Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 4

Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 4
Kýpur-Grikkir hafa rifið niður hluta af fjögurra metra háum múrvegg sem undanfarna áratugi hefur skipt höfuðborginni Nikosíu í tvo hluta. Tugir manna fylgdust með seint á fimmtudagskvöld þegar tveimur jarðýtum var beitt á múrinn í Ledra- götu, sem hefur verið lokuð frá því á sjöunda áratug síðustu aldar. Að niðurrifinu loknu settu grísku her- mennirnir upp létta girðingu sem auðvelt er að fjarlægja. „Þetta er fyrsta skrefið og sýnir velvilja af okkar hálfu,“ sagði Christodoulos Pashiardis, talsmað- ur stjórnar Kýpur-Grikkja. Tassos Papadopoulos forseti segir ákvörðun um þetta hafa verið tekna fyrir tveimur vikum þótt engin tilkynning hafi verið gefin um það fyrr en niðurrif múrsins hófst. „Ég tel að þeir hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hafa verið beittir þrýstingi. Þetta er jákvætt skref,“ sagði Rasit Pertev, starfsmaður á skrifstofu forseta Kýpur-Tyrkja. Hann sagði niðurrif múrsins „sögu- legan viðburð“ sem kom tyrknesk- um ráðamönnum á Kýpur algerlega í opna skjöldu. Utanríkisráðherra Kýpur- Grikkja, Giorgos Lillikas, hvatti síðan stjórnvöld í Tyrklandi til þess að bregðast við þessum tíðindum með því að draga herlið sitt burt frá tyrkneska svæðinu á norðurhluta eyjunnar „svo hægt verði að opna landamærahlið fyrir borgarana.“ Þegar Evrópusambandið veitti gríska hlutanum aðild árið 2004 strönduðu viðræður um sameiningu eyjunnar, en Tyrkland er eina ríkið sem viðurkennir sjálfstæði tyrk- neska hlutans. Kýpur-Grikkir fella aðskilnaðarmúrinn Í fyrrinótt rifu grískir hermenn á Kýpur niður hluta múrsins milli tyrkneska og gríska hluta eyjunnar og hvetja nú tyrkneska herinn til að hafa sig á brott. Virðing Réttlæti Aðalfundur VR verður haldinn á Nordica hótel mánudaginn 26. mars nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Framlag í VR varasjóð Laga- og reglugerðabreytingar Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara fá sex pró- senta launahækkun á fyrstu fimm mánuðum næsta árs. Þetta kemur fram í samkomulagi um tillögu ríkissáttasemjara sem fulltrúar Kennarasambands Íslands (KÍ) og fulltrúar launanefndar sveitarfé- laga undirrituðu á fimmtudaginn. Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, er ekki nægilega sáttur með samkomu- lagið. Grunnskólakennarar munu fá þriggja prósenta launahækkun þann 1. janúar 2008, í stað 2,25, og einnig þriggja prósenta hækkun þann 1. mars 2008. Einnig fá þeir þrjátíu þúsund króna eingreiðslu þann 1. maí 2007. Ólafur segir að samkomulagið mæti ekki þeim væntingum sem grunnskólakenn- arar geri til ákvæðis í kjarasamn- ingi sínum um að laun þeirra skuli hækka í samræmi við efnahags- og kjaraþróun í landinu. Hann segir að eðlilegt hefði verið að semja um launahækkun upp á sex til átta prósent. Ólafur segir að í samkomulaginu felist ekki nema um fjögurra prósenta hækkun með beingreiðslunni, því grunn- skólakennarar hefðu átt að fá 2,25 prósenta launahækkun í ársbyrj- un 2008. „Við þurftum annaðhvort að samþykkja þessa tillögu eða hætta þessum samningaviðræð- um. Þá hefðum við orðið samn- ingslausir í árslok,“ segir Ólafur og bætir því að kosturinn hafi verið sá skásti í stöðunni. Samningurinn gildir til 31. maí árið 2008 og er skólahald í grunn- skólum því tryggt þangað til. Skólahald tryggt til maí 2008 Tyrknesk stjórnvöld harðneituðu því á miðvikudag að eitrað hafi verið fyrir uppreisnar- leiðtoga Kúrda, Abdullah Öcalan, í fangelsinu þar sem hann afplánar ævilangan dóm. Hins vegar skipuðu þau svo fyrir að réttarrannsókn yrði gerð þar sem kannað verði hvort eit- urefni leynist í hári, þvagi og húð Öcalans. Í síðustu viku héldu lögfræð- ingar Öcalans því fram á Ítalíu að mikið magn af strontíni og krómi hefði fundist í hári hans. Ekki er ljóst hvað þeir höfðu fyrir sér í því, en bæði efnin eru hættuleg heilsu manna í miklu magni. Neita að eitrað sé fyrir Öcalan Íþrótta- og tóm- stundaráð (ÍTR) óskar eftir við- ræðum við stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og Orku- veitu Reykjavíkur (OR) um könn- un á snjóveitu á skíðasvæðum í Bláfjöllum og Skálafelli til fram- leiðslu á snjó. Með þessu vill ÍTR reyna að tryggja rekstrargrund- völl skíðasvæðanna til framtíðar. ÍTR samþykkti tillögu þess efnis á fundi í gær. Samkvæmt tillögunni skal í viðræðunum fjalla um staðsetn- ingu og rekstrarkostnað snjóveit- unnar og gera kostnaðaráætlun um framkvæmdina. Vill snjóveitu á skíðasvæðum Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir flutning starfseminnar sem var í Heilsu- verndarstöð- inni upp í Mjódd hafa kostað 58,4 milljónir sam- tals. Mánaðar- leiga í nýja hús- næðinu í Mjódd sé um 6,7 millj- ónir. Þetta kom fram í svari ráð- herrans við fyr- irspurn Ástu R. Jóhannesdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, alþingiskvenna Samfylkingar, um flutnings- og leigukostnað Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins en ríki og borg seldu eldra húsnæði stöðvarinnar árið 2005. Leigusamning um húsnæðið í Mjódd sagði ráðherra gilda til árs- ins 2026. Kostnaður um um 60 milljónir Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm yfir Eduardo Useda Correa fyrir að hafa haustið 2005 nauðgað fimmtán ára stúlku. Maðurinn, sem er á fimmtugs- aldri, deildi húsnæði með kærasta stúlkunnar og kom fram vilja sínum við hana í sófa í sameigin- legu sjónvarpsholi húsnæðisins. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að vitnisburður stúlkunnar af atburðinum hafi verið trúverð- ugur og að frásögn kærasta henn- ar hafi gefið honum aukið vægi. Framburður stúlkunnar fékk auk þess stoð í niðurstöðum DNA- rannsóknar. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og því stendur fyrri dómur óraskaður. Nauðgaði tán- ingsstúlku í sófa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.