Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 19
prógressíft að vera á móti glæpa- sögum – sem ég held að sé ein- hver misskilningur. Ég sé enga ástæðu til að vera á móti ein- hverju vegna þess að það er vin- sælt alveg eins og það er engin ástæða til að vera fylgjandi ein- hverju vegna þess að það er óvin- sælt.“ Hermann ku þó ekki vera alveg hlutlaus í þessum efnum, bróðir hans Jón Hallur hefur verið kallaður „krónprins íslensku glæpasögunnar“ og sjálfur hefur Hermann í félagi við annan mann skrifað glæpasmásögu sem birt- ist í safnriti fyrir nokkrum árum. Hermann hefst handa við að rifja upp sögu reifaranna hérlend- is og bendir blaðamanni á að upp- hafsmaður íslensku glæpasög- unnar hafi í raun verið Thor Vilhjálmsson. „Hann þýddi Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco og skrifaði síðar Grámosinn glóir. Ég held að ég fari rétt með að hann hafi fengið meiri útbreiðslu meðal lesenda með þeirri bók. Samt er þetta ekki endilega hans aðgengi- legasta bók, þetta er mjög ljóð- ræn saga með rangölum sem er frábært að týnast í.“ Hann segist ekki munu loka fyrir þann möguleika að hann skrifi sjálfur fleiri glæpasögur og bendir á að það sé ekki svo mikill munur á þeim og öðrum skáldsögum. „Einhvern tíma hafði ég þá hug- mynd að munurinn á glæpasögum og öðrum sögum væri sá að glæpasögur hæfust á því að ein- hver deyr en aðrar bækur enduðu á því að einhver deyr. Eða missir vitið. Fagur- bókmenntir enda ýmist á dauða eða sturlun.“ Afmáð skil há- og lágmenningar gátu af sér reifarann sem Íslend- ingum hefur loksins lærst að hampa. Hermann segist ekki lesa mikið af slíkum bókmenntum en segir að aðdáendur þeirra leiti að goðsögum heimsins í frásagnar- mynstri sem þeir kannist við og njóti endurtekningarinnar. Rithöf- undar séu síðan drifnir áfram af ólíkri þörf, þar á meðal þeirri að hafa áhrif á veröldina í kringum sig. „Ég hef brjálaða hjátrú um áhrifamátt bókmennta,“ segir Hermann, „raunar hreinræktaða grillu“. Hann líkir þeirri trú sinni við söguna af fiðrildunum sem blaka vængjum á einum stað og valda með því stormi annars stað- ar á hnettinum. „Það eru alls konar áhrif – óbein og ómælanleg. Það getur svo margt gerst í sálar- lífinu hjá fólki sem les bækur, þær geta breytt hugmyndum þeirra og smitast út í lífið þótt aðeins örfáar hræður gluggi í þær.“ Hermann heldur að kollegar hans í rithöfunda- stétt skrifi vegna þess að þeir geti ekki hætt. Trúin á mátt bókmenntanna hefur vitanlega breyst með árunum en Hermann er bjartsýnn. „Auðvit- að tel ég að skáld- skapur hafi gríðar- leg áhrif. Ég held að hann breyti heimin- um á hverjum degi.“ Fólk hefur agnúast út í jólabókaflóðið og rætt um skort á umræðu í tengslum við bókmenntir ára- tugum saman. Hermann segist ekki kunna neina endanlega skýr- ingu á því af hverju ekki hafi tek- ist að breyta viðhorfinu en segir að slík flóð séu ekki alveg óþekkt í öðrum löndum og að þetta hafi bæði jákvæðar og neikvæðar hlið- ar – þótt hann hafi „ekki beinlínis gaman að því“ sjálfur. „Það gæti hugsast að þessi hefð væri hrein- lega hentug út frá kapítalísku sjónarmiði. Hefðin fyrir því að gefa bækur í jólagjöf er bara nokkurra áratuga gömul en hún stendur að stórum hluta til undir bókaútgáfu hér á landi. Stór hluti bóka kemur út fyrir jólin en nú eru alls kyns annars konar vertíð- ir að bætast við, til dæmis í bók- sölu fyrir ferðamenn á sumrin. Draumalandið kom út í mars á síðasta ári en sló samt í gegn og á síðustu árum hefur komið tals- vert slangur af bókmenntum á öðrum tíma en fyrir jól.“ Her- mann nefnir að íslenskir höfund- ar megi þó vel við una að ein- hverju leyti. Gæði hlutskiptis þeirra sé vitanlega afstætt í sam- anburði við kollega þeirra í öðrum löndum. „Á Spáni er talsvert erfiðara fyrir höfund að koma sér á framfæri en hér og styrkir af skornum skammti meðan aftur í Belgíu, ef ég man rétt, og fleiri löndum, er styrkjakerfið þróaðra og betra en hér og hlutfallslega meira fé veitt í það og höfundar því ekki eins háðir markaðnum.“ Hermann nefnir í því samhengi óvenju stuttan meðallíftíma spænskra bóka. „Hann getur verið styttri en líftími miðlungs líf- seigrar bloggsíðu, í mörgum til- fellum er hann um tveir mánuðir. Bækurnar koma út, seljast illa í nokkrum bókabúðum og eru send- ar í endurvinnslu þar sem þær eru tættar í strimla. Fæstar þeirra rata á bókasöfn eins og hér er yfirleitt reglan – þær hreinlega hverfa af yfirborði jarðar. “ Hermann vinnur nú að skáldsögu sem hann segir lokahnykkinn í þríleik með sömu söguhetjum. „Ég kallaði reyndar þá fyrstu, Níu þjófalykla, smásagnasafn en síðan flokkaði einn gagnrýnand- inn hana sem skáldsögu og ætli það sé ekki bara rétt hjá honum. Ég er farinn að kalla hana skáld- sögu líka – ég geri bara það sem mér er sagt,“ segir hann bljúgur. Hermann líkir síðan skáldsög- unni glaðhlakkalega við „allsherj- ar ruslakistu“ og segir marga ólíka hluti rúmast innan hennar nú sem fyrr. Hann kveðst ekki vera búinn að lesa sig í gegnum þann stafla af íslenskum skáld- sögum sem komu út fyrir síðustu jól en nefnir þó að hann hafi til dæmis hrifist af bók Braga Ólafs- sonar, Sendiherranum og sögu Sölva Björns Sigurðssonar, Fljót- andi heimur. „Þótt það sé miklu frjórra að líta svo á að skáldsagan sé komin að fótum fram og við séum að upplifa mesta hörmungarskeið hennar fyrr og síðar þá er það fyrst og fremst fyndin hugmynd. Þegar maður lítur á þær bækur sem komið hafa út að undanförnu er það augljóslega ekki tilfellið.“ * Oft á vorin haldin eru héraðsmót. * Hermann Stefánsson Jafnvel þótt eitt- hvað rati á blað sem einhver hefur sagt merkir það ekki að þar sé komin manneskj- an sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.