Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 42
heimaerbest
Orðatiltækið „þröngt mega sáttir
sitja“ hefur sjaldan átt jafnvel við
og í tilviki Guðrúnar Evu Mínervu-
dóttur rithöfundar sem býr í þrjá-
tíu fermetra íbúð, þar sem hvert
herbergi gegnir minnst tveimur
hlutverkum.
„Ég er hæstánægð með þetta
fyrirkomulag þótt ég hafi aldrei
búið svona þröngt áður,“ segir Guð-
rún. „Það truflar mig ekkert þótt
svefnherbergið og stofan séu í einu
og sama herberginu, sturtan og
forstofan í öðru og eldhúsið og
vinnuaðstaðan í því þriðja. Aldrei
gæti ég hugsað mér að hírast í ein-
hverju vinnuherbergi úti í bæ. Hér
er alltaf hægt að fara í uppvaskið,
hita sér kaffi eða ryksuga, fyllist
maður ritstíflu. Svoleiðis verða oft
bestu hugmyndirnar til. Svo finnst
bóhemvinunum ég betri manneskja
eftir að ég flutti í þessa litlu íbúð,“
bætir hún við og hlær.
Eitt af því fyrsta sem vekur
athygli þegar komið er inn í vinnu-
stofuna/eldhúsið er útstillingar-
gína, sem stendur við borðið. „Rit-
stjórinn minn tók ekki annað í mál
en að ég yrði mér úti um eina svona
eftir að hann las fyrsta kaflann í
nýju bókinni minni,“ útskýrir Guð-
rún og bandar hendinni í áttina að
gínunni. „Mér finnst bara fínt að
hafa hana hérna hjá mér. Ég verð
allavega ekki einmana á meðan.“
Myndir og líkneski af Maríu
mey vekja líka athygli. „Ég fékk
mér myndina eftir að ég hét á jóm-
frúna í ákveðnu skyni. Vegna þess
hve vel gekk ákvað ég að gerast
Maríu-trúar í kjölfarið. Vinir mínir
hafa síðan tekið upp á því að gefa
mér styttur af Maríu mey, svo að
nú á ég orðið þetta fína safn.“
Blaðamaðurinn getur ekki stillt
sig um að spyrja í lokin hvort höf-
undurinn óttist aldrei að einhver
gangi inn á hana í sturtu í bókstaf-
legri merkingu orðanna.
„Það hefur ekki gerst og stend-
ur ekki til,“ svarar hún ákveðin.
„Enda þyrfti gott kúbein til að kom-
ast hingað inn.“ roald@frettabladid.is
Fallegt skrifborð hlaðið bókum er á meðal þess sem er í eldhúsinu/vinnuherberginu.
Guðrúnu finnst gott að hafa vinnustof-
una í eldhúsinu. Ef hún fyllist ritstíflu
getur hún alltaf skellt sér í heimilisverkin.
Forstofan líka sturta
Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundi finnst best að skrifa í eldhúsinu heima hjá sér.
Guðrún hét á Maríu mey í ákveðnu
skyni. Vegna þess hve vel gekk varð hún
Maríu-trúar í kjölfarið.
Ritstjórinn tók ekki annað í mál en að Guðrún yrði sér úti um útstillingargínu sér til innblásturs við skrif nýjustu bókarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Auglýsingar: Anna Elínborg Gunnarsdóttir, 550-5806, aeg@365.is Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is. Forsíðumynd: Heiða Helgadóttir tók þessa mynd af Ævari Erni Jósepssyni rithöfundi á vinnustofu sinni.
HOME & BOOK sér-
hæfir sig í innflutningi
á fínasta veggfóðri og
húsgögnum frá Austur-
löndum. Nánar á www.
homeandbook.com
www.mirale.is
opið:
mán.–föstud. 11–18
laugard. 11–16
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Nýtt
í MIRALE
10. MARS 2007 LAUGARDAGUR2