Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 98

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 98
 Iverson-Carmelo Anth- ony samstarfið í Denver byrjar vel því Denver Nuggets-liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína síðan Carmelo Anthony kom aftur úr 15 leikja banni sínu og spilaði í fyrsta sinn við hlið Allen Iverson. Denver vann Memphis í endur- komu Melo og bætti síðan við sigri á Seattle SuperSonics, 117-112, í fyrrinótt. Anthony, sem er þrátt fyrir bannið stigahæsti leikmaður deildarinnar (31,5 stig í leik), skor- aði 34 stig í leik tvö eftir að hafa sett niður 28 stig gegn Memphis. Iverson var með 21 stig og 11 stoð- sendingar gegn Seattle og skoraði þar einnig sitt 20.000 stig á ferlin- um. Iverson hafði leitt Denver til þriggja sigurleikja í röð áður en Melo sneri aftur og liðið er því búið að vinna fimm leiki í röð. Iverson og Anthony byrja vel saman Steve Nash og félagar í Phoenix Suns fóru illa með lið Washington Wizards í fyrrinótt þegar þeir tryggðu sér sinn 14. sigur í röð, 127-105. Washington- liðið hefur svipaða taktík og Phoenix, spilar fljúgandi sóknar- bolta og skorar mikið af stigum en af marka má þennan leik eiga Wizards-menn langt í að ná Suns. „Ég heyrði að þá langaði til þess að verða Phoenix austursins en það er bara eitt Phoenix Suns-lið. Það lið spilar í Vesturdeildinni og þannig verður það um sinn,“ sagði Amare Stoudemire en Suns vann þarna sinn 30 sigur í síðustu 32 leikjum. Fjórtán sigrar í röð Helena Sverrisdóttir, fyrirliði toppliðs Hauka í Iceland Express-deild kvenna, hefur heldur betur skilað flottum tölum í síðustu tveimur leikjum liðsins. Haukar hafa unnið stóra sigra á Breiðabliki (121-42) og Hamri (107-54) í þessum leikjum og Helena hefur verið illviðráðanleg. Helena skoraði 45 stig, gaf 26 stoðsendingar og stal 18 boltum á þeim 42 mínútum sem hún spilaði gegn Blikum og Hamarsstúlkum. Hún nýtti enn fremur 19 af 28 skotum sínum (67,9%), þar af setti hún niður 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Helena hefur leikið mjög vel með Haukum í vetur og er sem stendur í 1. sæti í bæði stoðsend- ingum (10,7) og stolnum boltum (6,23), í 2. sæti í framlagi (33,6) og í 3. sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar en Helena hefur skorað 23,2 stig að meðal- tali á þeim 26,8 mínútum sem hún hefur spilað í leik. Helena með frábærar tölur Dimitar Karadzovski er 22 ára Makedóni sem er á sínu öðru ári í Borgarnesi. Hann er Skallagrímsliðinu afar mikilvæg- ur, sem sést ekki síst á því hvernig gengi liðsins fer mikið eftir því hversu mörg stig hann skorar í leikjunum. Dimitar hefur leikið 46 leiki með Skallagrími í deild og úrslitakeppni og liðið hefur enn ekki tapað þegar hann hefur skor- að 20 stig. Dimitar hefur brotið 20 stiga múrinn 13 sinnum en mikilvægi hans sést ekki síst á gengi Skalla- grímsliðsins þegar hann finnur sig ekki og skorar minna en 10 stig. Það hefur gerst 11 sinnum og Skallagrímur hefur aðeins unnið 27% þeirra leikja. „Við erum eins og í fyrra með gott lið og við höfum sett stefnuna að komast alla leið í úrslitin eins og í fyrra,“ segir Dimitar og hann er ekki mikið að skoða það hvað hann skorar mikið. „Stundum þarf ég að skora 20 stig til að liðið mitt vinni og stundum ekki. Ég spila ekki fyrir tölfræðina og er ánægður þegar liðið mitt vinnur.“ Hins vegar skiptir liðið miklu máli ef marka má tölfræðina. „Mitt hlut- verk í liðinu er að spila fyrir liðið og það eru margir sem geta skorað í okkar liði,“ segir Dimitar sem vill spila hraðann körfubolta. „Okkar leikur snýst um það að keyra upp hraðan og taka þessi opnu skot. Það er örugglega gaman að horfa á okkur spila svona bolta og það er mjög gaman að spila hann,“ segir Dimitar. Síðasti tuttugu stiga leikur Dimitars var gegn KR á sunnu- dagskvöldið. Hann var með 20 stig og 7 stoðsendingar í leiknum og Skallagrímsmenn unnu sinn annan sigur á KR í vetur. Dimitar var „bara“ með 16 stig í fyrri leiknum sem er þá dæmi um leik sem Borg- nesingar vinna án þess að hann fylli umræddan kvóta á stigatöfl- unni. „Það var gott að vinna þenn- an leik og við þurfum þessi tvö stig til að missa ekki af lestinni á toppn- um,“ segir Dimitar. Dimitar hefur ekki áhyggjur af því að flest önnur lið hafi bætt við sig leikmönnum upp á síðkastið. „Það eru allir að tala um að við séum ekki nægilega stórir. Það skiptir engu meðan við erum að spila okkar leik. Mörg lið eru að reyna að koma boltanum inn í teig á móti okkur en það er ekki að ganga upp hjá þeim. Við erum búnir að vera lengi saman, það er góður andi í hópnum og við vinnum vel saman og það skiptir ekki neinu þó að okkur vanti kannski nokkra sentimetra því við vinnum þá upp með baráttunni,“ segir Dimitar. Valur Ingimundarson, þjálfari Skallagríms, er ánægður með Dimitar og segir komu hans hafa verið mikinn happafeng fyrir Borgarnesliðið. „Hann getur verið svolítið brokkgengur en yfirleitt er hann að spila vel. Hann er góður varnarmaður og skilur leikinn mjög vel þannig að hann er fljótur að læra allt,“ segir Valur, sem hefur skólað strákinn til síðustu tvö tímabil með góðum árangri. Valur veit að Dimitar þarf að hitta vel ætli Skallagrímsliðið að vinna erfiða leiki. „Hann er mikið með boltann og ef hann er ekki að spila vel og skora munar öllu að hann sé að setja niður skotin sín því hann skýtur mjög mikið,“ segir Valur. Dimitar kann vel við sig í Borgarnesi og ætlar að vera þar minnst eitt ár til viðbótar. Það eru góðar fréttir fyrir Borgnesinga. Skallagrímsmenn hafa staðið sig vel í Iceland Express-deild karla síðustu tvö tímabil. Frammistaða liðsins virðist þá háð einum manni því liðið hefur unnið alla 13 leikina sem hann hefur skorað 20 stig eða meira. edda.is *Gildir í öllum Eymundsson verslunum. Fyrstu 100 sem kaupa bókina fá miða á myndina í bíó!* Verð 1.299 kr. Metsölubók um allan heim síðan 1952
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.