Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 37
Gefin hefur verið út rekstrar-
handbók fyrir hestaleigur og
hestaferðafyrirtæki.
Talið er að um 50 þús-
und erlendir gestir
fari árlega á hestbak
á Íslandi. Því eykst
mikilvægi fag-
mennsku í hesta-
ferðaþjónustu
stöðugt.
Ferðamáladeild
Háskólans á Hólum
hefur gefið út bók-
ina Stjórnun og
rekstur í ferðaþjón-
ustu – hestaleigur
og hestaferðafyrir-
tæki. Mun þetta vera fyrsta rit
sinnar tegundar hérlendis.
Útgáfan er liður í viðamiklu
rannsóknar- og þróunarverkefni
sem staðið hefur yfir um árabil
við ferðamáladeild Háskólans á
Hólum. Námskeið fyrir
rekstraraðila og
starfsmenn í
hestaferðaþjón-
ustu eru fyrirhug-
uð í framhaldi af
útgáfu bókarinnar.
Bókin er rituð af
Ingibjörgu Sigurð-
ardóttur viðskipta-
fræðingi við ferða-
máladeild.
Samtök ferða-
þjónustunnar eiga
aðild að verkefninu.
Handbók fyrir
hestaleigur
Gistinóttum á íslenskum
hótelum fjölgaði verulega milli
áranna 2005 og 2006 að því er
fram kemur í tölum frá Hag-
stofu Íslands. Mesta fjölgunin
er hjá Bretum.
Hlutfallslega varð mest aukning
gistinótta á samanlögðu svæði
Suðurnesja, Vesturlands og Vest-
fjarða þar sem þeim fjölgaði um
23 prósent. Á Norðurlandi varð
aukningin um 17 prósent, á Aust-
urlandi um 14 prósent, höfuðborg-
arsvæðinu 12 prósent og á Suður-
landi 6 prósent.
Gistinóttum Íslendinga fjölgaði
um 14 prósent og útlendinga um
13 prósent, en fjölgun gistinátta
erlendra gesta vegur þar þyngra
þar sem gistinætur þeirra eru um
79 prósent af heildarfjölda gisti-
nátta á þessu tímabil. Mest hefur
orðið aukning á komu Breta hing-
að til lands en gistinætur Breta
voru rúmlega 174 þúsund talsins á
árinu 2006 og fjölgaði um 25 pró-
sent milli ára. Næstflestar voru
gistinætur Bandaríkjamanna,
tæplega 114 þúsund. Þá koma
Þjóðverjar með tæplega 110 þús-
und gistinætur og þótt Þjóðverj-
um fjölgi lítið hlutfallslega er góð
fjölgun frá öðrum löndum í Mið-
Evrópu.
www.ferdamalastofa.is
Aukning á
gistinóttum
Ferðamálastofa og samgöngu-
ráðuneytið skrifa undir árang-
ursstjórnunarsamning.
Undirritaður hefur verið árang-
ursstjórnunarsamningur milli
samgönguráðuneytisins og Ferða-
málastofu. Tilgangur hans er að
festa í sessi ákveðið samskipta-
ferli milli þessara aðila og skerpa
áherslur í framkvæmd verkefna.
Í samningnum er kveðið á um
gagnkvæmar skyldur beggja
aðila. Ferðamálastofa skal leggja
fram áætlun til fjögurra ára fyrir
1. júlí 2007 þar sem fram komi
hvernig stofnunin hyggst vinna að
markmiðum sem tilgreind eru í
ferðamálaáætlun 2006 til 2015. Þá
skal leggja fram áætlun fyrir 15.
desember ár hvert þar sem gerð
er grein fyrir helstu verkefnum
og árangri sem stefnt er að á kom-
andi ári. Einnig skal leggja fram
ársskýrslu þar sem borin eru
saman markmið og árangur ársins
og fram koma einnig þau tilmæli
ráðuneytisins að Ferðamálastofa
leiti leiða til að flytja verkefni út á
land. www.samgonguraduneyti.is
Skerptar
áherslur
- mun hollara en frá erlendum framleiðendum
- aðeins 3% mettuð fita í Stjörnusnakki
- engin hert fita
- engar transfitusýrur, sem er mjög gott
- 30% minni fita en í kartöfluflögum
- þess vegna segjum við Til hamingju Ísland !
Í tilefni af umræðu um herta fitu í matvælum viljum við minna á að það er
engin hert fita og engin transfita í framleiðsluvörum Iðnmarks
og hefur ekki verið í 20 ár.
www.snakk.is
Hol
lara
sna
kk
með
100
%
sólb
lóm
aol
íu
Til hamingju Ísland!