Fréttablaðið - 20.02.2007, Page 50
Þorsteinn Ingvarsson, 18
ára strákur úr HSÞ, varð Íslands-
meistari í sjöþraut um helgina og
það í sinni fyrstu fjölþrautarkeppni.
Þorsteinn fékk 5295 stig fyrir grein-
arnar sjö og hafði betur eftir hörku
keppni við Fjölnismanninn Svein
Elías Elíasson. Í lokin munaði aðeins
30 stigum en báðir fóru þeir yfir
5000 stiga múrinn í fyrsta sinn og
settu einnig báðir Íslandsmet. Þor-
steinn bætti unglingamet 19 til 20
ára en Sveinn Elías fékk 5265 stig
og bætti eigið Íslandsmet í drengja-
flokki um 355 stig.
„Það var alltaf stefnan að fara
yfir fimm þúsund stigin en ég
hafði aldrei keppt í þraut áður
þannig að ég vissi ekki alveg
hvernig þetta kæmi út hjá mér. Ég
vissi samt að ég gæti farið yfir
fimm þúsund stigin ef allt gengi
upp,“ sagði Þorsteinn.
„Ég held samt að fæstir hafi
búist við því að ég myndi taka
þetta,“ segir Þorsteinn sem segir
að bætingin í stangarstökkinu hafi
lagt grunninn að sigrinum. „Það
gengu allar greinarnar mjög vel
en ég hefði viljað fá fleiri stig úr
langstökkinu. Ég bætti mig í stang-
arstökki og hljóp 1.000 metra
hlaup í fyrsta skipti.“ Þorsteinn
segir tímann sem keppnin tekur
hafa reynt á sálarlífið. „Ég var
búinn að heyra að þetta væri mjög
erfitt en það erfiðasta sem mér
fannst við fjölþrautina var að
glíma við spennuna stanslaust í
tvo sólarhringa. Það var ekkert
mál að stökkva þrjú stökk eða
kasta þrisvar,“ segir Þorsteinn.
Samkvæmt nýjasta afrekslista
sem völ er á þá er árangur Þor-
steins um helgina sá þriðji besti í
heiminum hjá strákum fæddum
1988 eða síðar. Þorsteinn býst ekki
við að keppa aftur í þraut fyrr en
hann reynir sig í tugþrautinni í
sumar.
„Þar eru enn þá fleiri greinar
sem ég á eftir að prófa og læra,“
segir Þorsteinn í léttum tón. „Ég
ætla að prófa tugþrautina í sumar
og hugsanlega stefni ég á hana í
framtíðinni,“ segir Þorsteinn að
lokum.
Íslandsmeistari í fyrstu þrautinni
Námskeið
Kynntu þér málið á
www.akademian.is
Námskeið í
íþróttanuddi
Verð 39.900
Lærðu að undirbúa íþróttamanninn fyrir hámarksárangur
og draga úr þreytu, bólgum og vöðvaspennu með
íþróttanuddi. Þá lærirðu einnig að nýta þér nuddið til að
auka liðleika og fyrirbyggja meiðsli. Minni meiðsli sem
verða vegna of mikillar áreynslu má í flestum tilvikum
laga á skömmum tíma með nuddi.
Einstakt tveggja helga námskeið fyrir þjálfara,
einkaþjálfara og íþróttakennara.
Leiðbeinandi
Guðbrandur Einarsson
kennari við Nuddskóla Íslands
24. – 25. febrúar kl. 8.30 – 16.30
3. – 4. mars kl. 8.30 – 16.30
Verður maður ekki að styrkja HSÍ?
Staðan í dómaramálum
á Íslandi er ekki góð og svo slæm
er staðan að stefnir í óefni ef ekki
verður gripið til einhverra
aðgerða. Gott dæmi um stöðuna í
dómaramálum á Íslandi er saga
Gunnars Jarls Jónssonar. Gunnar
leikur með 1. deildarliði Leiknis í
knattspyrnunni og dæmir fyrir
KSÍ.
Hann lét tilleiðast að mæta á
fund hjá handboltadómurum í
september síðastliðnum. Þar
þreytti hann skriflegt próf sem
gerði það að verkum að hann gat
byrjað að dæma handboltaleiki. Í
kjölfarið byrjaði Gunnar að dæma
leiki í yngri flokkum en fór síðan á
fullt í dómgæslunni í nóvember.
Hann fékk fljótlega leiki í 1.
deild karla og síðan í kjölfarið
leiki í DHL-deild kvenna. Um síð-
ustu helgi var Gunnar Jarl síðan
bókaður á leik Akureyrar og
Stjörnunnar í DHL-deild karla
ásamt félaga sínum Herði Aðal-
steinssyni en Gunnar gat reyndar
ekki dæmt vegna veikinda. Þá var
Gunnar búinn að dæma af ein-
hverri alvöru í rétt rúma þrjá
mánuði. Það er sá tími sem tekur
að verða úrvalsdeildardómari á
Íslandi í dag.
„Ástandið í dómaramálunum
segir mikið um ástandið í hand-
boltanum hér heima í dag, því
miður,“ sagði Gunnar Jarl við
Fréttablaðið í gær. „Það fæst
greinilega ekki fólk til að dæma í
dag og ég ætlaði aldrei að fara að
dæma handbolta. Ég komst í gegn-
um skriflega prófið og svo var
þrekprófið ekki heldur erfitt. Ég
var í frekar litlu formi þegar ég
þreytti það en hefði getað labbað
síðasta hringinn en samt náð próf-
inu. Það var mjög auðvelt að ná
þessu prófi.“
Guðmundur Kr. Erlendsson.
formaður dómaranefndar HSÍ,
segir að þetta sé ekki í fyrsta
skipti sem dómari klífur metorða-
stigann svo hratt og hefur ekki
áhyggjur af stöðu dómaramála.
„Þetta dómarapar er mjög gott
og þess vegna hefur uppgangur
Gunnars verið svona hraður. Það
eru mörg fordæmi fyrir þessu og
ekkert athugavert við þetta. Við
erum annars með fjórtán pör á
okkar snærum sem dæma í meist-
araflokki og það eru 4-6 pör sem
dæma í efstu deild,“ sagði Guð-
mundur en íslensk dómgæsla
missti mikið þegar Stefán Arn-
aldsson og Gunnar Viðarsson
hættu að dæma. „Ég er búinn að
vera í eftirliti erlendis og ég verð
að segja að okkar pör eru ekkert
síðri en mörg erlendu paranna þó
við eigum ekki enn eins gott par
og Stefán og Gunnar.“
Guðmundur segir dómara-
nefndina vera reglulega með nám-
skeið sem mættu vera betur mönn-
uð en þó hefðu 48 einstaklingar
útskrifast á síðasta ári. Vandamál-
ið væri samt að dómararnir skil-
uðu sér ekki í efstu deildirnar af
ýmsum ástæðum.
„Ég held að það sé fyrst og
fremst umhverfið sem menn vilja
ekki vinna við. Það er neikvæðni í
garð stéttarinnar, enginn hvati og
frekar niðurrif. Það má kenna
ýmsum um að staðan er svona.
Þessi neikvæðni í garð dómara
þekkist ekki erlendis. Við höfum
verið að berjast gegn þessu við-
horfi lengi með litlum árangri.
Stundum held ég að fólk komi á
völlinn eingöngu til að öskra á
dómarann en ekki styðja sitt lið.
Svo fá dómarar ekki alltaf frið til
að stunda sína vinnu vegna áreitis
frá þjálfurum. Áhorf gæti dottið
niður af þessum sökum þar sem
foreldrar vilja ekki að börnin sín
heyri orðaforðann sem kemur úr
stúkunni í garð dómara,“ sagði
Guðmundur.
Staðan í dómaramálum í handboltanum á Íslandi er mjög alvarleg að margra mati. Það tók handknatt-
leiksdómarann Gunnar Jarl Jónsson aðeins þrjá mánuði að fá leik í DHL-deild karla. Formaður dómara-
nefndar HSÍ segir dómara ekki vilja dæma í efstu deildum vegna neikvæðs viðhorfs til dómara.
ÍS vann 12 stiga sigur
á Hamri, 71-59, í Iceland Express-
deild kvenna í gær. Casey Rost
skoraði 15 stig fyrir ÍS áður en
hún fór útaf meidd, Svandís
Sigurðardóttir skoraði 10 stig og
Lovísa Guðmundsdóttir var með 9
stig og 7 stoðsendingar. Hjá
Hamri var Anne Flesland með 19
stig þar af 13 þeirra af vítalínunni
og Latreece Bagley skoraði 17
stig og tók 12 fráköst. Alda Leif
Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik
eftir barnsburð og skoraði 8 stig á
6 mínútum.
ÍS-sigur í endur-
komu Öldu