Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 2
Ungmenni sem
dvöldu í Götusmiðjunni á síðasta
ári voru allt niður í tíu ára þegar
þau hófu að neyta vímuefna. Yngsti
aldur er neysla hófst var átta ár.
Þetta kemur fram í nýútkominni
ársskýrslu Götusmiðjunnar fyrir
árið 2006.
Guðmundur Týr Þórarinsson,
Mummi í Götusmiðjunni, segir síð-
asta ár hafa einkennst af erfiðleik-
um varðandi fjármál, starfsmanna-
mál og húsnæðismál.
„Húsakosturinn á Akurhóli er
kominn í niðurníðslu, þök leka, svo
og lagnir og gluggar, sem eru bæði
fúnir og jafnvel óopnanlegir. Starf-
semin hefur verið á undanþágu frá
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá
árinu 2005.
Mjög erfitt er að fá hæft fagfólk
til að starfa á þessu landssvæði og
svo er ímynd þess hóps sem Götu-
smiðjan vinnur með oft neikvæð,
sem vissulega hefur þó lagast.“
Varðandi fjárhagsvandann segir
Mummi að það þreyti starfsemina
að þurfa að útvega 20 prósent af
rekstrarkostnaði árlega með því að
afla styrkja og vera með fjársafn-
anir til að halda Götusmiðjunni
gangandi. Hann bendir á mikilvægi
þess að meðferðin beri árangur í
fyrsta skipti, því rannsóknir sýni
að því oftar sem fólk fari í meðferð,
þeim mun vonlausara verði það um
að ná árangri til frambúðar.
Fréttablaðið greindi frá því í síð-
ustu viku að til athugunar væri að
Götusmiðjan fengi húsnæðið að
Efri-Brú, sem nú stendur autt.
Mummi kveðst sjálfur fremur
horfa til Arnarholts á Kjalarnesi,
sem einnig stendur autt. Hann telur
að með þeirri ráðstöfun sé auðveld-
ara að fá hæft fagfólk, því stutt sé
að sækja vinnu þangað frá höfuð-
borgarsvæðinu. Stöðugildi Götu-
smiðjunnar eru nú 14 talsins og
dreifast þau á 17 starfsmenn.
Mummi leggur áherslu á að
starfsandi sé með ágætum í smiðj-
unni, enda byggi meðferðin á hug-
myndafræði þar sem áhersla sé
lögð á ræktun jákvæðra tilfinninga
og því að bera virðingu fyrir sjálf-
um sér og öðrum. Aldrei hafi komið
upp líkamleg ofbeldisverk milli
ungmennanna og starfsfólks frá
stofnun smiðjunnar.
Yngsti vímuefna-
neytandinn átta ára
Ungmenni sem voru í meðferð í Götusmiðjunni á síðasta ári voru allt niður í
átta ára þegar þau hófu fyrst neyslu vímuefna. Rúmur helmingur ungmenn-
anna í smiðjunni var á aldrinum 12-13 ára þegar vímuefnaneysla þeirra hófst.
Guðrún, liggur ekki beint við
að breyta nafninu í Sportbar-
inn?
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
ISUZU D-MAX 32”
Nýskr. 11.05 - Sjálfskiptur - Ekinn 17 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
2.280
.000.
-
Mannfræðileg rann-
sókn á lífssýnum úr Hermanni
Jónassyni, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, og móður Lúðvíks Giz-
urarsonar má fara fram, sam-
kvæmt dómi sem Hæstiréttur Ís-
lands kvað upp í gær.
Lúðvík og tvö börn Hermanns
hafa átt í langvinnum málaferl-
um. Lúðvík hefur krafist þess að
gerð verði mannerfðafræðileg
rannsókn á lífsýnum úr móður
hans og Hermanni til viðurkenn-
ingar á því að Hermann sé faðir
hans.
Málið hófst með því að Lúðvík
höfðaði véfengingarmál árið 2003
fyrir dómstólum til staðfestingar
á því að Gizur,
eiginmaður
móður hans,
væri ekki faðir
hans. Dómur
gekk í því máli
í byrjun árs
2004. Sannað
hafði verið
með mann-
erfðafræðileg-
um rannsókn-
um að Gizur
gæti ekki verið
faðir Lúðvíks.
Lúðvík er því
föðurlaus í dag. Faðernismálið
var síðan þingfest haustið 2004
og hefur síðan verið rekið ýmist
fyrir héraðsdómi eða Hæsta-
rétti.
Héraðsdómur Reykjavíkur
hafði þrisvar sinnum heimilað
mannerfðafræðilega rannsókn,
en börn Hermanns jafnharðan
kært til Hæstaréttar, sem hnekkti
dómunum þar til nú, að hann stað-
festi úrskurð héraðsdóms.
Dögg Pálsdóttir, lögmaður
Lúðvíks, segir niðurstöðuna sér-
lega ánægjulega. „Loksins fær
hann úr því skorið hvort faðir
gagnaðila sé faðir hans.“ Ekki
náðist í Jón Sveinsson, lögmann
barna Hermanns, við vinnslu
fréttarinnar.
Fær að sannreyna faðerni sitt
Leiðtogaráð Evrópusambandsins sam-
þykkti djörf markmið til að draga úr gróðurhúsa-
áhrifum á fundi sínum í gær.
Samkvæmt markmiðunum skuldbinda ríki sam-
bandsins sig til þess að árið 2020 muni fimmtungur
þeirrar orku sem ríkin nota koma frá endurnýjan-
legum orkugjöfum á borð við sól- og vindorku. Er
um mikla aukningu að ræða en í dag koma um sex
prósent orkunnar frá endurnýjanlegum orkugjöf-
um.
Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, skoraði á
aðrar þjóðir að fylgja fordæmi ESB og sagði að
heimurinn hefði enn tíma til að „afstýra því sem
vel gæti orðið hörmungar mannkyns.“
Samkvæmt áætluninni á útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda innan ríkja ESB að hafa dregist saman
um 20 prósent á tímabilinu 1990 til 2020.
Merkel hyggst kynna áætlun á fundi iðnvædd-
ustu þjóða heims í júní, G8-hópsins svonefnda, og
vonast leiðtogaráðið til að hún geti haft áhrif á ríki
á borð við Bandaríkin og Kína sem menga mest
allra þjóða heims.
Í áætluninni er umdeild klásúla þar sem kjarn-
orka er einnig nefnd sem vænlegur orkugjafi. Var
hún sett inn að kröfu Frakklands, Tékklands,
Slóvaíku og fleiri landa.
Finnski dómsmálaráð-
herrann Leena Luhtanen ætlar
ekki að víkja úr ráðherraemb-
ætti vegna ásakana um að hún hafi
borgað auglýsingar undir borð-
ið í kosningabaráttu árið 2004.
Luhtanen hafnar þessum ásökun-
um sem birtust í finnska eftirmið-
dagsblaðinu Ilta Lehti.
Greinilegt er að hiti hefur
færst verulega í leikinn í kosn-
ingabaráttunni í Finnlandi en
finnska þjóðin gengur til kosninga
eftir viku. Luhtanen segir í Hels-
ingin Sanomat að hún muni fara
yfir fréttaflutninginn með sér-
fræðingum og ákveða síðan fram-
haldið. Luhtanen var samgöngu-
ráðherra árið 2004.
Hiti færist í
baráttuna
Samtök atvinnu-
rekenda í sjávarútvegi voru sett
á stofn á sameiginlegum fundi
LÍÚ og Samtaka fiskvinnslu-
stöðva sem fram fór á Akranesi
á fimmtudag. Um er að ræða
samstarfsvettvang samtaka at-
vinnurekenda í sjávarútvegi, sem
starfa innan Samtaka atvinnu-
lífsins.
Meginhlutverk samstarfs-
ins felst í nánara samstarfi og
samþættingu verkefna er varða
kynningar- og ímyndarmál
sjávarútvegsins, auk umhverfis-
mála og annarra verkefna er
varða sameiginlega hagsmuni.
Stofna samtök
atvinnurekenda
Fyrirtækið Mar-
orka ehf. fékk „Vaxtarsprotann
2007“. Jón Sigurðsson, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, afhenti dr,
Jóni Ágústi Þorsteinssyni, fram-
kvæmdastjóra Marorku, viður-
kenninguna í Listasafni Kópavogs
í gær.
Vaxtarsprotinn er viðurkenning
fyrir öfluga uppbyggingu sprota-
fyrirtækis. Marorka jók veltu sína
milli áranna 2005 og 2006 um 87,5
prósent, sem var mesti vöxtur
sprotafyrirtækis á þessu tímabili.
Þetta er í fyrsta skipti sem
Vaxtarsprotinn er afhentur. Hann
verður veittur árlega hér eftir.
Marorka fékk
Vaxtarsprotann
Heilbrigðisnefnd
Vesturlands hefur beint því til
bæjarstjórnar Grundarfjarðar að
grannt verði fylgst með efnainni-
haldi sjávar í Grundarfirði. Rann-
sókn leiddi í ljós mikið fosfat og
ammoníak í sjónum.
Magn þessara efna þykir
engan veginn eðlilegt við um 950
manna bæjarfélag eins og Grund-
arfjörð, þótt það kæmi ekki á
óvart við 80 þúsund manna byggð.
Frá þessu var greint á vefsíð-
unni Skessuhorn.is en rannsóknin
var gerð eftir fiskdauða í fjórum
eldiskvíum í janúar.
Fosfat í sjó við
Grundarfjörð
Mannréttindasamtökin
Amnesty International hafa lýst
áhyggjum yfir því hvernig staðið
var að handtökum á mótmælend-
um vegna rýmingar Ungdóms-
hússins. Fréttavefur Politiken
greinir frá þessu.
Í bréfi sem samtökin sendu
danska dómsmálaráðuneytinu er
greint frá kvörtunum sem bár-
ust yfir því að ólögráða ungling-
ar hefðu verið fangelsaðir með
fullorðnum og að fólk hefði verið
auðmýkt meðan það var í haldi.
Krefjast samtökin þess að
dönsk yfirvöld rannsaki málið.
Amnesty biður
um rannsókn