Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 6

Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 6
Finnst þér eitthvað ósæmilegt við forsíðu Smáralindar- bæklingsins? Á að lækka virðisaukaskatt af lyfjum niður í sjö prósent? Árni Páll Árnason, lög- maður og frambjóðandi Samfylk- ingarinnar í næstu alþingiskosn- ingum, segir reglugerð sem sett var í febrúar og þrengir heimild- ir fjármálafyrirtækja til að gera upp í erlendri mynt hafa verið algerlega órökstudda. „Hún fór afar hljótt og stjórnvöld hafa alveg sloppið við að gefa efnisleg- ar skýringar á þessu máli. Reglu- gerðin þrengir það svigrúm sem fyrirtæki hafa í lögum til að geta gert upp í erlendri mynt. Stað- reyndin er einfaldlega sú að menn eru að átta sig á því að krónan er orðin svo veikur gjaldmiðill að þeir eru farnir að rembast við að halda henni á lífi með handafli. Það svipar til þess að setja lög um að allir verði að ganga í skóm númer 38.“ Björgólfur Thor Björgólfs- son, stjórnar- formaður Straums-Burð- aráss, gagn- rýndi reglu- gerðina harð- lega á aðalfundi bankans á mið- vikudaginn og sagði stjórnend- ur hans vera að kanna möguleik- ann á því að færa félagið til ann- ars lands. Árni Páll segir gagnrýni Björg- ólfs vera fullkomlega réttmæta. „Núna þurfa fjármálafyrirtæki sem ætla að gera upp í erlendri mynt að leita umsagnar Seðla- banka Íslands á því. Þannig getur Davíð Oddsson fengið að hafa puttana í því hvort heimild til þess fæst eða ekki. Þar fyrir utan er reglu- gerðin sett í skjóli nætur á grundvelli taugaveiklaðra viðbragða seðla- bankastjórans. Það er ekki lög- mæt heimild fyrir reglugerðar- setningu í landinu.“ Árni Mathiesen fjármálaráð- herra segir að reglugerðin hafi verið sett þar sem nauðsynlegt hafi þótt að skilgreina starfrækslu gjaldmiðils. „Það voru einhverjar mismunandi túlkanir í gangi. Ef þú á annað borð ferð út í það að skil- greina gjaldmiðil þá er ekki hægt að gera það öðruvísi en með þann gjaldmiðil sem vegur mest í við- skiptum fyrirtækjanna.“ Hann hafnar því að umsögn Seðlabankans á uppgjöri banka í erlendum gjaldmiðli sé á nokkurn hátt bindandi. „Þetta heitir um- sögn og umsögn er ekki bindandi. Þessi umsögn á einungis við um lánastofnanir sem eiga í mjög sér- stöku sambandi við Seðlabankann sem er þeirra lánveitandi til þrauta- vara og hefur ýmsum öðrum skyld- um að gegna gagnvart þessum fyr- irtækjum. Það er því alls ekkert óeðlilegt að Seðlabankinn viti af þessu og geti sagt álit sitt á því.“ Árni hafnar því gagnrýni Björgólfs og Árna Páls. „Ég held að þessi reglugerð hafi óveruleg ef nokkur áhrif á þessi fyrirtæki.“ Þrengir svigrúm fjármálafyrirtækja Árni Páll Árnason tekur undir gagnrýni Björgólfs Thors Björgólfssonar á reglu- gerð sem þrengir svigrúm fjármálafyrirtækja til að gera upp í erlendri mynt. Segir hana svipa til þess að skylda fólk til að ganga í skóm númer 38. Opið alla helgina 10-18 í Fellsmúla 28 (við hliðina á Góða hirðinum) Opið 10-18 alla daga Glæsilegt úrval fyrir konur og börn! Hópur barna mót- mælti í gær tillögu borgarráðs um að byggt verði á leiksvæði við gamla Stýrimannaskólann við Öldugötu. „Ekki loka Stýró,“ stóð á skiltum sem börnin höfðu útbúið en svæðið hefur lengi verið vettvangur leikja og ærsla. Hugmyndir að bygginga- framkvæmdum á lóðinni eru nú til kynningar í hverfinu, við litla hrifningu barnanna. Telja þau á sig hallað og ætla að berjast fyrir að fá að leika sér áfram á svæðinu. Hafa þau efnt til undirskriftasöfnunar og hyggjast afhenda borgar- stjóra á mánudag. Vilja leiksvæði Sighvatur Björgvins- son, framkvæmdastjóri Þróunar- samvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), segir að með röngum ummælum um starfsemi stofnunnar sé vegið að henni. Í nýrri skýrslu er lagt til að starfsemi ÞSSÍ verði sameinuð þróunarstarfi sem unnið er á vett- vangi utanríkisráðuneytisins. Sighvatur segir alrangt sem fram komi í skýrslunni að ÞSSÍ eigi erfitt með að vinna með al- þjóða- og systurstofnunum. Þvert á móti sé slíkt starf margþætt og blómlegt. Ekki hafi verið haft sam- ráð við sig um gerð skýrslunnar, utan að hann átti einn fund með Þorsteini Ingólfssyni sendiherra sem stýrði skýrslugerðinni. „Ég hringdi svo í Þorstein á dögunum og hann sagði mér í framhjáhlaupi að ráðherra myndi annað hvort leggja til að stofnunin yrði starf- rækt áfram eða hún lögð niður.“ Sighvatur hefur kveðið fast að orði í lýsingum á vinnubrögðum ráðu- neytisins en Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra segir stór orð Sighvats koma á óvart en vill ekki munnhöggvast við hann. Sighvatur stendur við fyrri yfir- lýsingar. „Átti hún von á að ég stað- festi að skýrslan hefði verið unnin í nánu samstarfi við stofnunina? Nei. Svo er sagt að ég sé í pólitísk- um leik. Ég er bara að verja mína stofnun og mitt fólk.“ Sighvatur er sendiherra að tign en segir að af sinni hálfu hafi ekki orðið trúnaðarbrestur milli hans og ráðherra en svona framkoma gangi ekki, sama hver eigi í hlut. Rúmlega fertugur karl- maður hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í fórum sínum 97 grömm af amfetamíni auk hass og maríjúana. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóminn. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn eigi nokkuð langan sakaferil að baki og hafi glímt við vímuefnafíkn um árabil. Með brotinu rauf hann skilorð eldri dóms sem hann hlaut fyrir fíkni- efnabrot árið 2004. Við uppkvaðn- ingu dómsins var tekið mið af því að maðurinn vilji vinna bug á fíkn sinni, sæki fundi hjá AA og stundi fasta vinnu. Árs fangelsi fyr- ir fíkniefnabrot

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.