Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 12
Verslunarskóli Íslands mun á næsta ári
hefja kennslu á International Business Baccalaureate
(IBB) námsbraut. Námið er til stúdentsprófs og tekur
4 ár og fer öll kennsla fram á ensku. Aðaláhersla
námsins er á alþjóðasamfélagið, alþjóðaviðskipti og
alþjóðalega sýn á viðskipti, menningu og tungumál.
Markhópar námsins eru tveir. „Annars vegar eru
það erlendir nemendur sem eiga foreldra sem starfa
hjá íslenskum fyrirtækjum á Íslandi og hins vegar
íslenskir nemendur sem hafa náð góðum árangri í
grunnskóla og hafa mjög góða enskukunnáttu eða
hafa dvalið langdvölum erlendis og gengið í erlenda
skóla,“ segir Bertha Sigurðardóttir, kennari við
brautina.
Öllum nemendum á brautinni verður kennd
íslenska sem móðurmál eða annað tungumál eftir
aðstæðum hvers og eins. Fyrirmynd af brautinni
kemur frá Niels Brock verslunarmenntaskólanum í
Kaupmannahöfn sem hefur um nokkurra ára skeið
boðið upp á slíkt nám. „Við myndum aldrei bjóða upp
á þetta nám ef við héldum ekki að það væri þörf fyrir
það. Hversu mikil þörfin er verður hins vegar að
koma í ljós,“ segir Bertha.
Ytri endurskoðendur
Baugs vissu ekki af kaupréttar-
samningum sem gerðir voru við
þrjá æðstu stjórnendur félagsins
við stofnun þess 1998, og fullnust-
aðir voru að hluta árið 1999, fyrr
en árið 2002 eða síðar.
Þetta kom fram í spurningum
setts ríkissaksóknara til Tryggva
Jónssonar, eins ákærða í málinu, í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Aðalmeðferð í Baugsmálinu hélt
áfram í réttarsal í gær, þegar
Tryggvi, sem var aðstoðarfor-
stjóri og síðar forstjóri Baugs,
hélt áfram skýrslugjöf þar sem
frá var horfið fyrir helgi.
Sigurður Tómas Magnússon,
settur ríkissaksóknari, vitnaði þar
í tvo endurskoðendur sem unnu
fyrir Baug, sem sögðu báðir við
yfirheyrslur hjá lögreglu að þeim
hafi verið ókunnugt um kauprétt-
arsamninga sem gerðir voru við
forstjóra, aðstoðarforstjóra og
stjórnarformann Baugs.
Kaupréttarsamningarnir koma
við sögu þar sem í einum ákæru-
liðanna sem fjallað var um í gær
eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs
Group, ákærðir fyrir meiri háttar
bókhaldsbrot með því að færa sölu
á hlutabréfum í félaginu á reikn-
ing hjá Kaupþingi Lúxemborg, en
bréfin voru meðal annars notuð til
að uppfylla kaupréttarsamninga
við æðstu stjórnendur Baugs.
Tryggvi sagðist í gær
ekki hafa vitað hversu háar
upphæðir hafi verið að
ræða í samningum við
stjórnarformann og
forstjóra, en sagði að
sér hafi verið kunnugt
um samningana, enda
sjálfur með slíkan samning. Samn-
ingarnir hafi verið með þeim
fyrstu sinnar tegundar hér á landi
á þessum tíma.
Spurður hvort stjórn félags-
ins hafi vitað af kaupréttarsamn-
ingunum sagðist hann telja full-
víst að stjórnarmenn hafi
vitað af þeim. Endurskoð-
endur hafi einnig getað
fengið upplýsingar um
þá með því að leita eftir þeim.
Kaupréttarsamningarnir voru
fullnustaðir að hluta árið 1999, og
Tryggvi sagðist ekki hafa greitt
skatt af hagnaðinum fyrr en hann
færði féð hingað til lands árið
2002. Samtals fengu stjórnend-
urnir hlutabréf vegna þessara
samninga sem þeir seldu fyrir
72,5 milljónir króna árið 1999.
Spurt ítarlega um
kauprétt stjórnenda
Fyrrverandi forstjóri Baugs var spurður um kaupréttarsamninga stjórnenda
fyrirtækisins, sem endurskoðendur sögðust ekki hafa vitað af, í réttarsal í gær.
Voru með fyrstu kaupréttarsamningum sem gerðir voru hér á landi sagði hann.
BAUGS M Á L I Ð
Sorphirðumenn í
Árósum í Danmörku hafa verið í
verkfalli í rúmar tvær vikur til að
mótmæla því að tveir langveikir
félagar þeirra hafa fengið hótanir
um uppsögn.
Ruslið hefur safnast upp og er
farið að valda verulegum
vandræðum í borginni.
Frá þessu er skýrt á vefsíðum
danska dagblaðsins Politiken og í
fleiri dönskum fjölmiðlum.
Sorphirðumennirnir í Árósum
segjast hafa óskoraðan stuðning
félaga sinna um alla Danmörku
og hóta því að verkfallið geti
breiðst um allt land.
Ruslið safnast
upp í Árósum
Geir H. Haarde
forsætisráðherra telur ekki að
hægt sé að hindra för „klámhóps-
ins“, sem væntanlegur er til
landsins, nema ljóst væri að til
stæði að brjóta landslög. Lögregl-
an væri með málið til rannsóknar
og þess megi vænta að hún grípi í
taumana, sé nokkuð misjafnt á
ferð. Þetta mælti Geir til svars
við óundirbúinni fyrirspurn
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
á Alþingi í gær. Ingibjörg spurði
hvort ríkisstjórnin hygðist grípa
til ráðstafana vegna fundarins, í
ljósi þess að klámiðnaðurinn bryti
gegn mannhelgi og kynfrelsi.
Þau Geir voru sammála um að
þau vildu ekki að klámiðnaður
festi hér rætur.
Telur ekki hægt
að stöðva fólkið
Félagið Fugla-
vernd hefur sett fram þá hugmynd
við heimamenn í Reykhólasveit að
þar verði komið upp arnarskoðun-
arsetri. „Ernir hafa í hugum lands-
manna löngum verið taldir til
einkennisfugla Vestfjarða,“ segir í
bréfi frá Fuglavernd.
„Áhrif á íbúa í nærliggjandi
byggð væru umtalsverð í gegnum
atvinnusköpun í náttúru- og
fræðslutengdri ferðaþjónustu,
þar sem slíkum skoðunarstöðvum
hefur verið komið á fót í fámenn-
um byggðum hafa jaðaráhrif
verið mikil og jákvæð,“ segir
jafnframt.
Arnarsetur á
Reykhólum
Grensásvegi 48 gallerykjot.isOpið virka daga frá kl 10 -19 Laugardaga frá kl 11 -17
Þú færð gæða-
saltkjötið hjá okkur!