Fréttablaðið - 04.03.2007, Page 8
greinar@frettabladid.is
Lífskjör eldri borgara og öryrkja hafa rýrnað svo mjög í stjórnartíð Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokks sl. 12 ár að í
mesta góðærinu hafa þeir aldrei upplif-
að meiri skerðingar. Skv. nýlegri grein
Stefáns Ólafssonar prófessors hefur
launaójöfnuður aukist um rúm 40% sl.
12 ár en um rúm 70%, sé allur fjár-
magnstekjuskattur tekinn með. Stjórn-
arflokkarnir þræta stíft og sýna „stíl-
færðar“ tölur um hið gagnstæða. Eldri
borgarar, öryrkjar og aðrir sem finna skerðingarn-
ar á eigin skinni eru bestu dómararnir um réttmæti
skerðinganna. Ísland er að nálgast vanþróaðar þjóð-
ir í „velferð“ og kemst ekki á blað með hinum
Norðurlöndunum. Á sl. vetri voru úrræði nefndar
um aðgerðir í sjúkrahúsmálum þau, að þeir sem
gætu að fullu greitt fyrir aðgerðir hefðu forgang.
Hinir gætu beðið áfram. Formaðurinn, framsóknar-
konan Jónína Bjartmarz, hefur keypt gamla
Landsímahúsið. Ætli opna eigi þar „einkastofur“
fyrir þá ríku?
Launakjör hér eru úr takti við allt sem íslenskt
lýðræði stendur fyrir. Bankastjórarnir, á 10-30
milljóna mánaðarlaunum auk risnunnar, fá
gefins hlutabréf og græða á einum degi
mörg ævilaun. Almenningi ofbýður ójöfn-
uðurinn, spillingin, neðanjarðarhagkerfið.
Verkalýðshreyfingin segir ekki múkk enda
e.t.v. á mála hjá stjórnvöldum. Vinnustaða-
samningar gilda í auknum mæli og er fólk
rekið ef það segir frá launum sínum. Þetta
veldur ósamstöðu, tortryggni og
samheldnisleysi. „Deildu og drottnaðu“ er
aðferð stjórnvalda.
Ríkisstjórnina verður að draga til
ábyrgðar fyrir ólöglega sölu ríkiseigna til
góðvina og fyrir að skipta á milli sín eign-
um landsmanna sem búið var að semja um
að allir landsmenn ættu sameiginlega í dreifðri
eignaraðild. „Burt með báknið“ er í fullu gildi.
„Spillingarbáknið“ nú er ríkisstjórnin sjálf.
Við viljum ekki svona þjóðfélag. Eldri borgarar,
öryrkjar og aðrir sem aldrei upplifðu „góðærið“
hafna flokkum ánauðar. Stjórnin er útbrunnin; loforð
þreyttrar stjórnarandstöðu eru ótrúverðug. Segjum
stopp við síbreikkandi bili ríkra og fátækra. Sýnum
það með góðri mætingu allra aldurshópa á fundinn í
dag, sunnudag, á Grand Hóteli í Reykjavík.
Höfundur er formaður Baráttusamtaka eldri
borgara og öryrkja.
Óæskilegur þjóðfélagshópur?
Eitt merkasta umræðuefni stjórnmálanna snýr að því
hvernig eignarréttur myndast.
Stjórnmálasaga Vesturlanda
markast mjög af þessari spurn-
ingu og gæfa þjóða hefur risið og
hnigið í tengslum við hvernig
spurningunni er svarað. Frjáls-
lyndir menn hafa lengi lagt á það
áherslu að eignarrétturinn sé
forsenda blómlegs, fjölbreytts og
umburðarlynds þjóðfélags. Því
meiri eignum sem ríkisvaldið
ræður yfir, því meiri hætta er á
miðstýrðu einsleitu samfélagi
sem umber illa frávik frá því sem
valdhöfum þóknast. Þetta er
mikilvægt, en ekki er síður
mikilvægt að séreignarrétturinn
er ein frumforsenda efnahags-
framfara, tækninýjunga og
almennrar velmegunar.
Eignarréttur á náttúruauðlind-
um er mjög áhugavert viðfangs-
efni fyrir okkur Íslendinga, við
eigum meira undir slíkum
auðlindum en flestar aðrar þjóðir
veraldar. Nýting náttúrunnar,
sérstaklega þeirra auðlinda sem
eru endurnýjanlegar eins og rækt-
að land og fiskistofnar, mynda
grunninn að efnahagslegri velferð
okkar og það er því eðlilegt að við
deilum um hvernig þessum
málum sé best fyrirkomið.
Umræðan skiptist í tvö horn og
ráða stjórnmálaskoðanir þar
mestu um. Annars vegar eru þeir
sem telja að ríkið eigi að eiga
allar auðlindir og hins vegar hinir
sem leggja áherslu á séreignar-
rétt.
Nálgun mín og margra þeirra
sem telja að séreignarrétturinn sé
farsæl lausn hvílir á eftirfarandi
hugsun: Auðlind, til dæmis
fiskurinn í sjónum, hefur ekkert
verðgildi í sjálfum sér. Fiskur
sem syndir um í hafinu, sem
enginn kann að veiða, verka eða
koma í verð er ekki auðlind í
þeirri merkingu orðsins að um sé
að ræða verðmæti sem meta megi
til fjár. Verðmætið myndast
þannig að einhverjir taka áhættu
og finna út leiðir til að veiða
fiskinn og verka með minni
tilkostnaði en þeim tekjum sem
má fá þegar hann er seldur.
Verðmæti fiskauðlindarinnar er
því munurinn á kostnaði við að
veiða og vinna annars vegar og
tekjunum hins vegar. Þetta
verðmæti hafa því einstaklingar
skapað, ekki ríkisvaldið nema að
þeim hluta sem felst í því að halda
uppi almannareglu, verja landið
og miðin fyrir ágangi annarra
þjóða o.s.frv. Fiskveiðiauðlindin
er takmörkuð og þegar kom að því
að takmarka varð aðgang að henni
áttu þeir sem höfðu nýtingarsögu
að eignast nýtingarréttinn. Ég er
því þeirrar skoðunar að það geti
vel farið saman að ríkið, fyrir
hönd þjóðarinnar, hafi eignar- og
yfirráðarétt yfir fiskistofnunum
en nýtingarrétturinn sé í höndum
útgerðarmanna. Ég tel að þessi
hugsun hafi legið að baki þegar
eftirfarandi setning var samþykkt
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar: „Ákvæði um að auðlindir
sjávar séu sameign íslensku
þjóðarinnar verði bundið í
stjórnarskrá.“ Fiskistofnarnir í
kringum landið yrðu þar með á
forræði ríkisins, ákvarðanir um
heildarafla, veiðistýring o.s.frv.
væru þar með teknar af stjórn-
völdum á grundvelli þessa
ákvæðis. Útgerðarmenn ættu
sóknarréttinn, en yrðu að hlíta
almennum ákvörðunum ríkis-
valdsins um hvernig farið er með
auðlindina.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í
sjávarútvegsmálum er mjög skýr
og þetta ákvæði stjórnarsáttmál-
ans er í góðu samræmi við þá
stefnu. Því miður tókst ekki að ná
samstöðu um útfærslu á ákvæð-
inu í stjórnarskrárnefndinni og er
vel skiljanlegt að margir séu
óánægðir með það. Versta sem
gæti þó gerst núna er að menn
fari að hlaupa til í bráðræði í jafn
mikilvægu máli eins og hér er um
að ræða. Útfærsluna á að vinna í
tengslum við aðrar stjórnarskrár-
breytingar, með yfirveguðum
hætti en ekki í einhverju pan-
ikkasti nokkrum dögum fyrir
kosningar.
Eignarréttur og
forræði þjóðarinnar
Nálgun mín og margra þeirra
sem telja að séreignarrétturinn
sé farsæl lausn hvílir á eftirfar-
andi hugsun: Auðlind, til dæmis
fiskurinn í sjónum, hefur ekkert
verðgildi í sjálfum sér.
S
tjórnmálaflokkarnir halda allir landsfundi eða flokksþing
í aðdraganda kosninganna í vor. Framsóknarflokkurinn
hefur átt í vök að verjast umfram aðra flokka undanfarin
misseri. Í því ljósi má segja að flokksþingið nú hafi með
ákveðnum hætti verið honum mikilvægara en öðrum
flokkum.
Málefnaundirbúningur flokksþingsins bar öll merki vandaðr-
ar og málefnalegrar vinnu. Ályktunartillögur um utanríkis- og
Evrópumál byggðust til að mynda á ábyrgum og raunsæjum
sjónarmiðum. Þá komu fram athyglisverðar hugmyndir um breyt-
ingar á kosningaskipan og skipulagi stjórnarráðsins.
Ræða flokksformannsins var um flest málefnaleg með hvassri
gagnrýni á þá flokka sem framsóknarmenn telja að hafi helst náð
frá þeim fylgi. Annað verður ekki sagt en að kraftur og þungi hafi
verið í ræðu hans.
Allt yfirbragð flokksþingsins var á þann veg að ætla má að þeir
forystumenn sem þar komu saman séu ráðnir í að ganga fram af
fullri einurð í komandi kosningabaráttu. Þegar á þessa hefðbundnu
mælikvarða er litið sýnist Framsóknarflokkurinn frekar hafa sótt
í sig veðrið en hitt.
Hætt er hins vegar við að uppljóstrun heilbrigðis- og trygginga-
ráðherra um að forystumenn flokksins hafi að undanförnu lagt á
ráðin um stjórnarslit og myndun nýrrar minnihlutastjórnar fyrir
kosningar hafi í einhverjum mæli dregið athyglina frá þinginu
sjálfu og ræðu formannsins.
Málið snýst um að festa í stjórnarskrá hugtakið þjóðareign á auð-
lindum. Formaðurinn hefur staðfest að þau sjónarmið séu uppi sem
heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur lýst en eigi að síður viti
hann ekki til þess að ágreiningur sé um málið. Ýmsir hafa reyndar
undrast hversu lengi framsóknarmenn hafa dregið að búa til stöðu
sem miðaði að því að greina þá frá samstarfsflokknum.
Formaður þingflokks Samfylkingarinnar hefur réttilega vakið
athygli á því að Framsóknarflokkurinn kaus að hreyfa þessu máli
ekki í stjórnarskrárnefnd. Með því að flokkurinn hafði ákveðið að
nota það sem stjórnarslitahótun var rétt og eðlilegt að gera það við
ríkisstjórnarborðið en ekki í sjálfstæðri nefnd sem ætlað var að
vinna á öðrum forsendum.
Svo er það stóra spurningin: Hverjir eru líklegastir til að græða
á hugsanlegum stjórnarslitum? Skoðanakannanir sýna talsverða
þreytu með stjórnarsamstarfið, ævintýralega sókn Vinstri grænna
og ósk nærri helmings kjósenda um áframhaldandi stjórnarforystu
núverandi forsætisráðherra.
Ef kjósendur þurfa ekki að nota atkvæðaseðilinn til þess að koma
þreyttu samstarfi frá völdum gæti því svo farið að forystuflokkur-
inn í ríkisstjórn græddi mest á stjórnarslitum nú. Það gerðist við
svipaðar aðstæður 1979 þegar óvinsælt vinstra samstarf var óvænt
rofið með myndun minnihlutastjórnar og kosningum í kjölfarið.
Þá vann Framsóknarflokkurinn, sem verið hafði í stjórnarforystu,
verulega á. Alþýðuflokkurinn, sem rauf samstarfið, tapaði miklu
og Sjálfstæðisflokkurinn, sem mælst hafði með yfir 50% skoðana-
kannanafylgi í stjórnarandstöðu, missti flugið. Þessi saga gæti allt
eins endurtekið sig að breyttu breytanda.
Endurtekur
sagan sig?