Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 86
Þegar ég frétti af dauða Önnu
Nicole Smith gat ég ekki komist
hjá því að leiða hugann að öðrum
tragískum blondínum sem hafa
fallið frá langt fyrir aldur fram.
Fórnarlömb eigin hégóma og þó
fyrst og fremst samfélagsins og
einhverra vitleysinga sem búa til
galin tískuviðmið sem engin
venjuleg kona getur staðið undir.
Frægasta örlagaljóskan var ekki
einu sinni alvöru ljóska. Hún var
með litað hár, fór að sofa í einum
dropa af Chanel 5 og vaknaði
aldrei aftur. Allar frægðarljóskur
hafa frá dánardægri hennar lifað
og dáið í skugga Normu Jean.
Sorglegt þar sem goðsögnin um
ljóskuna sem heimskt kynlífsvið-
fang karlmanna hefði átt að deyja
með Marilyn. En nei, við höldum
þessu til streitu með því að hampa
fábjánum eins og Britney Spears,
Paris Hilton og Önnu heitinni. Þær
eru ekki síður fórnarlömb okkar
en sjálfra sín um leið og þær við-
halda ímynd heimsku ljóskunnar
og kasta óvart og væntanlega óaf-
vitandi rýrð á ljóshærðar kynsyst-
ur sínar úti um allan heim. Samt
ekki í alvörunni. Bara meira svona
í sameiginlegri meðvitund okkar
en þar er sem betur fer allt í plati.
Eða hvað?
Sem ljóska vil ég alls ekki skrifa
undir að við séum endilega ógæfu-
legri en aðrar konur. Hins vegar
er algjör aflitun á hári klassískur
liður í því flókna ferli sem viss
kventýpa gengur í gegnum með
það að markmiði að skapa sér nýtt
útlit, nýtt sjálf og þar með nýtt líf.
Þessi kona vill þurrka sig út og
skapa eitthvað nýtt. Hún vill
breyta líkama sínum, nafni sínu
og sögu. Hún vill enga samfellu og
ekkert samhengi. Fortíðin er
gleymd og framtíðin er óþarfi.
Núið er hennar tímabelti. Ég lifi
fyrir augnablikið, segir hún, og
svo kemur að því að það augnablik
er fryst í tíma. Og eftir stendur
óbreytanleg mynd af ómótstæði-
legri konu sem, þrátt fyrir alla
ógæfu, tókst að skapa eitthvað
sem er og verður lengi í minnum
haft.
Nora Kuzma, betur þekkt sem
klámmyndastjarnan Traci Lords,
vaknaði við læti um miðja nótt
þegar þrír FBI-gæjar brutust inn í
svefnherbergið á heimili hennar í
Redondo Beach í Kaliforníu í maí
1986. Hún var enn eftir sig eftir
gott kókaínpartí frá kvöldinu áður,
skíthrædd um það hvar hún hefði
falið restina af dópinu enda hélt
hún að þeir væru komnir til að
handtaka hana fyrir eign á kóka-
íni. En þeir voru að spá í klám-
myndir sem hún hafði verið að
leika í síðustu þrjú árin undir lög-
aldri. Traci Lords, sem var nýbúin
að halda upp á 18 ára afmæli sitt
(sem er löglegi aldurinn til þess að
leika í fullorðinsmyndum) byrjaði
15 ára að leika í klámmyndum og
lék hún í 77 myndum á þessum 3
árum, þar má telja upp myndir
eins og „Those Young Girls“, „We
Like to Tease“, „New Wave Hoo-
kers“, „Educating Mandy“ og „Bad
Girls III“.
Ógæfuljóskurnar eru dýrkaðar og
dáðar fyrir útlitið. Þær verða fljót-
lega hundleiðar á því enda eru
óumflýjanleg örlög þeirra að eng-
inn hlustar á hvað þær hafa að
segja. Manneskjan með sálina
koðnar niður og finnst hún einskis
virði. Því miður er samfélagið svo
upptekið af því að segja hvað það
er eftirsóknarvert að vera ljóskan
að fjölmargar konur eltast við að
fylgja uppskriftinni. Við sjáum
það á þátttöku kvenna í klámvæð-
ingunni og fjölda „fegrunarað-
gerða“. Ef við viljum læra eitt-
hvað af ógæfuljóskunum er það
helst að hamingjan felst í því að
vera metin sem manneskja.
Konur sem gera sjálfar sig að leik-
föngum karlmanna eru dauðanum
merktar því „draumakona“ karla
er ekki til í veruleikanum heldur
aðeins sem dauð hugmynd í kolli
þeirra. Leikfangið drepur þannig í
sér konuna fyrir þessa hugmynd
og er því þegar hálfdautt, svona
eins og dúkkur eru. Þegar leik-
fangið lætur síðan á sjá er ekki
annað að gera en kasta sér á haug-
ana því karlmannskrakkinn vill
sífellt nýrri leikföng.
Í
laginu Platinum Blonde
með Blondie raular Debb-
ie Harry um að hún vilji
lita hárið á sér „A
luminous Dayglo shade,
walk into a bar and I’ll
have it made.“ Marilyn Monroe
söng „Gentlemen Prefer Blond-
es“ með sinni mjúku og stelpu-
legu rödd. Fyrsta og frægusta
staðalmynd ógæfuljóskunnar var
auðvitað Marilyn Monroe. Fögur
kona sem samt breytti útliti sínu
algerlega. Litaði dökka lokkana
og skapaði sterka uppskrift sem
enn lifir sterkt í dag: viðkvæma,
brothætta kynbomban með aflit-
að hár og sorglega, stutta ævi.
Konur sem voru oftast frægar
fyrir lítið annað en háralitinn og
ímyndina.
Hægt er að þylja upp röð af
fagurlimuðum gerviljóskum sem
fylgdu í kjólfar Marilyn: bomb-
urnar Jayne Mansfield og
Brigitte Bardot, jaðartýpurnar
Edie Sedgwick og Nico í Velvet
Underground, Paula Yates fyrr-
um eiginkona Michael Hutch-
ence - og svo nú í dag sjást þær
fremur í „kitsch“-útfæringum
Pamelu Anderson, fyrrnenfdri
Önnu Nicole, Britney Spears og
Paris Hilton. Á tímum steinaldar,
segja mannfræðingar, þegar
frummaðurinn leitaði sér að
kvonfangi þá valdi hann sér oft
ljóshærðara kvendýr. Slík skepna
hafði sérstöðu meðal loðinna
dökkra nendertalsmanna og
veitti karlinum því aukna virð-
ingu innan ættbálksins. Nýleg
rannsókn í Bretlandi sýndi hins-
vegar að þegar 1.500 karl-
menn skoðuðu myndir af
sömu konunni: ljóshærðri,
rauðhærðri og dökkhærðri,
þá fékk sú síðarnefnda vin-
sældavinningin. Platínu-
ljóskan var oftast talin „Við-
kvæm, þurfandi, ósjálfstæð“
en sú dökkhærða var „Greind
og sjálfstæð“.
En við erum ekki að tala
hér bara um „venjulegar“
ljóskur. Ekki um náttúru-
legar ljóskur, eða færi-
bandastrípuljóskur. Við
erum að tala um ógæf-
uljóskurnar sem
skinu svo skært og
féllu svo hratt.
Margar enduðu
líf sitt í móðu eit-
urlyfja og
læknadóps.
Gerviljóskur
sem voru ýmist
eða allt í senn:
brothættar, við-
kvæmar, töff.
Konur sem
breyttu útliti sínu
eins og þær væru að
skapa eigið listaverk.
Hvort sem þær gerðu það
fyrir sig sjálfar eða í þágu ein-
hverrar ímyndarfantasíu karl-
peningsins. Sumar urðu líka
hrein listaverk. En undar-
leg örlög margra þessa
hvíthærðu kvenna er
umhugsunarefni og
ákveðin endur-
speglun poppkúlt-
úrs síðustu aldar.
Mýtan um ógæfuljóskuna
Hvað er ógæfuljóska fyrir þér?
Anna Nicole Smith er enn ein platínu-
blondínan sem endar stutta frægðarævi
sína á tragískan hátt. Anna Margrét
Björnsson lítur yfir frægustu ljóskur sam-
tímans og spyr af hverju aflitaða ljóshærða
bomban vill svo oft breytast í sjálfseyðandi
sjálfsmorðssprengju?