Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 42
heimaerbest Orðatiltækið „þröngt mega sáttir sitja“ hefur sjaldan átt jafnvel við og í tilviki Guðrúnar Evu Mínervu- dóttur rithöfundar sem býr í þrjá- tíu fermetra íbúð, þar sem hvert herbergi gegnir minnst tveimur hlutverkum. „Ég er hæstánægð með þetta fyrirkomulag þótt ég hafi aldrei búið svona þröngt áður,“ segir Guð- rún. „Það truflar mig ekkert þótt svefnherbergið og stofan séu í einu og sama herberginu, sturtan og forstofan í öðru og eldhúsið og vinnuaðstaðan í því þriðja. Aldrei gæti ég hugsað mér að hírast í ein- hverju vinnuherbergi úti í bæ. Hér er alltaf hægt að fara í uppvaskið, hita sér kaffi eða ryksuga, fyllist maður ritstíflu. Svoleiðis verða oft bestu hugmyndirnar til. Svo finnst bóhemvinunum ég betri manneskja eftir að ég flutti í þessa litlu íbúð,“ bætir hún við og hlær. Eitt af því fyrsta sem vekur athygli þegar komið er inn í vinnu- stofuna/eldhúsið er útstillingar- gína, sem stendur við borðið. „Rit- stjórinn minn tók ekki annað í mál en að ég yrði mér úti um eina svona eftir að hann las fyrsta kaflann í nýju bókinni minni,“ útskýrir Guð- rún og bandar hendinni í áttina að gínunni. „Mér finnst bara fínt að hafa hana hérna hjá mér. Ég verð allavega ekki einmana á meðan.“ Myndir og líkneski af Maríu mey vekja líka athygli. „Ég fékk mér myndina eftir að ég hét á jóm- frúna í ákveðnu skyni. Vegna þess hve vel gekk ákvað ég að gerast Maríu-trúar í kjölfarið. Vinir mínir hafa síðan tekið upp á því að gefa mér styttur af Maríu mey, svo að nú á ég orðið þetta fína safn.“ Blaðamaðurinn getur ekki stillt sig um að spyrja í lokin hvort höf- undurinn óttist aldrei að einhver gangi inn á hana í sturtu í bókstaf- legri merkingu orðanna. „Það hefur ekki gerst og stend- ur ekki til,“ svarar hún ákveðin. „Enda þyrfti gott kúbein til að kom- ast hingað inn.“ roald@frettabladid.is Fallegt skrifborð hlaðið bókum er á meðal þess sem er í eldhúsinu/vinnuherberginu. Guðrúnu finnst gott að hafa vinnustof- una í eldhúsinu. Ef hún fyllist ritstíflu getur hún alltaf skellt sér í heimilisverkin. Forstofan líka sturta Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundi finnst best að skrifa í eldhúsinu heima hjá sér. Guðrún hét á Maríu mey í ákveðnu skyni. Vegna þess hve vel gekk varð hún Maríu-trúar í kjölfarið. Ritstjórinn tók ekki annað í mál en að Guðrún yrði sér úti um útstillingargínu sér til innblásturs við skrif nýjustu bókarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Auglýsingar: Anna Elínborg Gunnarsdóttir, 550-5806, aeg@365.is Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Forsíðumynd: Heiða Helgadóttir tók þessa mynd af Ævari Erni Jósepssyni rithöfundi á vinnustofu sinni. HOME & BOOK sér- hæfir sig í innflutningi á fínasta veggfóðri og húsgögnum frá Austur- löndum. Nánar á www. homeandbook.com www.mirale.is opið: mán.–föstud. 11–18 laugard. 11–16 Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Nýtt í MIRALE 10. MARS 2007 LAUGARDAGUR2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.