Fréttablaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 54
heimaerbest
Þóra Breiðfjörð leirlistarkona
hefur undanfarið ár þróað litríka
og skemmtilega hluti í matarstell.
Þar fara skálarnar hennar og
kökudiskarnir hvað fremstir í
flokki en smám saman hafa bæst
við nýir hlutir og nú er hægt að fá
matardisk, djúpan disk, kökudisk,
bolla, bakka, föt og meira til.
Þessa dagana er Þóra að einbeita
sér að bollum fyrir samsýningu
Leirlistarfélagsins sem haldin
verður í Kringlunni 24. mars til
30. apríl næstkomandi á vegum
Kaffitárs. Matarstellið mun hún
svo sýna á hönnunarsýningunni
Kvika sem verður sett á laggirnar
á Kjarvalsstöðum í maí.
„Þetta stell kalla ég blómastell.
Einhvers staðar í þessu sköpunar-
ferli sá ég fyrir mér garð fullan af
skærlitum blómum og diskarnir
mínir eru í litríku lífrænu formi
svo að ég nefndi þá alla blóma-
nöfnum,“ segir Þóra og tekur fram
að henni þyki postulínið mjög
spennandi efni. Þóra útskrifaðist
árið 1999 úr Listaháskólanum en
byrjaði að vinna markvisst að list
sinni í byrjun árs 2005 þegar hún
fékk vinnuaðstöðu í Hafnarfirði,
að Skúlaskeiði.
Þar má nálgast fallegu hlutina
hennar sem eru einnig seldir í
Galleríi Fold og í verslun Epal í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir
sem eiga svo leið um Barcelona
geta svo rekist á postulínið hennar
í galleríi sem íslensk hjón reka
þar og kallast Eskandal. En er fólk
meðvitað um þá íslensku keramík
sem stendur til boða? „Já, ég hugsa
það. Það sem kannski oft vill
gleymast er að þetta eru hand-
gerðar vörur svo þær eru auðvitað
dýrari en stellið úr IKEA, en það
liggur auðvitað mikil vinna að baki
hlutunum. Mér finnst þetta sköp-
unarferli mjög skemmtilegt og
afar mismunandi hvað kemur út
úr því. Ég reyni að halda huganum
opnum og festast ekki í einhverju
ákveðnu.“
Íslenskt matarstell í
regnbogans litum
Gaman að vinna með postulín. Þóra
Breiðfjörð hefur unnið með postulínið í
tæp tvö ár. Litríkur fífill. Diskarnir eru allir nefndir eftir einhverri blómategund.
Blómahaf skálanna. Þóra Breiðfjörð raðar diskum sínum eftir þemanu: blómum í
garði.
10. MARS 2007 LAUGARDAGUR14