Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 91
Bikarmeistarar Hauka og spútniklið Gróttu mætast í dag í úrslitaleik SS-bikars kvenna í handbolta og hefst leikurinn klukk- an 13.30 í Laugardalshöllinni. Grótta hefur aldrei unnið bikarinn en Haukastúlkur unnu hann í þriðja sinn í fyrra. Fyrirliðinn Harpa Melsted hefur verið með í öllum sigrunum. „Við horfum mjög hungraðar á þennan titil þar sem við erum að missa af lestinni í deildinni,“ segir Harpa og Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Gróttu, gerir sér grein fyrir að Haukar hafa reynsluna. „Það hefur ekki gengið vel hjá Gróttu í bikar- úrslitunum og hefðin er Hauka- megin,“ segir Alfreð. Það er mikill hugur í Hörpu en Haukaliðið hefur sýnt á sér ýmsar hliðar í vetur. „Við förum mjög erfiða leið í bikarúrslitaleikinn, vinnum fyrst Stjörnuna og svo Val sem eru klárlega tvö bestu liðin í dag ásamt Gróttu. Það voru topp- leikir hjá okkur og ég vona að við náum upp sömu stemningu í Höll- inni. Ef við náum því þá erum við til alls líklegar,“ segir Harpa sem segir tímabilið í ár vera mjög svip- að og þegar liðið vann í fyrra. Alfreð veit hvað þarf að stoppa í liði Hauka. „Maður leggur upp leikina á móti Haukum á hefðbund- inn hátt. Þar hafa verið tveir yfir- burðarleikmenn í boltanum undan- farin ár, Hanna og Ramune. Við þurfum að reyna að takmarka það að Ramune skori einhver hundrað mörk og forðast það að þær fái mikið af hraðaupphlaupum. Það er einfalt að segja það en erfitt að eiga við það,“ segir Alfreð. „Stelpurnar hafa allflestar spil- að bikarúrslitaleik en það er mikil spenna í liðinu og við þurfum að halda taugaspennunni í lágmarki þannig að hún fari ekki að vinna gegn okkur. Það gerðist alveg klár- lega síðast. Nú vona ég að stelp- urnar mínar séu reynslunni ríkari og við fáum nýtt nafn á bikarinn,“ sagði Alfreð en Grótta (og KR) tap- aði með 14 mörkum í úrslitaleikn- um 2005. Haukaliðið hefur átt marga góða leiki í vetur og þegar liðið spilar vel er mjög erfitt að eiga við það. „Þegar við höfum virkilega þurft á því að halda þá höfum við spilað best og þannig þarf það að vera á laugardaginn (í dag),“ sagði Harpa Melsted sem er væntanlega að spila sinn síðasta bikarúrslitaleik þar sem hún ætlar að leggja skóna á hilluna í vor. Hefðin er með Haukunum Júlíus Jónasson, lands- liðsþjálfari kvenna í handbolta, býst við jöfnum og skemmtilegum bikarúrslitaleikjum. Hann spáir því að Stjarnan og Haukar muni verja titla sína frá því í fyrra. „Vonandi verður þetta hörku- leikur hjá stelpunum því það er alltaf gaman að sjá spennandi bik- arúrslitaleik. Það er erfitt að meta það hvort liðið sé sterkara. Ég hef hrifist af Gróttuliðinu í vetur og liðið berst alltaf og gefst aldrei upp. Haukarnir hafa spilað betur upp á síðkastið og hafa hefðina sín megin. Þær hafa klárað þessa stóru leiki í vetur og ég tippa því frekar á Hauka,“ segir Júlíus um kvennaleikinn. „Það verður mikil spenna hjá körlunum og vel tekið á því. Það hefur verið hiti í leikjum liðanna og það gerir það enn skemmti- legra fyrir þá sem horfa á leikinn að það sé smá æsingur. Það skiptir miklu máli hvort liðið sé í lagi hvað meiðsli varðar. Ef Stjarnan er með alla leikmenn klára þá er liðið með alveg feikilega góðan mannskap sem ætti að geta landað bikarnum. Ég spái því að Stjarnan vinni en eftir alveg hörkuleik,“ sagði Júlíus. Júlíus tippar á Hauka og Stjörnuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.