Fréttablaðið - 20.02.2007, Page 21

Fréttablaðið - 20.02.2007, Page 21
Fólk sem þjáist af kvíða á erfiðara með að takast á við sjúkdóma en aðrir. Kvíðasjúklingar eru allt frá 39 til 50 prósentum líklegri en aðrir til að fá meltingarfæra-, öndunar- færa- og skjaldkirtilssjúkdóma, ofnæmi, mígreni og gigt sam- kvæmt nýrri rannsókn sem unnin var í Þýskalandi. Rannsóknin náði til 4.181 Þjóðverja sem höfðu verið greindir með kvíða. Í ljós kom að undirliggjandi sjúkdómur er kvíði en síðan grein- ast svo aðrir sjúkdómar. Jafn- framt virðast kvíðasjúklingarnir eiga erfiðara með að takast á við sjúkdómana en aðrir og dregur það enn frekar úr lífsgæðum þeirra. Kvíðasjúklingar veikjast mun oftar Málþing um svefn og allt sem honum tengist verður í Nor- ræna húsinu annað kvöld, 21. febrúar kl. 20 á vegum Nátt- úrulækningafélags Íslands. Fagfólk á ýmsum sviðum, bæði úr hefðbundna heilbrigðisgeiranum og þó einkum hinum óhefðbundna ætlar að fjalla um svefn á málþingi í Norræna húsinu annað kvöld. Þar mun það veita innsýn í hina ýmsu þætti sem snúa að svefni og svefn- venjum og leitast við að svara spurningum um það efni. Viður- kennt er að svefninn sé undirstaða margs í lífinu og því sé mikilvægt að hann sé í lagi. En hvað er það sem hefur áhrif á svefninn? Er í lagi að nota lyf til að sofa eða er hægt að bæta svefninn án lyfja? Þessar og fleiri spurningar munu verða ræddar annað kvöld og verð- ur fróðlegt að fylgjast með. Frum- mælendur eru Jan Triebel, yfir- læknir á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, Björg Þorleifsdóttir, lífeðlisfræðingur og kennari við Háskóla Íslands og Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir í Jurta- apótekinu. Auk þeirra sitja fyrir svörum þau Borghildur Sigur- bergsdóttir, næringarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og Anna Birna Ragnarsdóttir, hómópati og formaður Bandalags íslenskra græðara. Fundarstjóri er Þórður Sigmundsson yfirlæknir á geðdeild LSH. Mikilvægi svefns Vesturlandsvegur Reykjavík Mosfellsbær Húsasmiðj an Nóatún Toppskórinn Margt Smátt Vínlandsleið Sport Outlet Vínlandsleið 2–4, efri hæð Grafarholt Puma Suede - 4.495 kr.Rétt verð: 8.990 kr. Stærðir 40-47 Opnunartímar: Virkir dagar kl. 12 – 18 Laugardagar kl. 12 – 16 Dreifingaraðili , S.L.I ehf. , Sími: 866 9512 Fæst hjá: Aftur til náttúru STERK B-BLANDA F A B R IK A N 2 0 0 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.