Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 64
! Fyrsta stofuspjallið á Gljúfrasteini Norður í landi eru menn að ræða um endurkomu Frels- arans og í bakhúsi einu í Listagilinu er fólk að storka þyngdarlögmálum og þenja mörk leikhússins. Innblástur Kristjáns Ingimars- sonar er kominn úr bók bókanna en verk hans „Frelsarinn“ sækir sitthvað í Biblíuna en annað í lífs- máta nútímamannsins - sem síst hefur minni þörf fyrir hjálpræðið þessa dagana. Aðalpersóna verks- ins er ósköp venjulegur maður sem fær þau skilaboð að hann sé Frelsarinn. Fyrst er hann svolítið efins en með hjálp dyggra stuðn- ingsmanna öðlast hann trúna. Hann æfir sína „yfirnáttúrulegu krafta“ og kraftaverk, sem virðast þó vera nokkuð tilviljanakennd. Að lokum kemur hann út úr skápn- um sem Jesú Kristur, en það hefur skelfileg afleiðingar í för með sér. Tákn verða á lofti og jörðin bifast. Líf hans tekur breytingum sem hann alls ekki átti von á. Dagur dómsins er í nánd. „Í verkinu er ekki aðeins verið að fjalla um hugmyndina um Jesú: „Hver sé okkar frelsari?“ heldur um eftirvæntingar fólks,“ útskýr- ir Kristján og staðfestir að verkið sé nokkuð pólitískt. „Frelsarinn í dag er bisnessmaður eða stjórn- málamaður enda er sáluhjálpin fólgin í peningum - það er leið fólks til þess að komast í snert- ingu við hið guðdómlega. Frelsar- inn er það sem fólk vill fá og þannig búum við hann til sjálf.“ Kristján kveðst sjálfur vera trú- aður maður og útskýrir að hann sé alls ekki að draga Jesú í efa með þessu verki sínu heldur leitist hann við að sýna hlutina frá öðru sjónarhorni. „Þetta verk fjallar líka um lýðræðið - það er pöpull- inn sem ræður en hann er auð- keyptur,“ segir Kristján og bætir við að Jesú hafi jú sjálfur þurft að fremja kraftaverk og höfða til fólksins til þess að vinna hylli þess. Hinn nútímalegi Frelsari er þannig pólitískur á „populískan“ hátt. Höfundurinn hefur augljósan húmor fyrir sjálfum sér þegar hann bendir aukinheldur á eigin „Messíasar-komplex“. Kristján er fæddur 24. desember og rifjar góðlátlega upp þá staðreynd að hann fékk á sínum tíma ekki að leika aðalhlutverkið í Jesus Christ Superstar. „En Frelsarinn snýr aftur,“ segir hann með sterkum norðlenskum hreim. Kristján er nýfluttur heim til Akureyrar eftir langa dvöl í Dan- mörku en hann hefur sýnt nokkrar sýningar sinna hér á landi, þar á meðal verkið Mike Attack sem hlaut lof og prís bæði meðal áhorf- enda og gagnrýnenda. Hann segist bæði vilja efla samskipti milli landanna og eins gefa fjölskyld- unni sinni tækifæri til þess að rækta tengslin við Ísland. „Frelsarinn“ verður frumsýnd- ur í K2 leikhúsinu í Kaupmanna- höfn í mars og síðan tekið til sýn- inga hér næsta vetur. Verkið var einnig valið til að fara á sýningar- ferðalag um Danmörku á vegum danska leiklistaráðsins. Meðleikarar hans eru Bo Madvig og Camilla Marienhof, hæfileikafólk sem bæði hafa sér- hæft sig í leiklist líkamans. Það má berlega sjá á sviði sýningar- innar, sem sérsmíðað er af vini Kristjáns og dyggum samstarfs- manni til margra ára, Kristian Knudsen, að „Frelsarinn“ er engin venjuleg sýning. Hægt er að halla sviðinu og reisa það alveg upp á rönd með þar til gerðum rafbún- aði og Kristján sýnir blaðamanni hvernig sérstyrktar „kolafíber- stangir“ og vogarafl vinna saman. Það þarf sterkar hendur og hug- rekki til að nýta sér möguleika sviðsins og blaðamanni verður hugsað til tryggingamála lista- fólksins enda virðist það ekki hættulaus iðja að svífa svona, hvað þá þegar þrír nota sviðið í einu. „Þetta er algjör draumur,“ segir Kristján stoltur um þetta verkfræðiundur og sveiflar sér niður. Hann bætir því kankvíslega við að samstarfskona hans Camilla sé bæði sérmenntuð í bardaga- tækni og þrautþjálfuð í nokkurs konar súlusporti. Kristján segist hafa gengið með hugmyndina að þessu verki nokk- uð lengi og nú hafi hann í fyrsta sinn verið krafinn um handrit. „Það var verulega strembið,“ segir hann sannfærandi en leikstjórinn Jón Páll Eyjólfsson, sem er íslenskum leikhúsunnendum að góðu kunnur og stýrði meðal ann- ars verkinu Maríubjöllunni hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta leikári, setti þumalskrúfurnar á höfundinn, sem vanur er að þróa verk sín „úti á gólfi“ og á eigin skinni. Verkið er þó að mestu án orða og gerist að hluta til í nokk- urs konar hægagangi (slow mot- ion). Þetta er í fyrsta sinn sem Kristján og Jón Páll vinna saman en höfundurinn segir leikstjórann hafa strax tekið vel í hugmyndina. Þeir deila ástríðu fyrir möguleik- um leikhússins en Kristján útskýr- ir að sér finnist íslenskir áhorf- endur og gagnrýnendur full uppteknir af því að hólfa verk niður. Hann segist frekar kjósa að hrista upp í hlutunum. „Mér finnst skrýtið að fólk velji að ganga sífellt sömu göturnar í stað þess að prófa nýjar leiði. Fyrir mér er það algjört grunnatriði.“ Kl. 17.00 Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur heldur erindi á vegum Akureyrar- Akademíunnar í Þórunnarstræti 99. Sumarliði ræðir um íslenska matarmenningu í erlendum ritum um Ísland en einnig mun Friðrik V. meistarakokkur útbúa matarbita sem er undir áhrifum frá þessum gömlu erlendu hugmyndum. Sýningum Jóhanns Ludwigs Torfa- sonar og Hlyns Helgasonar í Lista- safni ASÍ lýkur í dag. Jóhann sýnir tölvugerð mál- verk af skálduðum leikföngum í Ásmundarsal auk silkiþrykktra þrauta þar sem hann vinnur til dæmis með myndgátur. Sýningin er samvinna Jóhanns og fyrirtæk- isins Pabba kné ehf. sem framleið- ir verkin. Efnistök Jóhanns eru rammpólitísk í eðli sínu, en við- fangsefnin sem hann fjallar um í list sinni eru fyrst og fremst á vettvangi mannlegrar tilveru, í þjóðlegu jafnt sem alþjóðlegu samhengi og vega þau salt milli hins kómíska og hversdagslega. Hlynur Helgason sýnir í Arin- stofu og Gryfju en verk hans „63 dyr Landspítala við Hringbraut“ er fjölþætt skrásetning lista- mannsins á þessari þungamiðju íslensks samfélags. Skrásetning listamannsins tekur á sig margar myndir, hann birtir okkur dyrnar skipulega í kvikmynd og ljós- myndum, en nýtir einnig teikn- ingu og málverk á skematískan hátt í tilraun sinni til að lýsa spít- alanum og fjölbreytileika hans. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga og er aðgangur að safninu ókeypis. Sýningarlok í Listasafni ASÍ LÁTTU DRAUMINN RÆTAST 2007 Hin árlega stórsýning á fasteignum á Spáni: Í Perlunni 3–4. febrúar kl. 12–18 Síðumúla 13 – Simi 530-6500 www.heimili.is Síðumúla 13 – Sími 517-5280 www.gloriacasa.is Fasteigna- og leigumiðlun Íslendinga á Spáni Ókeyp is skoðu narfer ð! – ef þ ú kaup ir. – ferð in er e ndurg reidd við af sal á notað ri íbúð og við kaups amnin g á ný rri. Þú getur unniðflugferð tilAlicantemeð Plúsferðum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.