Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 90
Bikarúrslitaleikur SS-
bikars karla í handbolta fer fram í
Laugardalshöllinni klukkan 16.00
í dag milli Íslandsmeistara Fram
og bikarmeistara Stjörnunnar.
Tveir kunnir kappar úr liðunum
eiga misgóðar minningar úr bik-
arúrslitaleikjum í Höllinni, Patr-
ekur Jóhannsson, fyrirliði Stjörn-
unnar, hefur aldrei tapað og Guð-
mundur Guðmundsson, þjálfari
Fram, á enn eftir að vinna bikar-
inn.
„Ég tapaði bikarúrslitaleik með
Essen í Þýskalandi en hef ekki
tapað á Íslandi. Það er vonandi að
þessi sigurganga haldi áfram því
mig langar ekkert til að kynnast
hinu,“ sagði Patrekur Jóhannes-
son, fyrirliði Stjörnunnar, sem
varð bikarmeistari með KA 1995
og 1996 og síðan með Stjörnunni í
fyrra. „Við erum að fara spila við
mjög sterkt lið,“ segir Patrekur en
Guðmundur ber einnig mikla virð-
ingu fyrir mótherjum dagsins.
„Það skiptir engu máli í þessum
leik að við erum búnir að vinna
síðustu leiki liðanna. Bikarkeppn-
in er öðruvísi keppni. Þeir hafa
forskot á okkur. Þeir urðu bikar-
meistarar í fyrra og gengu þá í
gegnum þennan pakka sem flestir
leikmanna minna hafa ekki gert
áður. Þeir eru líka á heildina litið
með leikreyndara lið og líkamlega
sterkara líka,“ segir Guðmundur
sem þurfti að sætta sig við silfrið
þegar hann fór með Víkinga í Höll-
ina 1990 og 1991 líkt og Fram
1998.
„Svona er þetta. Maður er með
mismunandi lið á mismunandi
tíma. Nú er ég með nýtt lið og það
eru allt aðrar forsendur í gangi.
Ég er mjög spenntur fyrir þessu
verkefni,“ segir Guðmundur sem
vann bikarinn fjórum sinnum sem
leikmaður og þekkir því alveg þá
tilfinningu að vera bikarmeistari.
Fram vann 29-25 sigur í leik lið-
anna í Garðabæ fyrir viku þar sem
Framliðið vann seinni hálfleikinn
19-8. „Það er ekki nóg að spila bara
í 30 mínútur eins og við gerðum í
síðasta leik. Það þarf að spila í 60
mínútur og kannski lengur ef það
verður framlenging. Við vitum
það sjálfir hvað klikkaði í síðasta
leik og við ætlum að laga það,“
segir Patrekur en Guðmundur
segir þann leik ekki skipta miklu
máli. „Þeir urðu fyrir áfalli þegar
Patti fór út af og við gengum á
lagið. Við spiluðum betur í seinni
hálfleik en þeir voru mun betri í
fyrri,“ segir Guðmundur sem á
von á flottum leik.
„Bæði liðin hafa verið að spila
mjög vel á köflum í vetur og mér
hefur fundist þessir leikir á milli
þessara liða í vetur hafa verið
mjög skemmtilegir.“ Patrekur er
líka sammála um að það sé vel
þess virði að mæta í Höllina í dag.
„Þetta er stærsti leikurinn á árinu
og ég vona bara að það komi fullt
af fólki og sjái þetta. Þetta eru frá-
bær lið með frábæra þjálfara
þannig að þetta verður mikil
skemmtun,“ sagði Patrekur að
lokum.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram, hefur alltaf tapað bikarúrslitaleik
sem þjálfari en Patrekur Jóhannesson, fyrirliði Stjörnunnar, aldrei.
Líkt og undanfarin ár
fara allir bikarúrslitaleikir hand-
bolta fram um helgina því yngri
flokkarnir spila á morgun. HK
er með fjögur lið í úrslitum, í 4.
flokki spila HK-strákarnir við
Fram klukkan 12.00 og HK-stelp-
urnar við Stjörnuna klukkan
13.30. Í unglingaflokki spila HK-
strákarnir við FH klukkan 15.00
og HK-stelpurnar við Fylki klukk-
an 17.00.
Lokaleikur dagsins er síðan
á milli Hauka og Vals í 2. flokki
karla. Sá leikur hefst klukkan
19.00 en allir leikirnir fara fram á
græna HM-dúknum í Laugardals-
höllinni.
HK á fjögur lið
Tveir leikmenn Gróttu
hafa verið með í öllum þrem-
ur bikarúrslitaleikjum félagsins,
2000 þegar liðið tapaði 23-27 fyrir
Val, 2002 þegar liðið tapaði 16-22
fyrir ÍBV og svo 2005 þegar liðið
tapaði 17-31 fyrir Stjörnunni.
Þetta eru hornamennirnir
Ragna Karen Sigurðardóttir og
Kristín Þórðardóttir. Grótta var
í samstarfi með KR í þessum
þremur úrslitaleikjum en liðið
mætir nú í fyrsta sinn undir eigin
merkjum eingöngu.
Tvær að reyna
í fjórða sinn
Roland Valur Eradze,
markvörður Stjörnunnar, æfði
ekkert með liðinu í vikunni vegna
meiðsla en verður með í leiknum
í dag. Sömu kringumstæður voru
í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Rol-
and gat þá lítið æft fyrir leikinn
en átti síðan stærstan hlut í sigr-
inum með því að verja 30 skot í
24-20 sigri Stjörnunnar á Hauk-
um. Roland varði meðal annars
63% skota sem á hann komu í
seinni hálfleik.
Roland Eradze
æfði ekkert
Ísland og Írland gerðu
1-1 jafntefli á Algarve Cup-æf-
ingamótinu í Portúgal í gær. Ís-
lensku stúlkurnar komust yfir
með marki Rakelar Logadóttur á
36. mínútu en samkvæmt lýsingu
leiksins á fótbolti.net kom mark-
ið eftir undirbúning Ernu B. Sig-
urðardóttur.
Írar jöfnuðu leikinn í síðari
hálfleik en þá gáfu íslensku leik-
mennirnir eftir.
Ísland mætir næst heima-
mönnum í Portúgal á mánudaginn
kemur.
Ísland gerði
jafntefli við Íra