Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 19
Enn er komin á kreik sú mein-loka að gera auðlindir sjáv-
ar að „þjóðareign“ með stjórnar-
skrárbreytingu. Hér er hættulegur
skrípaleikur í uppsiglingu. Orðin
þjóð og eign standa fyrir sínu hvort
fyrir sig, en þegar þau eru samein-
uð í orðið „þjóðareign“ mynda þau
orðskrípi eða orðalepp.
Orðið þjóð er aðeins hugtak,
mjög laust í reipunum: „Stór hópur
manna, sem á sér að jafnaði sam-
eiginlegt tungumál og menningu...“
stendur m.a. í orðabókinni. Eign er
það sem er andlag eignarréttinda,
nýtingar og ráðstöfunar eiganda
hennar.
Þar sem „þjóðin“ getur ekki haft
eignarréttindi frekar en menning-
in á hún engar eignir. Þar af leiðir
að „þjóðareignir“ eru engar eignir.
En þar sem „þjóðin“ getur ekki
frekar en hugtakið menning farið
með eignarréttindi verður ríkis-
valdið að gæta hagsmuna hennar
og ráðstafa þessum eignum. Þetta
hefur hingað til, af hreinskilnum
mönnum verið nefnt ríkiseign, sem
byggist á þjóðnýtingu. Ákvæði um
„þjóðar-
eign“ í
stjórnar-
skrá verður
aldrei annað
en
hástemmt
bull.
Enginn
hefur gert
grein fyrir
því hvers
vegna þarf
að breyta stjórnarskránni í þessu
sambandi. Eina breytingin, sem
stjórnarskrárnefnd, undir forustu
Jóns Kristjánssonar, var sammála
um var að breyta reglum um það,
hvernig á að breyta stjórnar-
skránni. Núverandi reglur eru tald-
ar allt of opnar og fjarlægar kjós-
endum. Nú á að ryðja þessari breyt-
ingu fram hjá hinni nýju
breytingarreglu.
Allt sem flutningsmenn stefna
að er hægt að framkvæma með
venjulegum lögum frá Alþingi.
Þjóðnýting er ekkert ný á Íslandi.
En hún er ekki vinsæl um þessar
mundir og því eru menn að fara
krókaleiðir til að framkvæma hana.
Fara inn um bakdyrnar.
En því að nota stjórnarskrána?
Er það til að ógilda vernd eignar-
réttarins í stjórnarskránni, sem
krefst fullra bóta? Á að breyta
stjórnarskránni til að taka bóta-
laust eignir, sem menn hafa greitt
tugi milljarða fyrir? Það er verið að
nema eignarréttinn úr gildi eins og
gert var í kommúnistaríkjunum.
Þessi stjórnarskrárbreyting
gerir ekkert annað en að veikja og
þynna út eignaréttarhugtakið,
skapa óvissu og deilur. Það sem er
þó einna alvarlegast er að með
„þjóðareign“ eru verðmæti tekin
undan yfirráðum landsmanna.
Menn fá engan aðgang að þeim
nema fyrir milligöngu kjörinna
fulltrúa, sem eru í æ ríkari mæli að
taka á sig mynd kjöraðals, sem
gerir sig í auknum mæli óháðari
kjósendum. Það er verið að taka
kjósendur úr sambandi, því yfir
eignum, sem eru bundnar í stjórn-
arskrá hafa þeir litla eða enga ráð-
stöfun. Þó eiga þessir fulltrúar að
sækja vald sitt til kjósenda.
Stjórnarskrá Íslands er dýrasta
trygging okkar kjósenda fyrir lýð-
réttindum. Hún verður að fá að
vera í friði fyrir skammtíma kosn-
ingahagsmunum, gorgeir og
skrumi. Hún þarf að hafa skírleika
og stöðugleika og frið. Ef misvitrir
stjórnmálamenn eru sífellt að mis-
nota stjórnarskrána sem sorpílát
fyrir tímabundið kosningaþvarg
endar hún bara sem ruslakista
þess, sem einu sinni var lýðræði.
Höfundur er stórkaupmaður.
Auðlindir í stjórnarskrá
Stjórnarskrá Íslands er dýrasta
trygging okkar kjósenda fyrir
lýðréttindum. Hún verður að fá
að vera í friði fyrir skammtíma
kosningahagsmunum, gorgeir
og skrumi.
* Flugvallarskattar og þjónustugjald, 2.000 kr., eru ekki innifalin.
Vildarklúbbur
‘07 70ÁR Á FLUGI
ÍSLAND MEÐ VILDARPUNKTUM
ÞRJÚ TILBOÐ
TIL VILDARKLÚBBSFÉLAGA Í MARS
50% PUNKTAAFSLÁTTUR*
AF FLUGI INNANLANDS Í MARS
Í mars býðst Vildarklúbbsfélögum
flugfar með Flugfélagi Íslands til allra
áfangastaða innanlands með 50%
afslætti af Vildarpunktum. Afsláttur
fyrir börn, yngri en 12 ára, er
samkvæmt reglum Vildarklúbbsins.
+ Bóka verður flugfar með þriggja
daga fyrirvara í síma 570 3030.
GISTING Á HÓTEL LOFTLEIÐUM
GEFUR TVÖFALDA
VILDARPUNKTA Í MARS
Vildarklúbbsfélagar fá tvöfalda
Vildarpunkta eða 1.000 punkta fyrir
hverja gistinótt á Hótel Loftleiðum
í mars.
+ Bóka verður gistingu í síma
444 4500 eða á www.icehotels.is
BÍLALEIGA HJÁ HERTZ Á ÍSLANDI
GEFUR TVÖFALDA
VILDARPUNKTA Í MARS
Vildarklúbbsfélagar fá tvöfalda
Vildarpunkta eða 1.000 punkta fyrir
hvert skipti sem þeir leigja bílaleigubíl
hjá Hertz á Íslandi. Innifalinn er
ótakmarkaður akstur.
+ Bóka verður bílaleigubíl
í síma 522 4400.
BÍLALEIGA
Tvöfaldir Vildarpunktar
GISTING
Tvöfaldir Vildarpunktar
FLUG
50% punktaafsláttur*
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
66
42
0
3
.2
0
0
7