Fréttablaðið - 20.02.2007, Qupperneq 24
20. FEBRÚAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR2 fréttablaðið food and fun
Ragnar Wessman, matreiðslu-
maður og kennari við Hótel-
og matvælaskólann, heldur
utan um kokkakeppni á Food
and Fun hátíðinni auk þess
sem hann hefur umsjón með
matreiðslu og framreiðslu í
móttöku samgönguráðherra
fyrir erlenda gesti hátíðarinnar.
„Við erum þrír sem höfum það
hlutverk að sjá um að keppnin
gangi rétt og eðlilega fyrir sig í
Listasafni Reykjavíkur,“ segir
Ragnar en hann heldur utan um
keppnina ásamt matreiðslumönn-
unum Friðriki Sigurðssyni og
Guðmundi Guðmundssyni. „Við
útvegum og göngum frá öllum
tækjum, undirbúum keppnis-
svæðið, sjáum um reglurnar og
annað slíkt fyrir keppnina,“ segir
Ragnar en tólf keppendur frá
þremur löndum bítast um sigur-
inn í keppninni og tíu dómarar
dæma.
„Það er keppt um besta fisk-
réttinn, besta kjötréttinn og besta
eftirréttinn, auk þess sem veitt
verða verðlaun fyrir heildarvinn-
ingshafann,“ segir Ragnar en
keppnin verður haldin á laugar-
daginn og að sjálfsögðu verður
íslenskt hráefni í forgrunni.
Hótel- og matvælaskólinn
hefur hins vegar það verkefni að
sjá um móttöku samgönguráð-
herra fyrir þá erlendu frétta-
menn og kokka sem koma hingað
til landsins í tengslum við Food
and Fun hátíðina. „Nemendur í
matreiðslu og framreiðslu hafa
undirbúið þessa móttöku sem er
opnunarhádegisverður fyrir
þessa erlendu gesti. Þar verður
að sjálfsögðu lögð áhersla á
íslenskt hráefni. Gamlar íslensk-
ar matreiðsluaðferðir í nýju sam-
hengi,“ segir Ragnar og bætir
því við að íslenskir matreiðslu-
menn hafi verið í menningar-
legri útrás og ekki skoðað nægi-
lega vel það sem til er hér heima.
„Það er mjög mikilvægt fyrir
skólann að nemendur fái að taka
þátt í þessu stóra verkefni og það
skiptir nemendurna miklu máli
líka,“ segir Ragnar.
-sig
Íslenskt hráefni í forgrunni
Ragnar Wessman framreiðslumaður heldur móttöku samgönguráðherra og kokka-
keppni í Listasafni Reykjavíkur, ásamt Friðriki Sigurðssyni og Guðmundi Guðmunds-
syni. Hér er hann ásamt nemendunum sem sjá um móttöku samgönguráðherra fyrir
erlenda gesti hátíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Siggi Hall stofnaði Food and
Fun hátíðina ásamt Baldvini
Jónssyni en þeir skipuleggja
alla viðburði hátíðarinnar.
„Hátíðin er samstarfsverkefni Ice-
landair, Íslensks landbúnaðar og
Reykjavíkurborgar en íslenskt
hráefni er í forgrunni og þá sér-
staklega í keppninni milli erlendu
kokkanna,“ segir Siggi og bætir
því við að Food
and Fun sé aðal-
lega haldin til
þess að vekja
athygli á Íslandi
sem matar-
gæðalandi.
„Hingað koma
hátt á annað
hundrað blaða-
menn og fimm eða sex sjónvarps-
lið. Við erum með erlenda kokka í
samstarfi við þá íslensku á veit-
ingahúsunum en svo keppa erlendu
kokkarnir á laugardaginn klukkan
tólf í matreiðslukeppni sem er
orðin mjög þekkt úti í heimi. Þar
keppa tólf erlendir kokkar með
íslenskt hráefni og það þykir mjög
spennandi meðal erlendra blaða-
manna. Hins vegar væri það ekk-
ert spennandi ef þar kepptu tólf
íslenskir kokkar,“ segir Siggi og
hlær. „Ekki má gleyma að í dóm-
nefndinni sitja tíu stórþekktir mat-
reiðslumenn jafnt frá Evrópu og
Ameríku en það er allt mikið
þungavigtarfólk í heimi matar-
gerðarlistarinnar.“
Food and Fun er nú haldin í
sjötta sinn af Sigga og Baldvini,
sem hafa báðir ferðast mikið og
víða um heiminn til að kynna og
starfa í kringum matarbransann.
„Við höfum unnið með mörgum
matreiðslumeisturum, sem hafa
komið okkur í samband við enn
fleiri matreiðslumenn. Á þessum
tíma frá því hátíðin var fyrst hald-
in hefur skapast alveg svakalegt
tengslanet og þar að auki er þetta
orðinn viðburður sem vekur athygli
úti í heimi. Það er orðið eftirsókn-
arvert meðal matreiðslumanna um
allan heim að hafa á ferilskránni
sinni að hafa verið annað hvort
keppendur eða dómarar á Food and
Fun hátíðinni á Íslandi,“ segir Siggi
og bætir því við að þar sem það
þyki orðið fínt að taka þátt í hátíð-
inni sé mjög auðvelt að fá mat-
reiðslumenn til að koma til lands-
ins. „Þeim þykir það mikill heiður
að vera boðið enda þurfa þeir að
hafa gert sig merkilega á einhvern
hátt til að fá að vera með,“ segir
Siggi. „Það eru margir sem vilja fá
að vera með og því mikið verkefni
að velja úr. Við röðum síðan kokk-
unum niður á veitingastaðina eftir
því hvaða áherslur eru á hverjum
stað og hjá hverjum matreiðslu-
manni.“
Á Óðinsvéum verður hinn fjöl-
þjóðlegi matreiðslumeistari Robert
Gadsby. „Ég hef aldrei hitt hann en
þekki hann samt ágætlega því hann
er góðkunningi náins vinar míns í
Washington. Við höfum mikið ræðst
við í síma. Hann er breskur að upp-
runa en rekur veitingastað í
Houston í Texas og er mikils met-
inn matreiðslumaður í Ameríku,“
segir Siggi en aðaláherslan hjá
Robert er amerísk matreiðsla með
frönskum stíl. „Það er ekkert ósvip-
að okkur því við erum jafnan með
íslenskan mat í frönskum stíl. Hann
verður með hörpuskel, heila önd í
hlynsírópi og bleikju. Það er mikil
spenna og áhugi hjá okkur eins og
öllum hinum stöðunum. Þetta er
skemmtilegur viðburður sem fyllir
bæinn af matarilmi og gleðskap,“
segir Siggi Hall matreiðslumeistari.
sigridurh@frettabladid.is
Hátíð sem vekur at-
hygli víða um heim
Siggi Hall
Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður á Óðinsvéum, hellir sósu yfir fiskréttinn sinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Við fáum til okkar villta mat-
reiðslumanninn, Andrew Evans,“
segir Bjarni Gunnar Kristinsson,
yfirmatreiðslumaður á hinum
klassíska útsýnisveitingastað
Grillinu. „Hann hefur byggt upp
sinn eigin stíl á ferðalögum
sínum. Mestu áhrifin eru þó frá
Ástralíu en hann sjálfur er Kani,“
útskýrir Bjarni, sem telur að
Ástralir séu svipaðir Íslending-
um að því leyti að þeir séu nýbúar
í matreiðslu. „Þeir taka það besta
frá löndunum í kringum sig, þar á
meðal Asíu, og eru með mikið af
kryddum en á mildari hátt,“ segir
Bjarni.
Þrátt fyrir áströlsk áhrif verða
kengúra og emúi ekki á borðum á
Grillinu meðan á Food and fun
stendur heldur verður allt eldað
úr íslensku hráefni. „Evans lang-
aði að nota íslenskt hráefni í sína
matreiðslu og ætlar að elda lúðu
sem veidd verður fyrir hann á
hverjum degi. Svo vill hann fá
bleikju sem er alin er upp í köldu
vatni. Þessu ætlar hann að blanda
við íslenskan uxahala en í aðal-
rétt verður lamb,“ segir Bjarni en
bendir á að Evans noti rump-
vöðva, ólíkt því sem Íslendingar
eigi að venjast.
Fyrir lesendur Fréttablaðsins
töfraði Bjarni Gunnar fram vin-
sælan rétt af matseðli Grillsins.
„Þetta er íslensk rauðspretta
snöggsteikt á rabarbaramauki,
borin fram með skelfiskravíólí og
lemongrass-froðu.“
Ástralskt og
villt á Grillinu
„Íslenska rauðsprettan er vanmetin en er aftur að komast í tísku.“ Þessi réttur er
mjög vinsæll á Grillinu. Rauðspretta snöggsteikt á rabarbaramauki. Borin fram með
skelfiskravíolí og lemongrass-froðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Það verður áströlsk stemning á Grillinu á Food & fun hátíðinni.