helstu lykilmenn liðsins, Óli, Guðjón, Alex, Logi og Snorri, stóðu sig ágætlega í sókn en þeir skoruðu 30 af 36 mörkum Íslands. Allir geta þeir þó klárlega gert betur en í leiknum í gær. Enn og aftur átti Ásgeir Örn sterka innkomu og nýtti hann sitt tækifæri vel. Sömu sögu má segja um Róbert Gunnarsson, sem kom öflugur inn í síðari hálfleik. Niðurstaðan er því tvö mikil- væg stig unnin. Það er þó ljóst að við getum ekki leyft okkur í næstu leikjum að spila varnar- leikinn eins illa og framan af leik í gær. Annars er hætt við að verr muni fara enda þau lið sem við eigum eftir að mæta öll sterkari en Túnis. Liðið er nú komið með fjögur stig og fjórtán mörk í plús, sem getur reynst afar dýrmætt þegar á hólminn er komið. Einn sigur í viðbót og við erum komin í átta liða úrslit. Strákarnir okkar buðu aftur upp á skrautsýningu í gær þegar þeir skelltu Tún- isum, 36-30. Það sýndi sig enn og aftur að vörn og markvarsla vinnur leiki. „Þetta kom hjá okkur í seinni hálfleik og þegar vörnin og markvarslan kemur spilum við frábærlega. Þetta er alltaf sama sagan,“ sagði fyrirliðinn Ólafur Stefánsson, sem átti stórleik í gær. „Auðvitað hafði maður smá áhyggjur í fyrri hálfleik og það var nauðsynlegt að sýna að við getum fylgt eftir góðum sigur- leik. Við vorum slakir í fyrri hálfleik en við náðum að rífa okkur upp sem betur fer,“ sagði Ólafur. Getum fylgt eftir sigri „Þetta er lið og það verða allir að skila einhverju og ég reyndi að gera það,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem átti frábæra innkomu í leikinn rétt eins og gegn Frakklandi en félagarnir á bekknum hafa gefið öllu tali um enga breidd langt nef. „Við vorum að svara gagnrýni meðal annars og svo er þetta líka hugarfar hjá mönnum og ég held að hugarfarið sé rétt hjá öllum. Sjálfstraust manna er í botni þessa dagana.“ Erum að svara gagnrýni Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði kom inn á sem varamaður í leik Real Betis og Barcelona sem lyktaði með jafntefli, 1-1. Souza kom Betis yfir í fyrri hálfleik en Marquez jafnaði metin í þeim síðari. Innkoma Eiðs Smára var jákvæð en dugði ekki til að klófesta sigurinn. Varamaðurinn Dani fékk reyndar frábært tækifæri til að gera út um leikinn fyrir heimamenn á lokamínútunni en missti marks. Eiður kom inn á í jafntefli Miðvallarleikmaðurinn Mads Beierholm hefur gengið til liðs við Fylki. Hann er 22 ára gamall og kemur frá Sönderjiske. Sextán ára gamall varð hann yngsti leikmaður dönsku úrvals- deildarinnar frá upphafi er hann lék með Vejle og skömmu síðar yngsti markaskorarinn. Hann kemur til landsins um þarnæstu mánaðamót. Nýr Dani í Árbæinn Króatía vann Danmörk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.