Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
68%
40%
37%
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
Fr
é
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006.
Þriðjudagur
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
allt landið
B
la
ð
ið
B
la
ð
ið
30
20
10
50
40
0
60
70
80
Sími: 550 500020. febrúar 2007 — 50. tölublað — 7. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
Leikdómur
Sextugsafmæli Ladda í
Borgarleikhúsinu.
MENNING 21
HEILBRIGÐISMÁL Tollgæslan í
Reykjavík stöðvaði 1.081 póst-
sendingu á síðasta ári vegna gruns
um að lyfjainnihald sendinganna
samræmdist ekki íslenskum regl-
um varðandi innflutning einstakl-
inga á lyfjum til landsins. Árið
áður voru 642 sendingar stöðvað-
ar, sem þýðir tæplega 70 prósenta
aukningu milli ára. Reglugerðin
bannar að öll lyf utan EES-svæðis-
ins komist til Íslands með pósti og
er meginþorri haldlagninganna af
þeim sökum. Þó eru einnig tekin
lyf sem eru lyfseðilsskyld hér á
landi, meðal annars stinningarlyf.
Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir,
yfirtollvörður hjá póstmiðstöð
Tollgæslunnar, segir öll bönnuð lyf
fá sömu meðferð. „Ef Lyfjaeftirlit-
ið metur sendingarnar þannig að
þær fara í bann þá er það móttak-
andans að ákveða hvort hann vill
láta farga lyfjunum eða hvort hann
vill láta endursenda vöruna.“
Einnig hafa borist hingað til
lands fölsuð lyf, en framleiðsla
þeirra hefur farið vaxandi á und-
anförnum árum. Regína Hall-
grímsdóttir, sviðsstjóri eftirlits-
sviðs Lyfjastofnunar, segir þau lyf
mestmegnis vera einhvers konar
stinningarlyf eða fugla-flensulyf.
„Yfirleitt eru þetta lyf sem geta
verið feimnismál líkt og stinning-
arlyfin eru gjarnan. Eða, líkt og
með fuglaflensulyfin, lyf sem fólk
var farið að hamstra. Þá verður
mjög vinsælt að taka svona lyf og
setja á markað vegna þess að það
er mikil eftirspurn eftir þeim.“
Lyf eru flokkuð sem fölsuð ef
um er að ræða eftirlíkingar á lyfj-
um sem verið er að framleiða á
markaði. Að sögn Regínu skiptast
þau að mestu í tvo flokka. „Annars
vegar geta lyfin innihaldið allt
önnur efni en framleiðendurnir
segja í þeim. Hins vegar geta lyfin
innihaldið sama virka efnið og er í
upprunalegu lyfjunum en þau eru
ekki framleidd í viðurkenndum
lyfjaframleiðslufyrirtækjum. Það
getur því verið að falsað lyf hafi
sömu virkni og það er sagt hafa.“
- þsj
Stinningartöflurnar
stöðvaðar í tollinum
Mikil aukning varð milli ára á haldlögðum póstsendingum vegna gruns um
að lyfjainnihald samræmdist ekki íslenskum reglum. Hluti lyfjanna voru
fölsuð lyf, meðal annars stinningarlyf. Lyfin voru endursend eða þeim fargað.
Akureyri - Grindavík - Mjódd Reykjavík - Salahverfi Kópavogi
Humarveisla
Hornafjarðarhumar 500 gr.
499 kr/pk.
ÁFRAM VINDASAMT - Í dag
verður norðaustan- eða austanátt,
víða 8-15 m/s en hvassara með
suðurströndinni. Skúrir eða slyddu-
él austan og suðaustan til annars
úrkomulítið. Hiti 2-7 stig, mildast
sunnan til.
VEÐUR 4
SIGRÚN ÞÖLL ÞORSTEINSDÓTTIR
Náði kjörþyngd
á einu ári
heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
Öll að braggast
Inga Sæland missti
framan af löngutöng í
alvarlegu slysi á
laugardaginn.
FÓLK 30
FOOD & FUN
Hátíð sem vekur at-
hygli víða um heim
Sérblað um matarhátíðina Food & Fun
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Poppstjarna fer
yfir um
Hegðan Britney Spears
verður undarlegri
með degi hverjum.
FÓLK 22
Einmana börn
„Með því að draga úr verslunar-
ferðum er hægt að spara umtals-
verðan tíma sem betur er varið til
samskipta eða samveru með börn-
um,“ segir Inga Rósa Þórðardóttir.
Í DAG 16
UMHVERFISMÁL Æðarfuglar fund-
ust með olíu í fjaðurhamnum við
Garðskagavita í gærmorgun.
Farið var með fuglana í hreinsun
og aðhlynningu í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum í Reykjavík.
Óttast er að fleiri fuglar finnist
næstu daga. „Við þurfum að finna
uppruna olíunnar og kanna betur
ástand fuglanna á svæðinu,“
sagði Gunnar Þór Hallgrímsson
líffræðingur í gær.
Stór flekkur fannst löðrandi í
olíu á tíu til tuttugu metra löngu
svæði við strandstað flutninga-
skipsins Wilson Muuga seinni
partinn í gær en flekkurinn er
einmitt á svæði þar sem vaðfugl-
ar á borð við sendlinga gætu leit-
að sér ætis.
- ghs / sjá síðu 4
Olíumengun í Hvalsnesfjöru skammt frá Garðskagavita hefur áhrif á lífríki:
Olíumengunin skaðar fuglalíf
OLÍUBLAUTUR FUGL VIÐ GARÐSKAGAVITA Gunnar Þór Hallgrímsson með olíublautan æðarfugl sem fannst við Garðskagavita í
gærmorgun. Seinni partinn í gær fannst stór olíuflekkur í fjörunni við strandstað Wilson Muuga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Náði kjörþyngd á einu ári
food & funÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 Íslenskt hráefni í forgrunniÁrleg matreiðslukeppni Food and fun verður haldin í Listasafni Reykjavíkur.
BLS. 2
100 þúsund króna sekt
Handknattleiksdeild ÍBV fékk
hæstu mögulega sekt
vegna hegðunar for-
mannsins. Hann hefur
fengið tvær sektir og
leikbann í vetur.
ÍÞRÓTTIR 26 BANDARÍKIN Fimm ára bandarísk
stúlka liggur á sjúkrahúsi eftir að
hafa fengið frosið kjötstykki í
höfuðið. Skyldmenni hennar,
tuttugu og fimm ára gamall
karlmaður, trylltist þegar
kvöldmaturinn hans var ekki
tilbúinn, opnaði frystinn og henti
mat um alla íbúðina. Þetta kemur
fram á vef bandarísku fréttastof-
unnar CBS.
Stórt frosið kjötstykki lenti í
enni stúlkunnar, sem var í öðru
herbergi, með fyrrgreindum
afleiðingum. Maðurinn var
handtekinn og hefur verið
kærður fyrir líkamsárás og
vítavert gáleysi. - sþs
Æðiskast í Bandaríkjunum:
Trylltist og henti
kjötstykki í barn
ÍRAN Fresturinn sem Sameinuðu
þjóðirnar settu Írönum til þess að
hætta úranauðgun rennur út á
morgun. Refsiaðgerðum hefur
verið hótað verði þeir ekki við
kröfunni. Íranar standa fast á því
að þeir þurfi á kjarnorku að halda
til friðsamlegra nota.
Ali Larijani, aðalsamningafull-
trúi Írans í kjarnorkumálum,
gengur á fund Mohammed
Elbaradei, yfirmanns kjarnorku-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna í
dag. Vonast er til að samkomulag
náist þar, en viðamestu heræfing-
ar í Íran síðan í mars 2006 hófust
í gær. - sþs/gb / sjá síðu 14
Frestur Írana að renna út:
Hóta frekari
refsiaðgerðum
MOHAMMED ELBARADEI Yfirmaður
kjarnorkustofnunar SÞ fundar með Ali
Larijani, samningafulltrúa Írans í kjarn-
orkumálum, í dag.
ÞRIÐJUDAGUR