Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 6
Fjalakötturinn Hagnaður íslensku bankanna; Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, vegna vaxta- og þjónustugjalda jókst um fjórtán- hundruð prósent á milli áranna 2002 og 2006. Árið 2002 var saman- lagður hagnaður bankanna þriggja vegna vaxta- og þjónustugjalda tæpir ellefu milljarðar en tæpir 165 milljarðar árið 2006. Vaxta- tekjurnar hækkuðu úr rúmum 24 milljörðum upp í tæpa 131, eða um 435 prósent, og þjónustutekjurnar hækkuðu úr rúmum þrettán millj- örðum króna upp í rúma 92, eða um 594 prósent. Þetta kemur fram í gögnum sem upplýsingasvið Alþingis vann fyrir Jóhönnu Sig- urðardóttur, þingmann Samfylk- ingarinnar. Jóhanna segir að þessar tölur staðfesti bankaokrið sem hafi við- gengist hér á landi frá því bank- arnir voru einkavæddir. „Bank- arnir hafa svigrúm til þess að lækka vexti og ég vil að neytendur fái líka að njóta þess sem einka- væðingin hefur skilað en ekki bara bankakóngarnir,“ segir Jóhanna. Hún telur að Jón Sigurðsson hafi ekki brugðist við tilmælum frá Samkeppniseftirlitinu í ágúst árið 2006 um að bregðast við þeirri fákeppni á bankamarkaði sem væri hér á landi og skaðaði neyt- endur. Þingmaðurinn vill að Jón Sigurðsson láti fara fram rann- sókn á háum bankakostnaði og meintu samráði bankanna. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir að bankarnir fylgi stýrivöxt- um Seðlabanka Íslands og að allir vextir bankanna komi ofan á þá, þess vegna sé hið háa vaxtastig í landinu ekki bönkunum að kenna. „Bankarnir stjórna því ekki hverj- ir vextirnir eru í hagkerfinu,“ segir Ásgeir. Hann segir að aukin umsvif skýri aukinn hagnað bank- anna, en að hann sé ekki tilkominn vegna viðskipta þeirra við almenn- ing í landinu. „Í sumum greinum viðskipta bankanna, til dæmis á fasteignamarkaði, er ábati lítill sem enginn miðað við núverandi raunvaxtastig í landinu,“ segir Ásgeir og bætir því við að umræð- an um meint okur bankanna sýni fram á hversu mikil áhrif háir stýrivextir Seðlabankans séu farn- ir að hafa í landinu. Hagnaðurinn jókst um 1.400 prósent Bankarnir græddu tæpa 165 milljarða á vaxta- og þjónustutekjum árið 2006. Þjónustutekjurnar jukust um tæp sex hundruð prósent. Forstöðumaður grein- ingardeildar Kaupþings segir íslensku bankana ekki okra á almenningi. Sjöunda konan hefur kært Guðmund Jónsson, fyrrver- andi forstöðumann Byrgisins. Þetta staðfesti Ólafur Helgi Kjart- ansson, sýslumaður á Selfossi. Konurnar sjö sem lagt hafa fram kæru á hendur Guðmundi kæra hann allar fyrir meinta kyn- ferðislega misneytingu meðan þær dvöldu í Byrginu. Sýslumað- ur kvaðst ekki gefa frekari upp- lýsingar um gang málsins, meðal annars vegna þess að það væri engum til framdráttar að reka það í fjölmiðlum. Það var eftir upplýsingar sem komu fram í fréttaskýringaþætt- inum Kompási á Stöð 2 sem farið var að athuga rekstur Byrgisins. Í ljós komu miklar brotalamir, bæði hvað varðaði fjárhagslega hlið rekstrarins og meinta misnotkun forstöðumannsins fyrrverandi á konum sem þar höfðu dvalið. Þá varð uppvíst um að fangar sem höfðu verið þar á reynslulausn voru ekki látnir fara að reglum Fangelsismálastofnunar hvað varðaði viðveru og fleira. Nú er unnið af fullum krafti að rannsókn málsins. Skýrslu Ríkis- endurskoðunar um fjármál Byrgisins hefur verið vísað til ríkissaksóknara og sýslumanns- embættið á Selfossi rannsakar meint brot gegn fólki sem dvalið hefur í Byrginu. Þeir sem dvalið hafa í Byrginu og þurfa á aðstoð fagaðila að halda geta hringt í síma 543 4074 á Landspítala virka daga milli klukkan 9 og 16 fyrir 31. mars. Byrgiskærurnar orðnar sjö Björn Árdal, barna- læknir og sérfræðingur í ofnæm- is- og ónæmissjúkdómum, segir að svifryksmengun geti verið ert- andi fyrir lungnapípur og lungna- vefi og geti valdið lungnaskaða. Það sé þekkt að utan. Sérstaklega sé þetta slæmt fyrir börn, sem eiga fyrir höndum margra áratuga ævi. Mengunin geti veiklað lungu þeirra verulega. „Það er þekkt að ef skaði verður á lungum þá getur hann magnast í gegnum árin. Vafalaust má tengja mengun ertanleika í lungum, astma og þvíumlíku. Krakkar sem eru útsettir fyrir svona mengun í bernsku geta orðið langtíma lungna- veikir því lengur sem þetta mengunarástand varir,“ segir hann. Mælingar sýna að veruleg svif- ryksmengun getur myndast í borginni. Björn segir að sé mikil svifryksmengun við leikskóla sé hugsanlega verið að búa í þannig í haginn að börnin verði með við- kvæmar og lélegar lungnapípur og lungnavef til frambúðar. Það geti leitt til krónískra lungnasjúk- dóma á fullorðinsárum, lungna- þembu eða langvinnrar berkju- bólgu. „Það segir sig sjálft að þar sem svifryk er í miklu magni gerir það skaða hér á landi eins og annars staðar en við höfum sem betur fer rigningu og rok til að hreinsa loft- ið,“ segir Björn. Hann telur ástæðu til að hafa hættu á svifryksmeng- un í huga þegar staðsetning á skól- um og leikskólum er valin. Svo sé ástæða til þess að draga úr notkun nagladekkja eftir megni. Getur valdið lungnaskaða Elsti sonur og nafni Fidels Castro sagði á fimmtudag að faðir sinn hefði tekið viðun- andi framförum eftir aðgerðina sem hann gekkst undir og að hann gæti að endingu náð sér að fullu. Bróðir Kúbuleiðtogans, Raúl Castro, hefur verið starfandi forseti síðan hinn áttræði bróðir hans dró sig í hlé fyrir meira en hálfu ári. Raúl greindi frá því í síðustu viku að Fidel stundaði æfingar og notaði símann mikið. Stjórnvöld á Kúbu hafa staðfastlega neitað getgátum um að Castro sé með krabbamein. Segir að Castro sé að braggast Ætlar þú að halda konudaginn hátíðlegan? Finnst þér að banna eigi klámráðstefnuna sem halda á í Reykavík í næsta mánuði?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.