Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 16
Lýðheilsuvísindi eru vísinda- grein sem gegnir stöðugt mikilvægara hlutverki í nútímasamfélagi. Innan hennar leita menn svara við mikilvægum spurningum svo sem: Hvernig er heils- an? Af hverju líður okkur svona? Hvernig getur okkur liðið betur? Í gær hleypti Háskóli Íslands af stokkun- um sérstakri miðstöð í lýð- heilsuvísindum sem býður upp á nám og rannsóknir á þessu sviði. Forstöðumaður og dósent við hina nýju miðstöð í lýðheilsuvísindum er dr. Unnur A. Valdimarsdóttir og að hennar sögn verður þar boðið upp á þverfræðilegt meistara- og doktorsnám frá og með næsta hausti. „Markmið er að nemendur í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands fái tækifæri til að vinna að rannsóknum á heimsmælikvarða og geti birt niðurstöður sínar í virtustu rannsóknartímaritum heims á þessu sviði.“ Gert er ráð fyrir að um tuttugu meistaraprófsnemar stundi nám og rannsóknir við miðstöðina árlega og þar verði jafnframt fimm til sex doktorsnemar að staðaldri. Unnur segir að með markvissum rannsóknaraðferðum geti lýð- heilsuvísindin fundið áhrifavalda heilbrigðis og þannig skapað þekk- ingargrunn sem nauðsynlegur sé til stefnumótunar forvarna og heilsueflingar. „Hugtakið lýð- heilsuvísindi felur í raun í sér vís- indastarf, stjórnmál og forvarnir,“ segir hún. Með því á hún við að sjálft námið og þær rannsóknir sem nemar vinna að snúist um að skapa þekkingu um lýðheilsu og hvað hefur áhrif á almennt heilsufar fólks. „Stjórnmálamenn og aðrir sem vinna að stefnumótun heilsu- verndar taka síðan ákvarðanir í ljósi þessarar þekkingar um hugsanlegar forvarnir.“ Sem dæmi um slíkt ferli nefnir Unnur að rannsóknaraðferðir lýð- heilsuvísinda leiddu meðal annars til þess að skaðsemi reykinga var uppgötvuð fyrir einum fimmtíu árum; enn fremur tókst að draga verulega úr tíðni vöggudauða á tíunda áratug síðustu aldar með einfaldri lýðheilsuherferð: „Back to sleep!“ („Barn skal sofa á bak- inu!“). Rannsóknarstarf við miðstöðina verður meðal annars unnið í sam- vinnu við opinberar stofnanir hér- lendis, sem í gegnum tíðina hafa safnað gögnum um heilsufar Íslendinga. „Við erum í viðræðum við stofnanir á borð við Hjarta- vernd, Krabbameinsfélagið, Vinnueftirlitið og Lýðheilsustöð en við höfum þegar gengið frá slíkum samningum við Land- læknisembættið en þar eru til að mynda margvísleg gögn um sjúkrahúsvist og lyfjanotkun Íslendinga,“ segir Unnur. Upp úr þessum gögnum vonast hún til að nemendur geti síðan unnið vísindarannsóknir, bæði doktors- og meistaranámsverk- efni eins og gert er í nágranna- löndunum. „Og það er gaman að segja frá því að fyrsta doktors- verkefnið af þessum toga er þegar komið af stað hjá okkur en það er rannsókn byggð á lyfjgagnagrunn- inum um geðlyfjanotkun barna og unglinga, áhrifaþáttum hennar og afleiðingum. Þetta er dæmi um verkefni sem við komum til með að vinna.“ Og Unnur nefnir ýmis önnur dæmi um verkefni sem nauðsynlegt er að vinna að og fá svör við marg- víslegum spurningum þeim tengd- um. „Tækniþróun samfélagsins tekur örum breytingum, nýjar umhverfisógnir steðja að okkur, breyttur lífsstíll og öldrun þjóðar- innar eru þættir sem kalla á ný svör við því hvernig hægt er að viðhalda heilsu og lífsgæðum þjóðarinnar. Hver eru til dæmis áhrif aukinnar kyrrsetu barna og rítalínsnotkunar á heilsu þeirra á fullorðinsárum? Veldur svifrykið okkur óbætanlegum skaða og hvernig viðhöldum við lífsgæðum í ellinni? Aukin tíðni sjúkdóma og örorku krefst þess einnig að við leitum svara við því hvað veldur og hvernig hægt sé að bæta líf þessa fólks svo það geti aftur tekið virkan þátt í samfélaginu.“ Auk samstarfssamninga við stofn- anir mun nám í lýðheilsuvísindum byggjast á góðu samstarfi við erlenda háskóla og rannsóknar- stofnanir. Þannig hefur að sögn Unnar þegar verið gengið frá viljayfirlýsingu um samvinnu við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og samningar við faraldsfræði- deild Harvard School of Public Health í Boston og University of Minnesota eru í smíðum. „Samn- ingurinn við minn gamla vinnu- stað Karolinska snýst um að hann verður okkur innan handar við mótun námsins, við fáum þaðan gestaprófessora og nemendum hér býðst að fara þangað út til að taka námskeið sem ekki verður hægt að taka hér heima. Og við vonumst til að ganga frá sams konar samningum við hina skól- ana og kannski fleiri innan tíðar.“ Við undirbúning þessarar nýju námsbrautar segir Unnur að mikil áhersla hafi verið lögð á að námið yrði þverfræðilegt. Markmiðið er að það verði vettvangur fagfólks með fjölbreyttan fræðabakgrunn sem vill nema fyrsta flokks rann- sóknaraðferðir til að svara spurn- ingum úr lífi sínu og starfi. „Við viljum að þetta nám verði öllum aðgengilegt, sama hvaða mennt- unarbakgrunn fólk hefur. Þess vegna er námið skipulagt af full- trúum frá öllum deildum Háskól- ans og í raun geta nemendur útskrifast með meistaragráðu eða doktorsgráðu í lýðheilsuvísindum frá hvaða deild háskólans sem er.“ Hún nefnir enn fremur að námið verði fyrst og fremst bund- ið við vísindastarf. „Kjarninn verður verklag í vísindum, aðferðafræði og hin vísindalega aðferð. Við munum leggja mikla áherslu á að rannsóknir okkar verði eins vel úr garði gerðar og nokkur kostur er.“ Unnur segist þegar hafa orðið vör við mikinn áhuga á þessari nýju námsbraut og á aðallega von á tvenns konar nemendum í námið. „Annars vegar þeim sem koma frá hinum ýmsu stofnunum samfé- lagsins og vilja auka við þekkingu sína, eru hugsanlega að safna gögnum og vilja nota þau í verk- efnum sínum. Síðan á ég líka von á nemum sem vilja nema aðferða- fræði og lýðheilsuvísindi sem slík.“ Þessum nemum er ætlunin að bjóða upp á að vinna úr gögnum til dæmis frá landlæknisembættinu og embættið fær í staðinn skýrsl- ur og niðurstöður rannsókna sem það getur síðan notað til að gefa stjórnvöldum ráð um aðgerðir á sviði lýðheilsu. „Ég tel að námsbraut sem þessi geti orðið dæmi um góða samvinnu milli vísinda og atvinnulífs og held að þetta sé mjög hagnýtt nám fyrir þá sem vilja taka þátt í stefnumót- un forvarna og heilsuverndar,“ segir Unnur A. Valdimarsdóttir, dósent og forstöðumaður mið- stöðvar í lýðheilsufræðum við Háskóla Íslands. Lýðheilsurannsóknir á heimsmælikvarða Hugtakið lýðheilsuvís- indi felur í raun í sér vís- indastarf, stjórnmál og forvarnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.