Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 14
B jarni segist hafa alist upp í kringum tölvur frá því hann man eftir sér en faðir hans, Áki Jóns- son, var fyrsti tölvu- maðurinn á Íslandi. „Pabbi var loftskeytamaður og í framhaldi af því var hann fenginn í að þjónusta tölvurnar fyrir herinn,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég hef stund- um sagst vera annar tölvumaður- inn því ég var svo mikið í kringum pabba þegar hann var að vinna við tölvurnar.“ Áki, faðir Bjarna, átti verslun- ina Aco og Bjarni starfaði hjá honum í versluninni í mörg ár. „Ég ætlaði nú reyndar aldrei að fara út í þennan bransa. Ég byrjaði í við- skiptafræði í Háskólanum eftir framhaldsskólann en fékk vírus í augun og missti sjónina í sex vikur í kjölfarið. Úr því fór ég að vinna hjá pabba í Aco og festist þar,“ segir Bjarni sem stefndi alltaf að því að fara erlendis í nám eins og svo margir gerðu á þessum tíma. „Ég byrjaði eiginlega bara á kústinum í Aco því ég var að þrífa verslunina sem unglingur. Síðan varð ég sölumaður og loks sölu- stjóri í fyrirtækinu enda var ég alltaf innvinklaður í reksturinn.“ Bjarni segir þá feðga oft hafa rifist um viðskiptahættina enda ekki alltaf á sömu skoðun varð- andi reksturinn. „Þegar við vorum farnir að þrasa um rekstur á jól- unum og í fjölskylduboðum þá sáum við að þetta væri orðið gott og að leiðir yrðu að skilja vinnu- lega séð til að halda fjölskyldu- friðinn. Ég keypti hann því út úr fyrirtækinu árið 1997 en hann vann hjá mér í þrjú ár eftir það og var mjög erfiður starfsmaður,“ segir Bjarni og hlær. Bjarni seldi Opnum kerfum og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hluti í félaginu eftir að hann keypti það af föður sínum enda var róður- inn erfiður fyrir hann einan. „Síðan keyptum við Japis af Hag- kaupsbræðrum um aldamótin en það endaði allt í tómri vitleysu. Þá sameinuðumst við Tæknivali þar sem ég átti þá einhver 7-8 prósent í fyrirtækinu og var framkvæmda- stjóri verslunarsviðs. Sú samein- ing var afdrifarík og mjög slæm fyrir alla.“ Bjarni seldi hlut sinn í Tækni- vali eftir eitt og hálft ár og stefndi að því að hætta í tölvubransanum. „Um það leyti sem ég kúplaði mig út úr Tæknivali ákváðu þáverandi stjórnendur að lækka laun starfs- mannanna um tíu prósent. Ein- hver hluti starfsmanna sætti sig ekki við lækkunina og ákvað að hætta en þar á meðal voru allir Apple starfsmennirnir, sem stofn- uðu félagið Öflun í kjölfarið,“ segir Bjarni en Apple hafði sam- band við hann um að taka að sér verkefni fyrir Apple á Íslandi. „Þekkingin á Apple var öll farin út úr Tæknivali og því rifti Apple samningunum við fyrirtækið. Upphaflega var Öflun samsett af Ólafi Hand, Sigurði Þorsteinssyni og Steingrími Árnasyni en þeir höfðu allir starfað fyrir Apple hjá Tæknivali.“ Bjarni kom inn í Öflun og félag- ið gekk þá í að opna verslun fyrir Apple á Íslandi. „Fyrsta árið sem við vorum með Apple gekk alveg þokkalega en annað árið mjög vel. Þá hafði Apple samband við mig aftur því danski markaðurinn var mjög lélegur. Þeir báðu mig að reyna að gera eitthvað af viti í Danmörku með stuðningi frá þeim, þannig að við helltum okkur í það verkefni.“ Bjarni var lengi að skoða stað- setningar í Kaupmannahöfn en síðan lagði Öflun allt undir og opn- aði Apple verslun í miðborg Kaup- mannahafnar. „Við renndum alveg blint í sjóinn með þetta án þess að vita nokkuð um hvernig myndi ganga enda þekktum við ekkert markaðinn þarna. Síðan hefur búðin gengið alveg rosalega vel og greinilegt að það var mikil þörf á þessari verslun. Viðskiptavinirnir streymdu inn og við vorum bara á bleiku skýi,“ segir Bjarni en Öflun opnaði fljótlega aðra verslun rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Bjarni segir að þar sem allt hafði gengið svo vel hjá Öflun hafi þeir ákveðið að gera eitthvað meira og halda áfram að stækka félagið. „Við fengum hluthafa að félaginu og opnuðum í Svíþjóð. Á síðasta ári keyptum við síðan norska fyrirtækið Office Line sem var að selja Apple auk þess að vera með fyrirtækjalausnir og fleira. Þetta fyrirtæki er með fullt af stórum viðskiptavinum á borð við Lego og norska ríkissjónvarpið,“ segir Bjarni og heldur áfram: „Með þessu hefur félagið undið svolítið upp á sig og er ekki lengur bara lítið fyrirtæki í Brautarholtinu. Í dag vinna 200 manns fyrir félagið í fimm löndum; Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og á Íslandi en við erum með átján verslanir.“ Nýlega var nafni félagsins Öflun breytt í Humac sem nær yfir alla starfsemina í löndunum fimm en fyrirtækið hefur vaxið á ógnar- hraða meðan hinn almenni mark- aður hefur haldist nokkuð flatur. Bjarni segir að þrátt fyrir svo gott gengi félagsins þá geti hann ekki orða bundist yfir tollunum sem sett- ir voru á iPod. „Það sitja menn í fjár- málaráðuneytinu sem setja toll á iPod-inn en fólk á Íslandi þarf að borga 40 prósentum meira fyrir iPod heldur en nokkurs staðar annars staðar. Það veit enginn á hvaða for- sendum. Það eru bara einhver aftur- haldströll þarna í ráðuneytinu og stjórnmálamenn sem vilja ekki taka á þessu máli,“ segir Bjarni og bætir því við að hann viti aðeins um einn alþingismann sem hafi tekið þetta upp í umræðunni. „Ég skil ekki hvað allt þetta unga fólk er að gera þarna í þinginu. Af hverju þurfa Íslending- ar að fara til útlanda til að kaupa iPod. Það er meira að segja ódýrara fyrir mig að kaupa hann erlendis þrátt fyrir að ég myndi eflaust fá góðan díl á það hjá mínu fyrirtæki.“ Bjarni segir ríkið bara tapa á þess- um tollum enda kaupi flestir iPod erlendis. „Þegar tölvubyltingin var að byrja þá var söluskatturinn meira að segja felldur af tölvum til að flýta fyrir framþróun. Í dag virðast menn vilja hindra þessa þróun eins og þeir mögulega geta,“ segir Bjarni ákveðinn. „Ég hef verið spurður að því af hverju við erum ekki bara góðir við þessa menn og veitum þeim einhverja sérþjónustu. Mér finnst bara að hlutirnir eigi ekki að vera þannig. Þetta er greinilega ein- hver þrjóska í mönnum sem hafa ekki kjark til að taka þetta fyrir.“ Bjarni er búsettur í Kaupmanna- höfn um þessar mundir en hann tók við framkvæmdastjórastöð- unni þar í nóvember þegar fram- kvæmdastjóranum þar var sagt upp. „Ég hef verið með annan fót- inn í Danmörku allt frá því við opnuðum þar fyrir þremur árum. Þaðan er líka stutt til hinna Norð- urlandanna þar sem við erum líka með verslanir. Ísland er ekki hent- ugasta staðsetningin fyrir höfuð- stöðvar.“ Framtíðarplön Humac í dag eru að samhæfa Office Line við aðra starfsemi Humac auk þess að hreinsa til í stjórnuninni í Noregi og Danmörku. Bjarni segir þau verkefni hafa kostað ýmsar fórnir en séu nú að klárast. „Svo ætlum við bara að sækja fram. Til dæmis sjáum við fram á að geta tvöfaldað söluna hér á Íslandi og horfum þar á innri vöxt. Síðan höfum við verið að skoða tækifæri í Austur-Evrópu en þar eru minni og vanþróaðri markaðir. Það er talað um að ef Evrópa vex eins mikið og Ameríka þá sé eftir miklu að slægjast enda hefur salan í Ameríku tvöfaldast á skömmum tíma.“ Bjarni segir Humac reikna með að velta níu milljörðum á þessu ári en á því síðasta velti félagið 6,5 milljörðum. „Þetta er örugglega Íslandsmet í uppbyggingu því við fórum úr engu og lögðum allt okkar undir. Síðan fórum við bara að græða á fyrsta degi, áttum allt- af pening og vorum ekki að bruðla neitt. Þess vegna gátum við stækk- að svona hratt,“ segir Bjarni Áka- son, forstjóri Humac. Þetta er örugglega Íslandsmet í uppbyggingu því við fórum úr engu og lögðum allt okkar undir. Síðan fórum við bara að græða á fyrsta degi. Íslandsmet í uppbyggingu Bjarni Ákason, forstjóri Apple-fyrirtækisins Humac, hefur leitt fyrirtækið í gegnum gríðarlegan vöxt á frá því að Öflun, sem nú heitir Humac, tók við Apple-umboðinu á Íslandi af Tæknivali fyrir fjórum árum. Sigríður Hjálmarsdóttir heimsótti Bjarna og fékk að vita hvernig þessi hraða uppbygging hefði gengið fyrir sig en Humac reiknar með að velta níu milljörðum á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.