Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 20.02.2007, Síða 16
greinar@frettabladid.is Íslensk börn eru einmana og sakna aukinna samskipta við foreldra og fjölskyldu. Nýlegar rannsóknir segja okkur að samskipti foreldra og barna skipti höfuðmáli þegar kemur að líðan barna og áhættu varðandi neyslu og hvers konar óreglu. Rannsóknir segja okkur líka að samskiptin séu harla lítil. Þar að auki fer tannhirða íslenskra barna versnandi og margir kvarta undan því að agi sé á undanhaldi, reyndar ekki bara meðal barna og unglinga. En einmana og agalaus börn með skemmdar tennur eru ekki falleg mynd. Fyrir nokkrum árum var því haldið fram að það skipti ekki máli hversu löngum tíma börn og foreldrar verðu saman á degi hverjum, gæði samskiptanna væru miklu mikilvægari. Þá varð til hugtakið „gæðastund“ og komst mjög í tísku. Nýjar rannsóknir benda hinsvegar til að þótt slíkar gæðastundir séu vissulega mikilvægar dugi ekki að setjast niður og ræða ítarlega við börnin í fimm til tíu mínútur á dag, lengd samverunnar sé ekki síður mikilvæg. Foreldrum finnst stundum lítils virði að verja tíma með börnum sínum þegar þau sitja límd við tölvuna eða sjónvarpið og lítil eða engin bein samskipti eiga sér stað. Unglingar bregða gjarna á ólíkindalæti þegar foreldrar ætla að efna til samræða, taka lítt eða ekki undir og segja jafnvel að þeim sé alveg sama, þeir vilji fá að vera í friði, vilji helst fara út o.s.frv. Þetta kannast líklega flestir foreldrar við. Raunin er auðvitað sú að æfingin skapar meistarann og það þýðir ekkert að gefast upp í uppeldinu, hvort sem um er að ræða útivistarregl- ur, tiltekt í herberginu eða samræður. Við höfum líka heyrt niður- stöður úr rannsóknum sem sýna fram á að Íslendingar vinni meira eða a.m.k. lengri vinnudag en gerist og gengur meðal nágranna okkar. Það er í öllu falli ljóst að vinnudagur Íslendinga er langur, ástundun líkamsræktar- stöðva er mikil og velta í verslunum gríðarleg svo fá dæmi séu tekin. Allt tekur þetta tíma og hverja stund í lífinu er aðeins hægt að nota einu sinni. Þess vegna er mikilvægt að velja vel hvernig tíminn er nýttur og allar upplýsingar segja okkur að best sé að sem flestum stundum sé varið með börnunum okkar til að þau megi verða hamingjusöm og góðir þegnar lands og þjóðar. Við erum öll á eilífu spani að ná sem flestu og mestu af gæðum lífsins og hin raunverulegu gæði mæta því stundum afgangi. Það er hægt að setja nýlegt uppátæki nokkurra kennara í Laugarnesskóla í þetta samhengi en þeir tóku þá prýðilegu ákvörðun að kaupa ekkert nema nauðsynjar í tvo mánuði. Hvatinn kom úr umhverfisum- ræðunni og hugmyndin var að draga úr neyslu og sóun. Ekki veitir af og við ættum öll að taka okkur þetta ágæta fordæmi til eftirbreytni. En það er önnur skemmtileg hlið á þessum teningi kennaranna í Laugarnesi. Með því að draga úr innkaupum sparast tími sem getur nýst vel fyrir fjölskylduna. Það er geysilega tímafrekt að þvælast á milli verslana að leita að einhverju sem hugsanlega gæti komið sér vel eða sem hugsan- lega er hægt að telja sér trú um að vanti. Raunin er auðvitað sú að í flestum tilfellum lendir það sem keypt var inni í skáp eða geymslu þar til því verður hent í næstu flutningum. En mikilvægur þáttur í þessu öllu saman er að með því að draga úr verslunarferðum er hægt að spara umtalsverðan tíma sem betur er varið til samskipta eða samveru með börnum. Og þá er líka mikilvægt að muna að lengd samverunnar skiptir verulegu máli, ekki síður en það sem gert er í þessari samveru. Klukkutíma samvera foreldra og barna án beinna samskipta getur verið mikilvæg- ari en fimm mínútna samræður. Ávinningurinn verður vonandi glaðari og sjálfsöruggari börn og þéttari fjölskyldubönd. Og svo þarf auðvitað að lækka tann- læknakostnað svo hér verði ekki tannlaus ungmenni eins og var ótrúlega algengt fyrir nokkrum áratugum. Einmana börn Með því að draga úr verslun- arferðum er hægt að spara umtalsverðan tíma sem betur er varið til samskipta eða sam- veru með börnum. ÁKársnesinu í Kópavogi eru komnar fram mjög vafasamar hugmyndir um nýja byggð með uppfyllingu í sjó fram. Við sem byggjum Kársnesið höfum mikl- ar áhyggjur af þessu máli. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks hefur margoft hundsað mótmæli íbúa Kópavogs þegar framkvæmdir eru annars vegar. Þess vegna höfum við áhyggjur. Ég vil nefna eitt dæmi sérstak- lega máli mín til stuðnings. Það var þegar bæjarstjórnin ætlaði með ofbeldi að láta reisa Digraneskirkju milli Lyngheiðar og Melheiðar (við hinn svo kallaða Víghól). Þrátt fyrir mótmæli íbúa ætlaði bæjarstjórnin að virða mótmælin að vettugi. Í þessu máli átti að valta algjörlega yfir þá íbúa sem bjuggu í þessum tveimur götum. Með samstilltu átaki íbúa, ekki bara þeirra sem bjuggu við þessar tvær götur, heldur og annarra íbúa Kópavogs sem blöskraði yfirgangur bæjarstjórnar, var málið blás- ið út af borðinu á aðalfundi sóknarinnar. Allir vita hvar kirkjan stendur í dag. Á stað sem hún sómir sér mjög vel. Þó umferð eigi að vera greið á þessu svæði verður samt á stundum algjör umferðarteppa í og við kirkjuna. Allir Kópavogsbúar sem muna vel eftir þeirri staðsetningu sem upphaflega var ráð- gerð sjá nú hvílíkt feigðarflan það hefði verið út frá stærð kirkjunnar og umferðarþunga við hana að staðsetja hana við Víghólinn. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð dæmigerð fyrir núverandi meirihluta. Ég nefni úthlutun lóða á Kópavogstúni. Ég nefni nýjasta dæmið þar sem auðmanni á að úthluta lóð eftir pöntun. Allt þetta nefni ég vegna þess að ég hef enga trú á öðru en að bæjarstjórn ætli sér að koma þessum óskapnaði sínum á Kársnesinu í fram- kvæmd með klækjum eins og hún hefur gert í öðrum málum og reynt í enn öðrum málum eins og ég hef nefnt. Vesturbær Kópavogs er ennþá mjög rólegt og friðsælt svæði. Þar er gott að búa. Ætti báðum forystumönnum meirihlutans að vera það ljóst enda búa þeir báðir í þeim bæjarhluta. En hvernig stendur þá á því að þeir leyfa sér að ganga fram af alvöru með slíkar hugmyndir sem þessar? Ég vona að þessir ágætu menn sjái að sér. Ef ekki, þá þarf að hrekja þá frá völdum í næstu bæjar- stjórnarkosningum. Haldi núverandi meirihluti áætlunum sínum til streitu um aukna byggð sem þýðir aukinn umferðarvanda, umhverfisspjöll og síðast en ekki síst að breyta vesturbæ Kópavogs úr þægilegum kyrrlátum bæjarhluta í litla borg þurf- um við á öllum bæjarbúum að halda til að hrinda þeim áætlunum. Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Kársnesið: Sveit í borg Í athyglisverðu viðtali á Stöð 2 liðinn sunnudag tók forseti Íslands af skarið um sýn hans frá tröppum Bessastaða. Þar koma þrjú atriði einkum til skoðunar. Í fyrsta lagi heldur forsetinn því fram að hann sé óbund- inn af ákvæðum stjórnarskrárinnar um að ráðherrar fram- kvæmi vald hans og beri ábyrgð á stjórnarathöfnum hans. Þó að forsetinn hafi um nokkurn tíma gefið þetta viðhorf í skyn markar það eigi að síður tímamót þegar því er lýst berum orðum. Færa má gild rök fyrir því að stjórnarskrárákvæðin um þjóð- höfðingjaembættið séu um margt úrelt enda eru sum þeirra nánast orðrétt snörun úr dönsku stjórnarskránni frá 1849. En þessu breytir forsetinn ekki einhliða hvorki með yfirlýsingum né athöfnum. Það gera Alþingi og þjóðin ef vilji er til þess. Að því leyti eru ummæli forsetans um þetta með öllu gildislaus. Í öðru lagi vakti athygli að forsetinn breytti um rökstuðning fyrir synjun á staðfestingu fjölmiðlalaganna á sínum tíma. Það er nánast eina stjórnarathöfnin sem hann hefur ótvíræðan rétt til að ákveða á eigin ábyrgð. Þegar þeir atburðir gerðust sagðist forsetinn ekki taka efnis- lega afstöðu til laganna. Um það efni væri hann hlutlaus. En með því að gjá hefði verið staðfest milli þings og þjóðar þætti honum rétt að synja um staðfestingu þannig að málið gengi til þjóðarat- kvæðis. Nú segir forsetinn að ástæðan fyrir synjuninni hafi verið efnisleg andstaða við lögin. Fróðlegt væri að fá upplýst hvort forsetinn hélt raunverulegri forsendu vísvitandi leyndri við ákvörðunina eða hvort hann hefur síðar skipt um skoðun. Í þriðja lagi lýsti forsetinn skýrlega skoðunum sínum um helsta hitamál komandi kosninga. Það er nýmæli. Þó að uppbygging stjórnarskrárinnar bendi til þess að þjóðhöfðingjanum sé fyrst og fremst ætlað einingarhlutverk er hvergi berum orðum mælt svo fyrir. Engin bönd verða því lögð á forsetann varðandi pólitíska afstöðu til einstakra viðfangsefna eins og um stjórnarathafnir. Forsetinn lýsti frumkvæði sínu að stofnun alþjóðlegs hring- borðs um loftslagsbreytingar með tugum stærstu fyrirtækja heims. Þar á lýðveldið Ísland skráða aðild eitt þjóðríkja ásamt Landsvirkjun, Orkuveitunni, Alcan og Alcoa. Þetta samstarf er til marks um merkilegt frumkvæði einkaframtaksins á sviði orku- nýtingar og umhverfisverndar og er hluti af nýjum straumum hnattvæðingarinnar. Hér fellur grundvallarstefna forsetans mjög vel að stóriðju- stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann virðist hins vegar gefa andstöðu Vinstri græns við frumkvæði og forystuhlutverk alþjóðlegra stórfyrirtækja á þessu sviði langt nef. Forsetinn rökstyður nýtingu hreinnar orku hér með því að þannig megi koma í veg fyrir mengandi orkunýtingu annars stað- ar. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar hefur gert grín að umhverfisráðherra fyrir sjónarmið af þessu tagi. Um þetta grund- vallaratriði virðist forsetinn því standa þétt með ríkisstjórninni. Á móti kemur að forsetinn tekur skýra afstöðu með stjórn- arandstöðunni varðandi kröfuna um tímabundna frestun fram- kvæmda við stórvirkjanir og stóriðju. Í baráttu um völdin þykja þau lóð forsetans vafalaust þyngri á metunum en hin sem hann leggur með ríkisstjórnarflokkunum varðandi langtíma viðhorf um orkunýtingu og samstarf við alþjóðleg stórfyrirtæki. Forsetalóðin

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.