Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 69
Í tilefni 120 ára afmælis Landsbankans fá Námufélagar 35% afslátt
af miðaverði á allar sýningar gegn framvísun Námukortsins.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
FRUMSÝNING 8. MARS. FORSALA HAFIN!
EFTIR H
UGLEIK
DAGSS
ON & F
LÍS
LEIKST
JÓRI: S
TEFÁN
JÓNSS
ON
SÖNGL
EIKUR
INN
&
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
Klukkan sjö í kvöld hefst uppboð á
rúmlega 130 verkum af ýmsu tagi
á vegum Gallerí Foldar á Hótel
Sögu, Súlnasal. Þar á meðal er
fjöldi verka þeirra eldri málara
sem mikil eftirspurn hefur verið
eftir að undanförnu. Má því ætla
að nokkrar fúlgur skipti höndum í
kvöld á Sögu.
Að vanda hefst uppboðið á
prentverkum, grafík og ljósmynd-
um. Þar verða seldar tvær fyrstu
möppur sem Íslensk grafík gaf út
og geyma báðar fimm þrykk. Þá
verður boðið upp verk eftir Dieter
Roth frá 1985 en hann á alls þrjú
verk á þessu uppboði, þar af eitt
unikum sem verðlagt er á 280-320
þúsund. Eru verk hans tekin að
hækka nokkuð á íslenskum mark-
aði en eru tíðir gestir víða um Evr-
ópu á uppboðum og í galleríum.
Mikla athygli vekja á þriðja tug
leirverka eftir Guðmund frá Mið-
dal; þá eru einnig falir gripir frá
Gliti sem hafa ekki komið oft á
uppboð Gallerís Foldar. Þar verða
seld teppi, nú stykki, frá Austur-
löndum. Postulínsgripir skreyttir
af Flóka, stór stytta eftir Sæmund
Valdimarsson sem metin er á 5-
700 þúsund.
Margir yngri menn eiga verk á
uppboðinu en það eru gömlu meist-
ararnir sem staldrað er við: Þórar-
inn B. Þorláksson á þar verk frá
1904 sem metið er á 2-2,2 miljónir.
Jón Stefánsson á þar stórt olíu-
verk frá 1929 sem metið er á 2,8-
3,2 miljónir. Þarna er til sölu lítil
blýantsteikning eftir Mugg frá
1913, sex málverk eftir Ásgrím
Jónsson misdýr, fimm eftir Kjar-
val. Þær stöllur Louisa Matthías-
dóttir og Nína Tryggvadóttir eiga
þar litlar myndir. Þarna eru stórar
myndir eftir Karl Kvaran og
Jóhannes Jóhannesson. Stór hafn-
armynd eftir Gunnlaug Blöndal og
málverkið Stúlka með fiðlu eru
metin á 3-3,5 milljónir hvor. Lands-
lagsmynd eftir Jóhann Briem frá
1935 er metin á 350-400 þúsund,
sem verður að teljast lágt miðað
við yngri myndir eftir hann.
Toppurinn er þó tvær myndir
eftir Þorvald Skúlason, sú eldri,
Stúlkur með bolta frá 1941 er
tímamótaverk en hin, Abstrakt-
ion, er unnin tíu árum síðar frá
hinu merkilega tímabili í upphafi
sjötta áratugsins. Hún er metin á
6-700 þúsund meðan Stúlkunar
gæti farið á fjórðu miljón eða
hærra, svo einstök sem hún er.
Verkin eru sýnd í Galleríi Fold
við Rauðarárstíg í dag frá kl. 12.00
til 17.00. Þá er hægt að skoða upp-
boðsskrána á vefsíðu Gallerís
Foldar www.myndlist.is. Verkin
eru seld í því ástandi sem þau eru
í og ofan á boð leggjast 10% höf-
undar- og uppboðsgjald.
Uppboð á Sögu í kvöld