Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 10

Fréttablaðið - 10.03.2007, Side 10
Dagskráin í dag Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM) Sími: 410 4300 Opið virka daga kl. 11:00-17:00 og um helgar kl. 13:00-17:00 Enginn aðgangseyrir Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíðar enda saga bankans og þjóðar- innar samtvinnuð á ýmsan hátt. Í dag, laugardag: Leiðsögn í boði kl. 13:30 og 15:00 Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur og Sveinbjörn Guðbjarnarson, sem er fjölkunnugur um sögu bankans, leiðbeina gestum um sýninguna og svara spurningum þeirra. ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 36 65 7 03 /0 7 Sögusýningin spannar 120 ára sögu bankans og þjóðarinnar og er skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Sú pressa sem viðskipti Baugs við Nordica, félag Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkj- unum, skapaði í samningum við innlenda birgja skipti meira máli en þau viðskipti sem í raun og veru áttu sér stað. Þetta sagði Lárus Óskarsson, framkvæmda- stjóri Aðfanga, þegar hann bar vitni í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Eins og komið hefur fram í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, og Tryggva Jóns- sonar, fyrrverandi aðstoðarfor- stjóra, voru verðtilboð sem Jón Gerald aflaði í vörur gjarnan notuð til þess að setja þrýsting á íslenska birgja til þess að fá betri verð. Lárus tók í gær undir þetta, og benti á að viðskipti hafi verið milli Baugs og Nordica fyrir í kringum 60 milljónir króna á ári fram til ársins 1999, á sama tíma og velta Aðfanga, sem sér um innkaup fyrir Bónus, Hagkaup og 10-11, var talin í milljörð- um. Viðskiptin við Nord- ica hafi verið brot af innflutningi Aðfanga, en pressan sem við- skiptin settu á inn- lenda birgja hafi verið meira virði. Jón Ásgeir og Tryggvi, tveir sak- borninga í málinu, hafa haldið því fram að mánaðarlegar greiðslur frá Baugi til Nordica hafi verið styrkur til Jóns Geralds. Þannig hafi honum verið greitt fyrir að afla tilboða, fara á vörusýningar og fleira, sem ekki hafi alltaf leitt til sölu til á Íslandi. Jón Ásgeir og Tryggvi eru hins vegar ákærðir fyrir að draga fé úr Baugi til Gaums, fjölskyldufyrir- tækis Jóns Ásgeirs, til að fjár- magna hlut Gaums í skemmtibátn- um Thee Viking. Lárus var í gær spurður hvort þessi viðskipti við Nordica ættu sér fordæmi í öðrum viðskiptum Baugs, og nefndi hann danskt fyr- irtæki, Simon‘s Agentur, sem hafi þjónað sama tilgangi. Hann hafi þó aldrei verið spurður út í þau viðskipti við rannsókn málsins. Spurður hvort samið hafi verið um mánaðar- legar greiðslur til forsvarsmanns þess fyr- irtækis staðfesti Lárus að hann hafi sjálfur samið um þær greiðslur. Hann sagðist hins vegar ekkert hafa vitað af mánaðarlegum greiðslum frá Baugi til Nordica, sem ákært er vegna. Pressa á birgja skipti mestu Mikilvægara var fyrir Baug að setja pressu á ís- lenska birgja með viðskiptum við Nordica en að geta flutt inn vörur frá Bandaríkjunum í gegnum fyrirtækið, segir framkvæmdastjóri Aðfanga. Engin leynd var um kauprétt þriggja æðstu stjórnenda Baugs, sem samið var um við stofnun fé- lagsins árið 1998, sagði Óskar Magnús- son, fyrrverandi stjórnarformað- ur félagsins, þegar hann bar vitni í Baugs- málinu fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur á fimmtudag. Óskar sagði að kveðið hafi verið á um kaupréttinn í stofnsáttmála. Auk þess hafi verið skýr ákvæði um hann í ráðningarsamningi hans, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jóns- sonar, þáverandi aðstoðarfor- stjóra. Stofnendur félagsins hafi skrifað undir ráðningarsamning- ana þar sem félagið hafi á þeim tíma ekki verið formlega stofnað. Forsvarsmenn Baugs töldu kaupréttarsamningana sér til tekna þegar þeir kynntu fyrirtæk- ið sem fjárfestingarkost, sagði Óskar. Það hafi verið talið jákvætt að stjórnendur hefðu svo mikla trú á félaginu að þeir hefðu að hluta til bundið tekjur sínar góðum árangri félagsins, og það kynnt fyrir 10-30 mögulegum fjárfestum. Spurður hvort stjórn Baugs hafi vitað af kaupréttarákvæðunum, og því að þau voru að hluta til upp- fyllt árið 1999, sagði Óskar að svo hafi verið. Meðal annars hafi verið fjallað um þennan nýtta kauprétt í starfslokasamningi hans, undir lok árs 1999. Samningurinn hafi verið borinn undir stjórn og hún skrifað undir. Kauprétti ekki leynt BAUGS M Á L I Ð Lögreglumaður hjá lögreglunni á Akur- eyri er grunaður um að hafa verið ölvaður á slysstað í Hörgárdal síðastliðinn sunnudag þegar ítalskur karlmaður lést í bílveltu. Lögreglumaðurinn var ekki á vakt en var kallaður á slysstað og fundu aðrir lögreglumenn áfengislykt af honum. Öndunarsýni var tekið af manninum og var hann sendur í blóðprufu. Páll segir að mál lögreglumannsins hafi verið sent til ríkissaksóknara vegna gruns um brot í opin- beru starfi. „Það að maðurinn hafi verið ölvaður í starfi er brot á starfsmannalögum lögreglunnar. Samkvæmt þeim ber að áminna manninn fyrir brot- ið og gefa honum kost á að bæta sig. Ríkissaksókn- ari er hins vegar að skoða hvort um sé að ræða brot gegn almennum hegningarlögum,“ segir Páll. Að sögn Páls mun ríkissaksóknari ákveða hvort lögreglumaðurinn verður ákærður fyrir brotið. Ef til þess kemur mun ríkislögreglustjóri skoða hvort efni séu til að víkja lögreglumanninum tímabundið úr starfi segir Páll. Hann segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og að ríkislögreglustjóri bíði eftir niðurstöðu ríkissak- sóknara áður en eitthvað verður gert í málinu. Viðræður eiga sér stað milli umhverfisráðuneytis- ins og eigenda flutningaskipsins Wilson Muuga um að fjarlægja skipið af strandstað í Hvalsnes- fjöru. Miðað er við að draga það á haf út. Viðræðurnar taka einnig til þess kostnaðar sem orðinn er vegna strandsins. Einar Sveinbjörnsson, aðstoð- armaður umhverfisráðherra, segir að niðurstaðan liggi bráð- lega fyrir. „Þetta snýst auðvitað um samninga, túlkun á lögum og svo framvegis en menn ætla sér þann tíma sem þeir þurfa til að ná niðurstöðu,“ segir hann. Davíð Egilson, forstjóri Um- hverfisstofnunar, segir að reikn- ingar sem stofnunin hafi undir höndum vegna mengunarvarna- aðgerða nemi nú 54 milljónum króna. Viðræður um Wilson Muuga Lög um fæðingar- og foreldraorlof sem samþykkt voru á Alþingi árið 2000 voru einhver róttækasta tilraun sem gerð hefur verið hér á landi til að hafa áhrif á samfélagslega verkaskiptingu 20. aldar, að mati Ingólfs V. Gíslasonar félagsfræð- ings. Ný skýrsla eftir Ingólf hefur komið út þar sem fram kemur að þátttaka feðra í fæðingarorlofi hefur aukist úr 82,4 prósentum árið 2001 í 89,9 prósent árið 2004. Feður taka líka mun fleiri daga í fæðingarorlof en áður. Ingólfur segir skýrar vísbendingar um að staða kynja sé að jafnast. Hefur aukist frá árinu 2001

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.