Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 32
Ný vefsíða fyrir ferðalanga að-
stoðar þá að finna félaga til að
deila með leigubíl í New York.
Margir ferðalangar lenda í því að
standa einir í langri röð eftir leigu-
bíl í ókunnri borg, og þurfa svo að
borga offjár fyrir bílinn. Ný vef-
síða, hithcers.com, aðstoðar ferða-
langa við að finna einhvern til
að deila bíl með sem bæði dreg-
ur úr kostnaði og gerir bílferðina
ánægjulegri. Enn sem komið er þá
er þjónustan bara í boði í New York,
en til stendur að bæta fleiri borg-
um við. Í Bretlandi er einnig hægt
að finna einhvern til að deila fari
með á síðunni gumtree.com. Á síð-
unni er lagt til að fólk spili skæri-
pappír-steinn til að ákveða hverj-
um sé fyrst ekið á áfangastað, og
sá sem fer fyrstur úr bílnum borgi
60 prósent af fargjaldinu svo að
sá sem eftir er sitji ekki einn uppi
með kostnaðinn við þjórfé.
Leigubíl deilt með
öðrum ferðalöngum
Úrval-Útsýn kynnir göngu- og
hjólaferðir sumarsins um
helgina í Sportvöruversluninni
Everest í Skeifunni.
Hjóla- og gönguferðir njóta sívax-
andi vinsælda og Íslendingar hafa
aukinn áhuga á náttúruupplifunum
og útiveru með hæfilegri áreynslu
í skemmtilegum félagsskap.
Úrval-Útsýn mun bjóða upp á
göngu- og hjólaferðir erlendis í ár
eins og fyrri sumur og kynnir nú
nýjar ferðaleiðir.
Gönguferðirnar eru á Tyrklandi,
Costa Brava ströndinni á Spáni, í
Noregi, Toscana, í Dólómíta-fjöll-
unum, Pýreneafjöllum, Mallorka,
Grikklandi og Krít.
Nýjungar þetta árið eru: Ævin-
týraleg gönguferð um Jötunheima
Noregs, menningarganga um ægi-
fagra Costa Brava ströndina á
Spáni, skemmtileg blanda af
gönguferðum og jóga á Mallorka
og gönguferð á Grikklandi þar
sem skoðuð verða áhugaverð söfn
og einstök náttúrufegurð lands-
ins.
Flestar ferðirnar eru í ,,hefð-
bundnum takti“ og þá er gengið 5-
8 tíma á dag. Í Sælkeraferð til Tos-
cana og menningargöngu um
Costa Brava ströndina er gengið í
2-5 tíma á dag.
Einnig er boðið upp á hjólaferð-
ir um Þýskaland, Austurríki og Ít-
alíu.
Hjólað er um eitt helsta vín-
ræktarhérað Þýskalands, farin tíu
vatna leiðin í Austurríki sem þykir
ein fegursta hjólaleið Evrópu og
frá ítölsku borginni Bolzano til
Feneyja. Í Austurríki og Ítalíu er
hjólað milli staða en í Þýskalandi
er hjólað út frá einum stað.
Í þessum ferðum er lögð áhersla
á að njóta ferðarinnar og innlendr-
ar menningar.
Sagt verður frá tilhögun ferð-
anna og sýndar myndir frá völd-
um stöðum á kynningunni. Kynn-
ingin fer fram laugardaginn 10.
mars klukkan 12.30 og 14.30 sport-
vöruversluninni Everest í Skeif-
unni.
Hjólað um vínhéruð
Leyfishafi
Ferðamálastofu