Fréttablaðið - 20.02.2007, Qupperneq 28
20. FEBRÚAR 2007 ÞRIÐJUDAGUR6 fréttablaðið food and fun
Ragnar Ómarsson er yfirkokkur á
Domo ásamt Þráni Júlíussyni en á
Domo verður gestakokkurinn
Michael Wilson frá Danmörku.
„Það lítur rosalega vel út sem
hann er búinn að senda okkur en
það er í okkar anda og án nokkurr-
ar takmörkunar. Bara góður matur
með asísku kryddi og svona aðeins
öðruvísi en venjan er,“ segir Ragn-
ar og bætir því við að Michael hafi
mjög ferskar hugmyndir og sé
nýmóðins í matreiðslunni, þannig
að gaman sé að fá hann inn á stað-
inn. „Annars er bara allt að verða
fullt hjá okkur en auðvitað detta
alltaf einhverjir út og aðrir bætast
við. Þetta lofar rosalega góðu en
það hefur verið fullt hjá okkur
allar helgar hvort eð er svo að því
leyti er þetta eins og hver önnur
helgi hjá okkur,“ segir Ragnar. - sig
Nýmóðins mat-
reiðsla á Domo
Spennandi sushi-réttur frá Domo. Michael Wilson frá Danmörku verður gestakokkur á staðnum og hefur hann afar ferskar hug-
myndir, að sögn Ragnars Ómarssonar, annars yfirkokkanna á Domo. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK
Þráinn Júlíusson, annar yfirkokkanna
á Domo, situr hér fyrir framan einn af
sérréttum staðarins.
Brandur Brandsson er yfirkokkur
á Apótekinu í Austurstræti 16.
Mikil spenna er fyrir Food and
Fun hátíðinni og hafa margir nú
þegar pantað sér borð á Apótek-
inu. „Það fer að verða uppbókað.
Alls hafa 174 pantað á laugardags-
kvöldið, 146 á föstudag og 140
manns á fimmtudag,“ segir Brand-
ur og bætir því við að fleiri séu
búnir að panta í ár heldur en í
fyrra. Það sem laðað hefur marg-
an manninn að er gestakokkurinn
sem verður á staðnum. Hann heit-
ir Christopher Cime og er
yfirmatreiðslumaður á Acadiana-
veitingastaðnum í Washington.
Boðið verður upp á sérstakan
matseðil á Apótekinu meðan á
hátíðinni stendur. „Þetta verður
Louisiana matreiðsla. Þarna verð-
ur skelfisks gumbo-súpa, tún-
fiskur í creola, Diana-nautalundir
og New Orleans brauðbúðingur
með bananafostersósu.“
En hvers konar staður er
Apótekið? „Þetta er evrópskur
fusion-staður. Við notum mikið af
íslensku hráefni en erum samt
með austurlenskar áherslur.“
Brandur eldaði fyrir lesendur
Fréttablaðsins hörpuskel með
blönduðu salati og kryddaðri sítr-
ónudressingu. „Ég valdi þennan
rétt til að fá þjóðina til að borða
meiri fisk.“
Louisiana-stemn-
ing á Apótekinu
Brandur eldaði hörpuskel með blönduðu salati og kryddaðri sítrónudressingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Brandur Brandsson yfirkokkur leggur
lokahönd á forréttinn.