Fréttablaðið - 25.01.2007, Síða 102

Fréttablaðið - 25.01.2007, Síða 102
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég er nokkuð viss um að einhverj- ir svitna þegar þeir frétta að ég sé að leggja drög að ævisögu minni,“ segir sjálfur Hemmi Gunn – ein- hver skærasta sjónvarpsstjarna sem þjóðin hefur alið. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Hemmi nú standa á tímamótum og allt benti til þess að nú yrði settur punktur aftan við glæsilegan sjónvarpsferil hans. Allra síðasti skemmtiþáttur Hemma, „Í sjöunda himni“, á Stöð tvö verður í kvöld. Áður hafði Hemmi stjórnað þættinum „Það var lagið“ sem einnig var til sýn- inga á Stöð 2. „Það þurfti reyndar að draga mig með töngum til að taka að mér „Það var lagið“ og ég var efins um að ég hefði áhuga á endurkomu á skjáinn með þessum hætti,“ segir Hemmi en bætir því við að starf við fjölmiðla sé ólæknandi baktería. Og því sé ef til vill óvarlegt af sér að skjóta loku fyrir það með öllu að hann og sjónvarp séu skilin að skipt- um. Hemmi verður sem fyrr fasta- gestur hjá Heimi Karls og Guðna Bergs í umfjöllun þeirra um Meist- aradeildina. En nú taka við ný ævin- týri og ný verkefni. Hemmi er nú að vinna að ævisögu sinni. „Fyrir fjörutíu árum var fyrst komið að máli við mig og ég beðinn um að skrifa ævisögu mína,“ segir Hemmi og hlær sínum fræga hlátri. Og gefur til kynna að þá honum hafi fundist hann vera allt of ungur að árum – rétt rúmlega tvítugur mað- urinn. En Hemmi hélt upp á sex- tugsafmæli sitt í síðasta mánuði. „Þegar ég flutti svo til Taílands [fyrir þremur árum] var hugmynd- in sú að ég myndi skrifa ævisöguna meðan ég mundi nokkurn veginn hvernig í þessu liggur. Svo var ég plataður út í veitingarekstur og ekki gafst tími til skrifa. Ég punkt- aði hins vegar nokkra hluti hjá mér.“ Saga Hemma yrði ekki eitthvað „rjómatertubox“ eins og Hemmi kemst sjálfur að orði. Og segir hann jafnframt að fara muni um mann og annan við þessi tíðindi. En Hemmi má, líkt og þjóð má vita, muna tím- ana tvenna og er af ýmsu að taka þegar ævintýralegt lífshlaup hans er annars vegar. „Ljósið hefur þó verið ráðandi, sem betur fer, og það væri ekkert gaman ef ég hefði ekki upplifað mótlætið,“ segir Hemmi. Fer þá á flug og vísar til Gróu á Leiti sem ósjaldan hefur farið á kreik þegar Hemmi er annars vegar: „Ætli ég hafi ekki síðan bókar- auka um alla þá hluti sem ég er sagður hafa gert.“ „Þetta var rosalega góður sátta- fundur,“ segir sjónvarpsmaðurinn Hugi Halldórsson, sem hefur verið við tökur efnis fyrir stuðnings- mannaklúbb íslenska hand- boltalandsliðsins úti í Þýskalandi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hafa Hugi og Auðunn Blöndal eldað grátt silfur við Adolf Inga Erlingsson, íþrótta- fréttamann RÚV. Adolf, eða Dolli, hélt því fram að framganga þeirra hefði verið hneykslanleg meðan þeir sögðu Dolla hafa átt sinn þátt í því að þeim var úthýst úr þýskri handboltahöll. Þremenningarnir hafa nú form- lega grafið stríðsöxina og ákveðið að standa saman í stuðningi sínum við íslenska landsliðið. „Það fór bara vel á með okkur og við erum orðnir hinir mestu mátar. Ég er meira að segja kom- inn með símanúmerið hans. Við gerðum smá mistök og báðumst afsökunar á því. Síðan var bara tekist í hendur og málið er dautt,“ segir Hugi. Hugi og Dolli fallast í faðma ...fær strætóbílsstjórinn Þórhallur Sigurðsson sem lét slag standa og opnaði fyrstu opinberu málverkasýningu sína, sem þar að auki bar upp á afmælisdag nafna hans. „Ingibjörg er verðugt viðfangs- efni fyrir málara,“ segir Björn T. Hauksson, ljósmyndari og málari, en hann hefur stillt olíumálverki sem hann málaði af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, upp í glugga á ljósmyndastofu sinni á Óðinsgötu. Bonni, eins og Björn er kallað- ur, hefur oft tekið myndir af Ingi- björgu Sólrúnu og málaði mál- verkið eftir ljósmynd sem hann tók þegar Ingibjörg var borgar- stjóri. „Það er svo sem engin mein- ing á bak við þetta, ég er enginn sérstakur fylgismaður Ingibjarg- ar en hún hefur sterka andlits- drætti og er umdeildur karakter, þannig að mér fannst ekki úr vegi að mála af henni mynd. Fyrir jól var ég að spá í hvað ég ætti að gera við myndina þegar konan mín stakk upp á því að ég hengdi hana upp í glugga á ljósmynda- stofunni, það myndi ábyggilega vekja athygli.“ Bonni segir að Ingibjörg hafi séð málverkið og litist vel á en hann hefur líka fengið athuga- semdir frá öðrum sem eru minna hrifnir. „Það er greinilega kominn kosningaskjálfti í menn,“ segir hann og hlær. „Ætli ég verði ekki að stilla upp myndum af mönnum úr öllum flokkum til að gæta jafn- ræðis.“ Spurður hvort verkið sé falt segir Bonni svo vera. „Það þyrfti að bjóða þokkalegan pen- ing, en fyrir rétt verð er myndin til sölu.“ Ingibjörg Sólrún til sölu fyrir rétt verð Gnoðavogi 44, s. 588 8686. Opið alla laugardaga 11-14 SÚR HVALUR - SÚRT RENGI HARÐFISKUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.