Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 68% 40% 37% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Þriðjudagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið B la ð ið B la ð ið 30 20 10 50 40 0 60 70 80 Sími: 550 500020. febrúar 2007 — 50. tölublað — 7. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Leikdómur Sextugsafmæli Ladda í Borgarleikhúsinu. MENNING 21 HEILBRIGÐISMÁL Tollgæslan í Reykjavík stöðvaði 1.081 póst- sendingu á síðasta ári vegna gruns um að lyfjainnihald sendinganna samræmdist ekki íslenskum regl- um varðandi innflutning einstakl- inga á lyfjum til landsins. Árið áður voru 642 sendingar stöðvað- ar, sem þýðir tæplega 70 prósenta aukningu milli ára. Reglugerðin bannar að öll lyf utan EES-svæðis- ins komist til Íslands með pósti og er meginþorri haldlagninganna af þeim sökum. Þó eru einnig tekin lyf sem eru lyfseðilsskyld hér á landi, meðal annars stinningarlyf. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður hjá póstmiðstöð Tollgæslunnar, segir öll bönnuð lyf fá sömu meðferð. „Ef Lyfjaeftirlit- ið metur sendingarnar þannig að þær fara í bann þá er það móttak- andans að ákveða hvort hann vill láta farga lyfjunum eða hvort hann vill láta endursenda vöruna.“ Einnig hafa borist hingað til lands fölsuð lyf, en framleiðsla þeirra hefur farið vaxandi á und- anförnum árum. Regína Hall- grímsdóttir, sviðsstjóri eftirlits- sviðs Lyfjastofnunar, segir þau lyf mestmegnis vera einhvers konar stinningarlyf eða fugla-flensulyf. „Yfirleitt eru þetta lyf sem geta verið feimnismál líkt og stinning- arlyfin eru gjarnan. Eða, líkt og með fuglaflensulyfin, lyf sem fólk var farið að hamstra. Þá verður mjög vinsælt að taka svona lyf og setja á markað vegna þess að það er mikil eftirspurn eftir þeim.“ Lyf eru flokkuð sem fölsuð ef um er að ræða eftirlíkingar á lyfj- um sem verið er að framleiða á markaði. Að sögn Regínu skiptast þau að mestu í tvo flokka. „Annars vegar geta lyfin innihaldið allt önnur efni en framleiðendurnir segja í þeim. Hins vegar geta lyfin innihaldið sama virka efnið og er í upprunalegu lyfjunum en þau eru ekki framleidd í viðurkenndum lyfjaframleiðslufyrirtækjum. Það getur því verið að falsað lyf hafi sömu virkni og það er sagt hafa.“ - þsj Stinningartöflurnar stöðvaðar í tollinum Mikil aukning varð milli ára á haldlögðum póstsendingum vegna gruns um að lyfjainnihald samræmdist ekki íslenskum reglum. Hluti lyfjanna voru fölsuð lyf, meðal annars stinningarlyf. Lyfin voru endursend eða þeim fargað. Akureyri - Grindavík - Mjódd Reykjavík - Salahverfi Kópavogi Humarveisla Hornafjarðarhumar 500 gr. 499 kr/pk. ÁFRAM VINDASAMT - Í dag verður norðaustan- eða austanátt, víða 8-15 m/s en hvassara með suðurströndinni. Skúrir eða slyddu- él austan og suðaustan til annars úrkomulítið. Hiti 2-7 stig, mildast sunnan til. VEÐUR 4 SIGRÚN ÞÖLL ÞORSTEINSDÓTTIR Náði kjörþyngd á einu ári heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Öll að braggast Inga Sæland missti framan af löngutöng í alvarlegu slysi á laugardaginn. FÓLK 30 FOOD & FUN Hátíð sem vekur at- hygli víða um heim Sérblað um matarhátíðina Food & Fun FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Poppstjarna fer yfir um Hegðan Britney Spears verður undarlegri með degi hverjum. FÓLK 22 Einmana börn „Með því að draga úr verslunar- ferðum er hægt að spara umtals- verðan tíma sem betur er varið til samskipta eða samveru með börn- um,“ segir Inga Rósa Þórðardóttir. Í DAG 16 UMHVERFISMÁL Æðarfuglar fund- ust með olíu í fjaðurhamnum við Garðskagavita í gærmorgun. Farið var með fuglana í hreinsun og aðhlynningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Óttast er að fleiri fuglar finnist næstu daga. „Við þurfum að finna uppruna olíunnar og kanna betur ástand fuglanna á svæðinu,“ sagði Gunnar Þór Hallgrímsson líffræðingur í gær. Stór flekkur fannst löðrandi í olíu á tíu til tuttugu metra löngu svæði við strandstað flutninga- skipsins Wilson Muuga seinni partinn í gær en flekkurinn er einmitt á svæði þar sem vaðfugl- ar á borð við sendlinga gætu leit- að sér ætis. - ghs / sjá síðu 4 Olíumengun í Hvalsnesfjöru skammt frá Garðskagavita hefur áhrif á lífríki: Olíumengunin skaðar fuglalíf OLÍUBLAUTUR FUGL VIÐ GARÐSKAGAVITA Gunnar Þór Hallgrímsson með olíublautan æðarfugl sem fannst við Garðskagavita í gærmorgun. Seinni partinn í gær fannst stór olíuflekkur í fjörunni við strandstað Wilson Muuga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Náði kjörþyngd á einu ári food & funÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 Íslenskt hráefni í forgrunniÁrleg matreiðslukeppni Food and fun verður haldin í Listasafni Reykjavíkur. BLS. 2 100 þúsund króna sekt Handknattleiksdeild ÍBV fékk hæstu mögulega sekt vegna hegðunar for- mannsins. Hann hefur fengið tvær sektir og leikbann í vetur. ÍÞRÓTTIR 26 BANDARÍKIN Fimm ára bandarísk stúlka liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið frosið kjötstykki í höfuðið. Skyldmenni hennar, tuttugu og fimm ára gamall karlmaður, trylltist þegar kvöldmaturinn hans var ekki tilbúinn, opnaði frystinn og henti mat um alla íbúðina. Þetta kemur fram á vef bandarísku fréttastof- unnar CBS. Stórt frosið kjötstykki lenti í enni stúlkunnar, sem var í öðru herbergi, með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var handtekinn og hefur verið kærður fyrir líkamsárás og vítavert gáleysi. - sþs Æðiskast í Bandaríkjunum: Trylltist og henti kjötstykki í barn ÍRAN Fresturinn sem Sameinuðu þjóðirnar settu Írönum til þess að hætta úranauðgun rennur út á morgun. Refsiaðgerðum hefur verið hótað verði þeir ekki við kröfunni. Íranar standa fast á því að þeir þurfi á kjarnorku að halda til friðsamlegra nota. Ali Larijani, aðalsamningafull- trúi Írans í kjarnorkumálum, gengur á fund Mohammed Elbaradei, yfirmanns kjarnorku- stofnunar Sameinuðu þjóðanna í dag. Vonast er til að samkomulag náist þar, en viðamestu heræfing- ar í Íran síðan í mars 2006 hófust í gær. - sþs/gb / sjá síðu 14 Frestur Írana að renna út: Hóta frekari refsiaðgerðum MOHAMMED ELBARADEI Yfirmaður kjarnorkustofnunar SÞ fundar með Ali Larijani, samningafulltrúa Írans í kjarn- orkumálum, í dag. ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.