Fréttablaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 78
Gjörningaklúbburinn hefur verið
fenginn til að hanna búninga fyrir
umslagið á nýjustu plötu Bjarkar
Guðmundsdóttur. Þetta staðfesti
Eirún Sigurðardóttir en hún skip-
ar klúbbinn ásamt þeim Jóní Jóns-
dóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur.
Eirún vildi lítið tjá sig um málið
þegar Fréttablaðið náði tali af
henni en sagði þó að stíllinn yrði í
líkingu við það sem Björk er hvað
þekktust fyrir. „Við verjumst
allra frétta en lofum því þó að
þetta á eftir að vera í takt við það
sem Björk hefur verið að gera,“
segir listakonan. Hún tekur þó
skýrt fram að þær komi ekki að
myndatöku fyrir umslagið né
hanni það. Einungis sé um að
ræða kjólana.
Björk hefur verið þekkt fyrir
að fara ótroðnar slóðir í klæða-
burði og mörgum er það eflaust í
fersku minni þegar hún mætti til
leiks á Óskarsverðlaununum í
svanakjólnum fræga árið 2001.
Þá vakti kjóll hennar við setningu
Ólympíuleikanna verðskuldaða
athygli og ljóst að verkefnið hefur
verið ærið fyrir Gjörningaklúbb-
inn.
Mikil spenna ríkir fyrir nýj-
ustu plötu Bjarkar sem verður
fyrsta hljóðversskífa hennar í þó
nokkurn tíma. Á heimasíðu söng-
konunnar á föstudaginn var síðan
tilkynnt um nafnið og útgáfudag
en hún mun heita Volta og kemur
út sjöunda maí. Að sögn Einars
Arnar Benedikts-
sonar hjá
Smekkleysu
var farið mjög
varlega í
allar upplýs-
inagjöf á net-
inu og ekki
gefin út nöfn-
in á lögunum
af ótta við stuld
frá sjóræn-
ingjaútgáfum.
Gjörningaklúbbur hannar
búninga fyrir umslag Bjarkar
Upptökum er að ljúka á tónlist við
söngleikinn Gretti sem verður
frumsýndur þann 30. mars. „Þetta
hefur gengið mjög vel,“ segir Hall-
ur Ingólfsson, tónlistarstjóri hljóm-
sveitarinnar, sem hefur staðið í
ströngu við upptökunar. Sjálfur
spilar hann á trommur í sveitinni
en auk hans skipa hana Elís Péturs-
son úr Jeff Who á gítar, Þorbjörn
Sigurðsson úr Dr. Spock og Jón Atli
úr Hairdoctor á bassa. „Við náum
vel saman og þess vegna tókum við
þetta eiginlega allt upp „live“ út af
þessu „energíi sem er í hljómsveit-
inni,“ segir hann.
Tónlistin í verkinu var samin af
Þursaflokknum í kringum 1980.
„Þetta er íslenskt, mystískt, kraft-
mikið og fyndið og svolítið dramat-
ískt,“ segir Hallur. „Sumt er líka
létt og skemmtilegt.“
Söngleikurinn fjallar um Gretti,
sem er utanveltu í samfélaginu og
virðist hvorki ná að fóta sig í skóla
né félagslífinu. Skyndilega verður
hann mesta sjónvarpsstjarna
Íslands og kraftakarl, nánast ofur-
hetja. Jóhann Sigurðarson og Birg-
itta Birgisdóttir fara með tvö af
helstu hlutverkunum í söngleikn-
um.
Kraftmikill
Grettir
„Ég er sáttur. Svavar er stórlega
vanmetinn. Og undirverðlagður,“
sagði Guðmundur Jónsson gallerí-
eigandi í samtali við blaðamann
Fréttablaðsins á þriðjudag. Hann
stóð á götutröppunum fyrir utan
uppboðshús Bruun Rasmussen við
Brödgade í Kaupmannahöfn. Og
var að róa æstar taugar. Ekki van-
þörf á. Hann hafði verið á bólakafi
í æsispennandi uppboði. Sem gekk
afskaplega hratt fyrir sig. Guð-
mundur hafði boðið af kappi í
myndir Svavars Guðnasonar og
var á þeirri stundu ekki einu sinni
viss um hversu margar myndir
voru slegnar honum.
Nú heim kominn hefur Guð-
mundur haft svigrúm til að skoða
stöðuna. Hann átti hæsta boð í
þrjár myndir af þeim fimmtán
sem í boði voru. Og er ánægður
með myndirnar. Meðal annars
keypti Guðmundur Komposition
sem fór á hæsta verðinu eða 32
þúsund krónur danskar. Sem gerir
380 þúsund krónur íslenskar. Þá á
eftir að bætast við kostnaður svo
sem sölulaun sem eru um 25 pró-
sent ofan á söluverð. En gullfalleg
mynd sem og hinar tvær sem Guð-
mundur eignaðist á uppboðinu:
Jazz og önnur sem ber titilinn
Komposition.
„Þetta byrjaði nú allt með því
að mig langaði í Jazzinn. En þetta
var athyglisvert. Spennandi.
Gaman að hafa smá spennu í þessu.
Þetta var dýrara en ég átti von á.
En ekki miklu dýrara. Þetta er
gamalt trix hjá Dönunum að hafa
matsverðið miklu lægra en eðli-
legt er til að vekja áhuga. Þeir vita
alveg hvað þeir eru að gera,“ segir
Guðmundur.
Guðmundur segist hafa misst
af mynd sem hann hafði hug á að
eignast sem var númer fjögur á
uppboðinu. Segir uppboðið hafa
farið fremur rólega af stað með
fyrstu myndunum en svo hljóp
verðið skyndilega upp og í 18 þús-
und danskar með þeirri mynd.
Að sögn Guðmundar gengur sú
saga fjöllum hærra að hann hafi
keypt allar myndirnar á uppboð-
inu. „Það eru svo margar lyga- og
tröllasögur í þessum bransa.“
Myndirnar eru enn úti í Dan-
mörku og Guðmundur segist ekki
einu sinni búinn að ákveða hvað
verði um þær, hvort hann selji þær
eða eigi sjálfur.
„Forsíðufréttin á Fréttablaðinu
á föstudaginn var mjög merki-
leg, að tvöfalt fleiri missi hús-
næði vegna skulda í dag. Það
bendir til þess að þjóðfélagið sé
að verða stéttaskiptara en það
var, og æ fleiri hafi ekki efni á
því grundvallaröryggi sem það
er að eiga íbúð.“
Þau stórtíðindi áttu sér stað í íslenskri skemmti-
staðaflóru á fimmtudagskvöldinu að kvik-
myndaleikstjórinn Baltasar Kormákur seldi
rekstur Kaffibarsins til Þorsteins Stephensen,
sem oftast er kenndur við Hr. Örlyg. Barinn
hefur um langt skeið verið eitt af kennileit-
um Baltasars, ef svo má að orði komast,
og þeir tveir oft verið nefndir í sömu
andrá. Söluverðið er trúnaðarmál en
Baltasar sagðist í samtali við Fréttablað-
ið hafa íhugað það í dágóðan tíma að
selja staðinn. „Þessi rekstur samræm-
ist einfaldlega ekki þeim rekstri
og því fyrirtæki sem ég er að
sinna í dag,“ segir Baltasar,
sem viðurkenndi þó að hann ætti eftir að sakna
staðarins. „Ég hef fengið nokkur tilboð en gat
einfaldlega ekki hafnað þessu enda er Kaffi-
barinn kominn í góðar hendur,“ hélt leikstjór-
inn áfram. „Þarna eru margar góðar minning-
ar og eflaust verður nafnið mitt tengt við
staðinn um ókomna tíð,“ bætir Baltasar
við.
Þorsteinn Stephensen var að vonum
kátur yfir því að vera kominn með
lyklavöldin að Kaffibarnum. „Þetta er
einfaldlega frægasti bar í heimi,“
segir Þorsteinn. „Og eitt af
kennileitum miðborgar Reykja-
víkur,“ bætir hann við. Þor-
steinn segir þó að engar stór-
vægilegar breytingar komi
til með að eiga sér stað. Og
þó. „Við viljum kannski end-
urvekja þessa frægu síð-
degismenningu sem Kaffibarinn
varð þekktur fyrir,“ útskýrir
Þorsteinn. „Gamlir fasta-
gestir staðarins eru allir
komnir með barnavagna
og vilja hafa huggulegt í
kringum sig. Við viljum
fá þá aftur inn til
okkar,“ bætir hann
við. „Og svo viljum
við auðvitað halda
anda Baltasars á
lofti og hann fær
frítt kaffi til
æviloka.“
Baltasar Kormákur selur Kaffibarinn
Húsmæðraorlof
Gullbringu- og Kjósarsýslu
Álftanes, Garðabær, Garður, Grindavík,
Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sand-
gerði, Seltjarnarnes, Vogar.
Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver
kona sem veitir, eða hefur veitt heimili forstöðu,
án launagreiðslu fyrir það starf.
Dalir og Borgarfjörður 16. til 18. ágúst.
Skoska hálendið og Edinborg 17. til 22. maí.
Ítalía 26. maí til 2. júní.
Aðventuferð til Würzburg 7. til 10. desember.
Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti
pöntunum í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum
dögum frá 5. til 16. mars.
Svanhvít Jónsdóttir 565 3708
Ína Jónsdóttir 421 2876
Guðrún Eyvindsdóttir 422 7174
Valdís Ólafsdóttir 566 6635
Sigrún Jörundsdóttir 565 6551
Orlofsnefndin