Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 32
Ný vefsíða fyrir ferðalanga að- stoðar þá að finna félaga til að deila með leigubíl í New York. Margir ferðalangar lenda í því að standa einir í langri röð eftir leigu- bíl í ókunnri borg, og þurfa svo að borga offjár fyrir bílinn. Ný vef- síða, hithcers.com, aðstoðar ferða- langa við að finna einhvern til að deila bíl með sem bæði dreg- ur úr kostnaði og gerir bílferðina ánægjulegri. Enn sem komið er þá er þjónustan bara í boði í New York, en til stendur að bæta fleiri borg- um við. Í Bretlandi er einnig hægt að finna einhvern til að deila fari með á síðunni gumtree.com. Á síð- unni er lagt til að fólk spili skæri- pappír-steinn til að ákveða hverj- um sé fyrst ekið á áfangastað, og sá sem fer fyrstur úr bílnum borgi 60 prósent af fargjaldinu svo að sá sem eftir er sitji ekki einn uppi með kostnaðinn við þjórfé. Leigubíl deilt með öðrum ferðalöngum Úrval-Útsýn kynnir göngu- og hjólaferðir sumarsins um helgina í Sportvöruversluninni Everest í Skeifunni. Hjóla- og gönguferðir njóta sívax- andi vinsælda og Íslendingar hafa aukinn áhuga á náttúruupplifunum og útiveru með hæfilegri áreynslu í skemmtilegum félagsskap. Úrval-Útsýn mun bjóða upp á göngu- og hjólaferðir erlendis í ár eins og fyrri sumur og kynnir nú nýjar ferðaleiðir. Gönguferðirnar eru á Tyrklandi, Costa Brava ströndinni á Spáni, í Noregi, Toscana, í Dólómíta-fjöll- unum, Pýreneafjöllum, Mallorka, Grikklandi og Krít. Nýjungar þetta árið eru: Ævin- týraleg gönguferð um Jötunheima Noregs, menningarganga um ægi- fagra Costa Brava ströndina á Spáni, skemmtileg blanda af gönguferðum og jóga á Mallorka og gönguferð á Grikklandi þar sem skoðuð verða áhugaverð söfn og einstök náttúrufegurð lands- ins. Flestar ferðirnar eru í ,,hefð- bundnum takti“ og þá er gengið 5- 8 tíma á dag. Í Sælkeraferð til Tos- cana og menningargöngu um Costa Brava ströndina er gengið í 2-5 tíma á dag. Einnig er boðið upp á hjólaferð- ir um Þýskaland, Austurríki og Ít- alíu. Hjólað er um eitt helsta vín- ræktarhérað Þýskalands, farin tíu vatna leiðin í Austurríki sem þykir ein fegursta hjólaleið Evrópu og frá ítölsku borginni Bolzano til Feneyja. Í Austurríki og Ítalíu er hjólað milli staða en í Þýskalandi er hjólað út frá einum stað. Í þessum ferðum er lögð áhersla á að njóta ferðarinnar og innlendr- ar menningar. Sagt verður frá tilhögun ferð- anna og sýndar myndir frá völd- um stöðum á kynningunni. Kynn- ingin fer fram laugardaginn 10. mars klukkan 12.30 og 14.30 sport- vöruversluninni Everest í Skeif- unni. Hjólað um vínhéruð Leyfishafi Ferðamálastofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.