Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 10.03.2007, Síða 18
Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 16. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. A›eins er hægt a› sækja um á heimasí›u sjó›sins og skal umsókn send í sí›asta lagi á mi›nætti flann 16. mars n.k. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 16. MARS Ó mar Bene- dikts- son er ný- kjörinn stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. og mun því gegna lykilhlutverki í þessu öfluga fjöl- miðlafyrirtæki í eigu ríkisins. Ómar er ekki óvanur því að takast á hendur trún- aðarstörf fyrir hið opinbera, en hann hefur komið víða við í sögu íslenskrar ferðaþjónustu. Bæði sem nefndarmaður í ýmsum nefndum á vegum ríkisins og ekki síður sem frum- kvöðull á því sviði, en hann hefur átt og rekið bæði ferða- þjónustufyrirtæki og flugfélög. Ómar er mikill ná- kvæmnismaður og reglumaður og þeir sem til þekkja hafa engar efasemdir um að hann muni vaka af alúð yfir verk- efninu. Þegar rekst- ur sé annars vegar fari ekkert fram- hjá honum sem máli skiptir og öruggt að hann muni fylgj- ast vel með því sem lýtur að rekstri Rík- isútvarpsins. Þar hefur mörgum ekki þótt vanþörf á, en hallarekstur hefur verið viðloðandi und- anfarin ár. Ómar hefur ekki verið virkur í stjórn- málum, en tengist Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráð- herra í gegnum vina- hóp sem hittist á góðri stund. Mat manna er að valið sé einfaldlega á þeirri forsendu að þarna fari ákaflega traust- ur og samviskusam- ur maður. Það er ekki þar með sagt að Ómar sé utangátta í heimi stjórnmála, en hann er af ætt Ein- ars Guðfinnssonar í Bolungarvík sem var stærsti atvinnu- rekandi í plássinu um áratuga skeið. Ómar er bróðir Ein- ars Benediktssonar, forstjóra Olís, sem einnig er þekktur reiðu- og nákvæmn- ismaður. Samvisku- semi og reglufesta og líklega allt að því smámunasemi er því ættarfylgja. Ómar er því náfrændi sjávarútvegsráð- herra, Einars K. Guðfinnssonar. Ómar hóf starfsferil sinn með því að vinna fyrir Ferða- málasjóð með námi sem leiddi til þess að hann hélt til Þýska- lands eða til Ham- borgar þar sem hann rak skrifstofu Ferðamálaráðs þar í landi. Sú stefna sem ferill hans tók kom mörgum á óvart, því hann er ekki tungumálamaður í eðli sínu og styrk- ur hans liggur frek- ar í þekkingu á við- skiptum og bókhaldi. Þessi braut reynd- ist honum farsæl og hann hefur að sögn kunnugra byggt upp yfirgripsmikla þekk- ingu á ferðamálum, bæði þegar horft er til rekstrar og ekki síður til markaðs- mála. Í viðskiptalíf- inu var það metið sem mikill styrkur að hafa hann innan- borðs í hópi þeirra sem keyptu Ice- landair af FL Group. Ómar var síðan einn stofnandi Ís- landsflugs og stýrði uppbyggingu félags- ins. Hann stýrði því síðar til sameiningar við Atlanta og þegar samrunanum var lokið vék hann af sviðinu. Ómar hefur ekki verið áberandi maður, en er vel þekktur í ferða- bransanum. Hann hefur komið víða við í stjórnum bæði fyr- irtækja og nefnda í greininni. Flug- rekstur er einn mest krefjandi rekst- ur sem þekkist og krefst útsjónarsemi og vöku yfir hverju smáatriði. Þar hafa presónuein- kenni Ómars nýst vel. Hann dregur hvergi af sér til vinnu. Hann er að auki maður sátta en óhræddur við að taka ákvarðan- ir þegar á þarf að halda. Sem félaga er honum lýst sem afar geðþekkum og þægi- legum manni. Hin bókhaldslega ná- kvæmni er ekki tekin með á góða stund í hópi vina. Honum er þar lýst sem skemmtilegum félaga sem láti vel til sín taka í góðra vina hópi. Að baki vinnusama mann- inum er lífsglaður maður sem er leik- inn í samskipt- um. Afslappaður og með góðan húmor. Traustur og ábyggi- legur eru samt lýs- ingarorðin sem koma fyrst upp í hug þeirra sem þekkja hann vel. Lendir á öldum ljósvakans „Áhugamál hafa ekki verið mikið inni í myndinni. Hann er giftur vinnunni.“ FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.