Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 12

Fréttablaðið - 10.03.2007, Page 12
Tölvutengdur þreifistafur fyrir blinda og þróun tölvu- kerfa fyrir flugumferðar- stjóra eru meðal verkefna sem íslenskir vísindamenn á sviði tölvunarfræða eru að fást við. Samskipti manns og tölvu, þar sem samskipti á milli notenda og tölvu eru rannsökuð, er þverfræðilegt svið sem tengir tölvunarfræði við mörg önnur fræðasvið. Dr. Ebba Þóra Hvannberg er próf- essor við tölvunarfræðiskor Há- skóla Íslands og þann 1. júlí í sumar verður hún fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu deildar- forseta verkfræðideildar HÍ. Hún hefur á undanförnum árum, samhliða kennslu og stjórnunar- störfum, stundað margvíslegar rannsóknir á sviði tölvunarfræða bæði í samvinnu við íslenska og erlenda vísindamenn. „Í þessum verkefnum vinn ég með fyrirtækj- um og stofnunum að fyrirfram ákveðnum rannsóknarmarkmið- um. Markmiðin eru af hagnýtum toga og miðast oft við að finna nýjar aðferðir í tölvunarfræði, meta hve vel áður þekktar aðferð- ir reynast, eða bera saman aðferð- ir.“ Meðal rannsóknarverkefna Ebbu Þóru eru samskipti manns og tölvu en hugbúnaðurinn sem próf- aður hefur verið í tengslum við það er á ýmsum sviðum, svo sem margmiðlunarþjónusta til heim- ila, flugumferðarstjórn, eLearn- ing (tæknistudd námskerfi), hug- búnaður til að auka aðgengi ungra nemenda að stærðfræði svo nokk- uð sé nefnt. „Meginmarkmiðið með þessu er að komast að því hvernig notand- inn upplifir tölvukerfið sem hann vinnur með og hvaða verkefni hann vill leysa með aðstoð kerfis- ins. Krafan er auðvitað sú að hönn- un kerfisins sé sem best og henti viðkomandi einstaklingi og þeim verkefnum sem hann er að fást við,“ segir Ebba Þóra. Aðgengi einstaklinga að því tölvu- kerfi sem þeir vinna með er líka skoðað vandlega að sögn Ebbu Þóru. „Þetta er ekkert ósvip- að og í arkitektúr til dæmis, þar sem menn skoða aðgengi að þeim byggingum sem verið er að hanna, í okkar tilviki eru byggingarnar tölvukerfi.“ Þessi vinna er unnin í samvinnu við framleiðendur hugbúnaðar bæði innanlands og utan og felst í hönnun á frumgerðum að tölvu- kerfum eða notendaviðmótum. „Við komum með tillögur og förum síðan með þessar frumgerðir á vettvang þeirra sem eru að nota þessi kerfi.“ Í framhaldinu skoða vísinda- mennirnir síðan hvernig gengur að nota það sem þeir hafa hannað og sjá þá hvað má betur fara og hvernig hægt er að endurbæta hönnunina svo og þær aðferðir sem notaðar eru við hönnun og prófanir. „Þannig gengur þetta eiginlega koll af kolli og í raun má segja að þróunarvinna af þessu tagi sé endalaus vinna. Tæknin er alltaf að breytast og ný viðfangs- efni koma stöðugt til sögunnar.“ Sem dæmi um verkefni af þessu tagi nefnir Ebba Þóra að Háskóli Íslands, í samstarfi við Flugmála- stjórn Íslands, hefur um árabil verið frumkvöðull í rannsóknum á flugumferðarstjórnun og meðal annars þróað hugbúnað fyrir hermi sem nýtist við ýmiss konar greiningu og prófanir. „Sérfræði- þekking í flugumferðarstjórn yfir hafi er afar mikilvæg þegar þróa á ný tölvukerfi sem flugumferðar- stjórar nota við að stýra umferð. Sú þekking sem hefur byggst upp, bæði hér á landi og í samstarfi sem Íslendingar hafa tekið þátt í á alþjóðavettvangi, hefur haft mikil áhrif á hugmyndasmíði og nýst við prófanir.“ Að sögn Ebbu Þóru gerir tækni- og skipulagsumhverfi íslenska flugstjórnunarsvæðisins að verk- um að það er eftirsótt til prófana á nýjungum í flugumferðarstjórn- un. „Við höfum um nokkurt skeið unnið að rannsóknarverkefni í samstarfi við Massachusetts In- stitute of Technology í Boston, Flugmálastjórn og Flugkerfi ehf., sem hefur að markmiði að þróa og prófa nýjar aðferðir og grafíska framsetningu gagna fyrir eftirlit og stjórnun flugumferðar. Þetta verkefni getur leitt til þess að starfsumhverfi flugumferðar- stjóra muni gerbreytast. Nemend- ur í framhaldsnámi við Verkfræði- deild HÍ og MIT hafa meðal annars tekið þátt í þessu rannsóknarverk- efni.“ Annað afar athyglisvert rannsókn- arefni sem Ebba Þóra hefur verið að vinna að er marghátta notenda- viðmót til að endurbæta samskipti blindra og tölvu, til dæmis að auka aðgengi blindra að stærðfræði. „Tölulegar upplýsingar og stærð- fræði hafa eðlislæga flókna fram- setningu og óhlutstæða merkingu. Þetta hindrar aðgengi blindra nemenda að þessum upplýsingum og gerir skilning erfiðari. Það sem við erum að rannsaka er hvern- ig nota má jaðartæki tölvu sem leyfir notanda að nota snertiskyn og hreyfiafl (haptics) til að skilja þessar upplýsingar.“ Í þessu skyni var notað sérstakt tæki, svokallaður þreifistafur, sem nefnist Phantom haptics. „Þetta er nokkurs konar tækniút- gáfa af blindrastaf, meginmunur- inn er sá að þreifistafurinn er tengdur við tölvu. Notandinn held- ur um stafinn eins og penna og stýrir honum en það er segulkraft- ur sem heldur honum að útlínum þess hlutar sem verið er að kanna. Þannig vonumst við til að notand- inn geti þekkt viðkomandi hlut.“ Skynjunin gegnum þreifipenn- ann er í formi titrings og viðnáms en Ebba Þóra segir að verið sé að gera tilraunir með að bæta við hljóði og tali. „Þetta er kallað mult- imotal notendaviðmót, eða marg- hátta tækni þar sem saman koma snerting, heyrn og hreyfing svo eitthvað sé nefnt.“ Að sögn Ebbu Þóru er vonast til að þessi tækni nýtist ekki aðeins til stærðfræðináms heldur ým- islegs annars og þetta geti orðið vísir að einhvers konar viðmót- stæki fyrir blinda. „Það er ágætt að einbeita sér að ákveðnu af- mörkuðu verkefni í fyrstu til að ná tökum á þessu en síðan von- umst við til að efla þessar rann- sóknir meðal annars í samvinnu við finnska og sænska vísinda- menn en þar eru til öflugar þekk- ingarmiðstöðvar fyrir blinda. Og þar eru vísindamenn kannski að þróa svipuð forrit og við og gegn- um samskiptin getum við nýtt reynslu hvers annars.“ Þessi alþjóðlega samvinna er Ebbu Þóru afar hugleikin og hún segir internetið og tölvutæknina hafa gjörbreytt allri vinnu á sviði vísindarannsókna. „Hún gerir okkur til dæmis kleift með fljót- legum hætti að bera saman rann- sóknir í mismunandi löndum. Vís- indarannsóknir snúast ekki lengur um að gera rannsóknir á einum stað heldur söfnum við saman nið- urstöðum rannsókna frá fleiri stöðum, þannig nær rannsóknin til margra landa, og öflugri niður- staða fæst,“ segir Dr. Ebba Þóra Hvannberg tölvunarfræðingur. Rannsakar samskipti manns og tölvu AÐALFUNDUR Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar verður haldinn laugardaginn 10. mars kl. 13.00 að Grettisgötu 89, 1. hæð. Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf. Aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Stjórnin

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.